Stór spurningamerki við Móabarðsmálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2016 14:30 Allar þekktar mannaferðir í Móabarði á þeim tíma sem árásirnar eiga að hafa átt sér stað hafa verið kannaðar og eiga sér eðlilegar skýringar að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Móabarð er löng gata með fjölmörgum minni botnlangagötum. vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarnar þrjár vikur haft til rannsóknar meintar líkamsárásir á hendur konu við Móabarð í Hafnarfirði. Enginn hefur verið yfirheyrður eða handtekinn í málinu og engin vitni urðu að árásunum. Málið er afar viðkvæmt og vill lögregla ekki tjá sig um þann möguleika að konan hafi sjálf veitt sér þessa áverka. Samkvæmt heimildum Vísis er það talið mögulegt, bæði af lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki. Yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu segir að allir möguleikar séu rannsakaðir. Lögregla hefur ítrekað komið á framfæri að almenningur og nágrannar í hverfinu ættu ekki að óttast. Teldi hún hættu á ferðum hefði fólk verið varað við. Meintu árásirnar tvær áttu sér stað í Hafnarfirði.Vísir/Daníel Sagði manninn hafa þóst ætla að lesa af mælum Forsaga málsins er sú að lögreglan var kölluð að heimili við Móabarð í Hafnarfirði mánudaginn 15. febrúar, fyrir rúmum þremur vikum. Kona, sem hafði verið ein heima með ungbarn sitt, var með alvarlega áverka og lýsti því hvernig ókunnugur maður hefði ráðist á sig. Frásögn konunnar var sláandi. Maður hefði bankað upp á um áttaleytið, sagst vera starfsmaður orkufyrirtækis og þyrfti að lesa af mælum. Konan bauð manninum inn og þá átti hann að hafa ráðist á hana. Lögregla varðist frétta af málinu framan af vikunni en auglýsti eftir manni miðvikudaginn 15. febrúar án þess að upplýsa hvers vegna mannsins væri leitað. Fram kom að maðurinn væri um 180 sm á hæð og fölleitur, dökklæddur með svarta hanska og húfu. Hann væri talinn á aldrinum 35-45 ára. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar, segir lögregluna ætla að komast til botns í málinu. Hinn fölleiti ófundinn Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segir í samtali við Vísi að þannig hafi konan lýst manninum sem hún sagði hafa ráðist á sig á mánudagsmorgninum. Viku síðar, sunnudagskvöldið 21. febrúar, var lögregla aftur kölluð að sama heimili við Móabarð. Þá átti sami maður að hafa verið á ferð og ráðist á konuna. Hafði maður hennar brugðið sér af bæ og meintur árásarmaður nýtt sér það og gert aðra atlögu. Var konan lögð inn á sjúkrahús.Sjá einnig:Nágrannar vígbúast Mánudaginn 22. febrúar ítrekaði lögregla bón sína eftir upplýsingum um fyrrnefnda fölleita manninn á aldrinum 35-45 ára. Sá maður er enn ófundinn að sögn Árna Þórs. Hann segir stöðuna á rannsókninni þannig að allar þekktar mannaferðir hafi verið kannaðar og eigi sér eðlilegar skýringar. Allar ábendingar og vísbendingar hafi engu skilað.„Það hefur ekki verið ástæða af okkar hálfu til að vara almenning við hugsanlegum geranda,“ segir Árni. Ekkert hafi komið fram sem gefi ástæðu til þess. „Það er eitthvað sem við hefðum gert strax hefði þótt ástæða til þess.“ Vilja fá botn í málið Ekki er óeðlilegt að almenningur velti fyrir sér hvort líkamsárás hafi yfirhöfuð átt sér stað við Móabarð mánudaginn 15. febrúar og aftur tæpri viku síðar. Í sakamálalögum segir að þeir sem rannsaki sakamál eigi að „vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar.“ Árni Þór segist ekki geta upplýst hvort lögregla hafi spurt konuna út í þann möguleika að hún hafi veitt sér áverkana sjálf „Það er hlutur sem ég get ekki upplýst um. Ég hef enga heimild til að fara út í þá sálma,“ segir Árni. Hann ítrekar að allir þættir málsins hafi og verði rannsakað. „Við viljum fá botn í þetta mál og höldum áfram að reyna að ná því.“Frétt uppfærð þar sem þess láðist að geta í textanum að samkvæmt heimildum Vísis teldi bæði starfsfólk lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk mögulegt að konan hafi sjálf veitt sér áverkana. Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Fáar vísbendingar í Móabarðsmáli: Konunni og fjölskyldu hennar komið fyrir á öruggum stað Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum árásum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í Hafnarfirði, miðar lítt áfram, en lögreglan hefur fáar vísbendingar að styðjast við. 25. febrúar 2016 21:48 Lögreglan biður Hafnfirðinga um að sýna stillingu Lögregla biður fólk um að sýna stillingu vegna málsins í Móabarði og segir enga ástæðu til að íbúar Hafnarfjarðar safni að sér bareflum og sleppi því að opna útidyrnar. 25. febrúar 2016 20:31 Enginn grunaður í Móabarðsmáli Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem gefur lögreglu tilefni til að vara íbúa við einhverjum óþekktum geranda. 8. mars 2016 17:32 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarnar þrjár vikur haft til rannsóknar meintar líkamsárásir á hendur konu við Móabarð í Hafnarfirði. Enginn hefur verið yfirheyrður eða handtekinn í málinu og engin vitni urðu að árásunum. Málið er afar viðkvæmt og vill lögregla ekki tjá sig um þann möguleika að konan hafi sjálf veitt sér þessa áverka. Samkvæmt heimildum Vísis er það talið mögulegt, bæði af lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki. Yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu segir að allir möguleikar séu rannsakaðir. Lögregla hefur ítrekað komið á framfæri að almenningur og nágrannar í hverfinu ættu ekki að óttast. Teldi hún hættu á ferðum hefði fólk verið varað við. Meintu árásirnar tvær áttu sér stað í Hafnarfirði.Vísir/Daníel Sagði manninn hafa þóst ætla að lesa af mælum Forsaga málsins er sú að lögreglan var kölluð að heimili við Móabarð í Hafnarfirði mánudaginn 15. febrúar, fyrir rúmum þremur vikum. Kona, sem hafði verið ein heima með ungbarn sitt, var með alvarlega áverka og lýsti því hvernig ókunnugur maður hefði ráðist á sig. Frásögn konunnar var sláandi. Maður hefði bankað upp á um áttaleytið, sagst vera starfsmaður orkufyrirtækis og þyrfti að lesa af mælum. Konan bauð manninum inn og þá átti hann að hafa ráðist á hana. Lögregla varðist frétta af málinu framan af vikunni en auglýsti eftir manni miðvikudaginn 15. febrúar án þess að upplýsa hvers vegna mannsins væri leitað. Fram kom að maðurinn væri um 180 sm á hæð og fölleitur, dökklæddur með svarta hanska og húfu. Hann væri talinn á aldrinum 35-45 ára. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar, segir lögregluna ætla að komast til botns í málinu. Hinn fölleiti ófundinn Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segir í samtali við Vísi að þannig hafi konan lýst manninum sem hún sagði hafa ráðist á sig á mánudagsmorgninum. Viku síðar, sunnudagskvöldið 21. febrúar, var lögregla aftur kölluð að sama heimili við Móabarð. Þá átti sami maður að hafa verið á ferð og ráðist á konuna. Hafði maður hennar brugðið sér af bæ og meintur árásarmaður nýtt sér það og gert aðra atlögu. Var konan lögð inn á sjúkrahús.Sjá einnig:Nágrannar vígbúast Mánudaginn 22. febrúar ítrekaði lögregla bón sína eftir upplýsingum um fyrrnefnda fölleita manninn á aldrinum 35-45 ára. Sá maður er enn ófundinn að sögn Árna Þórs. Hann segir stöðuna á rannsókninni þannig að allar þekktar mannaferðir hafi verið kannaðar og eigi sér eðlilegar skýringar. Allar ábendingar og vísbendingar hafi engu skilað.„Það hefur ekki verið ástæða af okkar hálfu til að vara almenning við hugsanlegum geranda,“ segir Árni. Ekkert hafi komið fram sem gefi ástæðu til þess. „Það er eitthvað sem við hefðum gert strax hefði þótt ástæða til þess.“ Vilja fá botn í málið Ekki er óeðlilegt að almenningur velti fyrir sér hvort líkamsárás hafi yfirhöfuð átt sér stað við Móabarð mánudaginn 15. febrúar og aftur tæpri viku síðar. Í sakamálalögum segir að þeir sem rannsaki sakamál eigi að „vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar.“ Árni Þór segist ekki geta upplýst hvort lögregla hafi spurt konuna út í þann möguleika að hún hafi veitt sér áverkana sjálf „Það er hlutur sem ég get ekki upplýst um. Ég hef enga heimild til að fara út í þá sálma,“ segir Árni. Hann ítrekar að allir þættir málsins hafi og verði rannsakað. „Við viljum fá botn í þetta mál og höldum áfram að reyna að ná því.“Frétt uppfærð þar sem þess láðist að geta í textanum að samkvæmt heimildum Vísis teldi bæði starfsfólk lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk mögulegt að konan hafi sjálf veitt sér áverkana.
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Fáar vísbendingar í Móabarðsmáli: Konunni og fjölskyldu hennar komið fyrir á öruggum stað Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum árásum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í Hafnarfirði, miðar lítt áfram, en lögreglan hefur fáar vísbendingar að styðjast við. 25. febrúar 2016 21:48 Lögreglan biður Hafnfirðinga um að sýna stillingu Lögregla biður fólk um að sýna stillingu vegna málsins í Móabarði og segir enga ástæðu til að íbúar Hafnarfjarðar safni að sér bareflum og sleppi því að opna útidyrnar. 25. febrúar 2016 20:31 Enginn grunaður í Móabarðsmáli Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem gefur lögreglu tilefni til að vara íbúa við einhverjum óþekktum geranda. 8. mars 2016 17:32 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30
Fáar vísbendingar í Móabarðsmáli: Konunni og fjölskyldu hennar komið fyrir á öruggum stað Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum árásum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í Hafnarfirði, miðar lítt áfram, en lögreglan hefur fáar vísbendingar að styðjast við. 25. febrúar 2016 21:48
Lögreglan biður Hafnfirðinga um að sýna stillingu Lögregla biður fólk um að sýna stillingu vegna málsins í Móabarði og segir enga ástæðu til að íbúar Hafnarfjarðar safni að sér bareflum og sleppi því að opna útidyrnar. 25. febrúar 2016 20:31
Enginn grunaður í Móabarðsmáli Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem gefur lögreglu tilefni til að vara íbúa við einhverjum óþekktum geranda. 8. mars 2016 17:32