Snowden segir það kjaftæði að FBI þurfi Apple til að opna iPhone-síma Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. mars 2016 12:37 Bandaríska alríkislögreglan á að hafa þá tækniþekkingu og burði sem þarf til að fara framhjá sjálfseyðingu gagna á Apple-snjalltækjum. Vísir/Getty Images Edward Snowden segir að tilraunir bandarísku alríkislögreglunnar FBI til að fá dómsúrskurð til að skylda Apple til að búa til bakdyraleið inn í stýrikerfi á snjalltækjum fyrirtækisins sé blekkingarleikur. Snowden, sem ræddi málið í gegnum fjarfundarbúnað á málþingi í Bandaríkjunum, segir margar leiðir færar til að ná í upplýsingar úr tækjunum án þess að Apple sé þvingað til að búa til bakdyr á kerfið.FBI ber því við að Apple hafi einstaka tækniþekkingu til að opna iPhone síma. „Með fullri virðingu, það er kjaftæði,“ sagði Snowden, sem heldur til í Moskvu í Rússlandi eftir að hann lak leynigögnum úr NSA, bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, um stórfellda njósnastarfsemi bandarískra yfirvalda á bæði bandarískum og erlendum ríkisborgurum. Tim Cook, forstjóri Apple, með iPhone í hendinni.Vísir/Getty ImagesNotendur Apple snjalltækja, eins og iPhone, geta stillt tækin á þann hátt að upplýsingar á þeim verði óaðgengilegar ef reynt er oftar en 10 sinnum að geta hvert lykilnúmerið inn í tækið er. FBI hefur farið fram á að Apple verði þvingað með dómsúrskurði til að gera lögreglunni kleift að gera ótakmarkaðar tilraunir til þess að geta upp á hvert lykilorðið er án þess að gögnin verði óaðgengileg. Málið snýst fyrst og fremst um iPhone 5c síma Syed Rizwan Farook, annars þeirra sem banaði fjórtán og særði 22 í San Bernardino í Bandaríkjunum í desember áður en lögregla skaut hann og konu hans til bana. Það liggur þó nú þegar fyrir að tæknin verður notuð í fleiri tilvikum. Alríkisdómari hefur nú þegar komist að þeirri niðurstöðu að Apple eigi að aðstoða FBI en fyrirtækið hefur gefið út að það muni ekki hlýta dómsniðurstöðunni. Á Twitter, eftir fundinn, sagði Snowden að tækniheimurinn væri ósammála niðurstöðu FBI um að Apple þurfi að opna leið inn í símana. Vísaði hann meðal annars á bloggfærslu á vef American Civil Liberties Union, ACLU, sem berjast fyrir réttindum bandarískra borgara, þar sem farið er yfir með ítarlegum hætti hvernig FBI gæti nálgast gögnin á símanum án hjálpar Apple. „Hér er eitt dæmi,“ sagði hann í Twitter-skilaboðunum.The global technological consensus is against the FBI. Why? Here's one example: https://t.co/t2JHOLK8iU #FBIvsApple https://t.co/mH1ZXOOQ1E— Edward Snowden (@Snowden) March 8, 2016 Í færslunni sem Snowden vísaði á er farið yfir hvernig þessi vörn í Apple-tækjum virkar. Líkja má kerfinu við kassa með myndum sem geymdur er í læstum kassa, sem svo er geymdur í læstum skáp. Til að geta skoðað myndirnar þarftu lykil bæði að kassanum og skápnum. Ef annar lykillinn týnist eða eyðilegst verða myndirnar óaðgengilegar.Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu.Mynd/Bandaríska landamæraeftirlitiðÞegar 10 tilraunir hafa verið gerðar til að opna Apple tæki sem er með kveikt á þessari vörn – sem notendur velja sjálfir að gera – er dulkóðunarlykli sem opnar aðgengi að gögnum sem geymd eru á símanum hent. Gögnin sjálf eru enn til staðar en dulkóðuð og ólesanleg. Í færslunni er það rakið hvernig FBI gæti afritað dulkóðunarlykill, sem geymdur er á sérstökum stað í símanum. Hver er þá tilgangurinn með því að ganga á eftir Apple og þvinga fyrirtækið til að hjálpa? Þeirri spurningu er ekki auðsvarað en bent hefur verið á að það gæti markað nýja stefnu þegar kemur að tæknilegu eftirliti að hægt sé að þvinga fyrirtæki eins og Apple til að greiða aðgang stjórnvalda að dulkóðuðum gögnum. „Í stuttu máli óska þau eftir umboði frá almenningi til valds sem gæti sett öll samskiptakerfi, eins og við þekkjum þau, úr skorðum. Þá biðja þau okkur um leið að treysta þeim til þess að misnota ekki vald sitt,“ segir Daniel Kahn Gillmor, tæknisérfræðingur ACUL, í færslunni sem Snowden vísaði til. Þau eru hins vegar viljandi að villa um fyrir almenningi (og dómskerfinu) til að ná þessum völdum. Sú framkoma er ekki traustvekjandi. Við ættum ekki að láta blekkjast.“ Tengdar fréttir Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55 Fórnarlömb styðja FBI gegn Apple Vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna í San Bernardino. 22. febrúar 2016 10:49 Bill Gates styður við bakið á FBI Vill að Apple hjálpi FBI að opna síma árásarmanns í San Bernardino. 23. febrúar 2016 09:48 Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Edward Snowden segir að tilraunir bandarísku alríkislögreglunnar FBI til að fá dómsúrskurð til að skylda Apple til að búa til bakdyraleið inn í stýrikerfi á snjalltækjum fyrirtækisins sé blekkingarleikur. Snowden, sem ræddi málið í gegnum fjarfundarbúnað á málþingi í Bandaríkjunum, segir margar leiðir færar til að ná í upplýsingar úr tækjunum án þess að Apple sé þvingað til að búa til bakdyr á kerfið.FBI ber því við að Apple hafi einstaka tækniþekkingu til að opna iPhone síma. „Með fullri virðingu, það er kjaftæði,“ sagði Snowden, sem heldur til í Moskvu í Rússlandi eftir að hann lak leynigögnum úr NSA, bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, um stórfellda njósnastarfsemi bandarískra yfirvalda á bæði bandarískum og erlendum ríkisborgurum. Tim Cook, forstjóri Apple, með iPhone í hendinni.Vísir/Getty ImagesNotendur Apple snjalltækja, eins og iPhone, geta stillt tækin á þann hátt að upplýsingar á þeim verði óaðgengilegar ef reynt er oftar en 10 sinnum að geta hvert lykilnúmerið inn í tækið er. FBI hefur farið fram á að Apple verði þvingað með dómsúrskurði til að gera lögreglunni kleift að gera ótakmarkaðar tilraunir til þess að geta upp á hvert lykilorðið er án þess að gögnin verði óaðgengileg. Málið snýst fyrst og fremst um iPhone 5c síma Syed Rizwan Farook, annars þeirra sem banaði fjórtán og særði 22 í San Bernardino í Bandaríkjunum í desember áður en lögregla skaut hann og konu hans til bana. Það liggur þó nú þegar fyrir að tæknin verður notuð í fleiri tilvikum. Alríkisdómari hefur nú þegar komist að þeirri niðurstöðu að Apple eigi að aðstoða FBI en fyrirtækið hefur gefið út að það muni ekki hlýta dómsniðurstöðunni. Á Twitter, eftir fundinn, sagði Snowden að tækniheimurinn væri ósammála niðurstöðu FBI um að Apple þurfi að opna leið inn í símana. Vísaði hann meðal annars á bloggfærslu á vef American Civil Liberties Union, ACLU, sem berjast fyrir réttindum bandarískra borgara, þar sem farið er yfir með ítarlegum hætti hvernig FBI gæti nálgast gögnin á símanum án hjálpar Apple. „Hér er eitt dæmi,“ sagði hann í Twitter-skilaboðunum.The global technological consensus is against the FBI. Why? Here's one example: https://t.co/t2JHOLK8iU #FBIvsApple https://t.co/mH1ZXOOQ1E— Edward Snowden (@Snowden) March 8, 2016 Í færslunni sem Snowden vísaði á er farið yfir hvernig þessi vörn í Apple-tækjum virkar. Líkja má kerfinu við kassa með myndum sem geymdur er í læstum kassa, sem svo er geymdur í læstum skáp. Til að geta skoðað myndirnar þarftu lykil bæði að kassanum og skápnum. Ef annar lykillinn týnist eða eyðilegst verða myndirnar óaðgengilegar.Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu.Mynd/Bandaríska landamæraeftirlitiðÞegar 10 tilraunir hafa verið gerðar til að opna Apple tæki sem er með kveikt á þessari vörn – sem notendur velja sjálfir að gera – er dulkóðunarlykli sem opnar aðgengi að gögnum sem geymd eru á símanum hent. Gögnin sjálf eru enn til staðar en dulkóðuð og ólesanleg. Í færslunni er það rakið hvernig FBI gæti afritað dulkóðunarlykill, sem geymdur er á sérstökum stað í símanum. Hver er þá tilgangurinn með því að ganga á eftir Apple og þvinga fyrirtækið til að hjálpa? Þeirri spurningu er ekki auðsvarað en bent hefur verið á að það gæti markað nýja stefnu þegar kemur að tæknilegu eftirliti að hægt sé að þvinga fyrirtæki eins og Apple til að greiða aðgang stjórnvalda að dulkóðuðum gögnum. „Í stuttu máli óska þau eftir umboði frá almenningi til valds sem gæti sett öll samskiptakerfi, eins og við þekkjum þau, úr skorðum. Þá biðja þau okkur um leið að treysta þeim til þess að misnota ekki vald sitt,“ segir Daniel Kahn Gillmor, tæknisérfræðingur ACUL, í færslunni sem Snowden vísaði til. Þau eru hins vegar viljandi að villa um fyrir almenningi (og dómskerfinu) til að ná þessum völdum. Sú framkoma er ekki traustvekjandi. Við ættum ekki að láta blekkjast.“
Tengdar fréttir Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55 Fórnarlömb styðja FBI gegn Apple Vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna í San Bernardino. 22. febrúar 2016 10:49 Bill Gates styður við bakið á FBI Vill að Apple hjálpi FBI að opna síma árásarmanns í San Bernardino. 23. febrúar 2016 09:48 Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55
Fórnarlömb styðja FBI gegn Apple Vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna í San Bernardino. 22. febrúar 2016 10:49
Bill Gates styður við bakið á FBI Vill að Apple hjálpi FBI að opna síma árásarmanns í San Bernardino. 23. febrúar 2016 09:48
Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24