Viðskipti innlent

Landsbréf fjármagnað nýjan 12 milljarða framtakssjóð

ingvar haraldsson skrifar
Hermann Már Þórisson og Steinar Helgason eru framkvæmdastjórar sjóðsins.
Hermann Már Þórisson og Steinar Helgason eru framkvæmdastjórar sjóðsins.
Landsbréf, dótturfélag Landsbankans hefur lokið fjármögnun á nýjum 12 milljarða framtakssjóði, sem ber nafnið Horn III. Hluthafar eru rúmlega 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og öðrum fagfjárfestum samkvæmt tilkynningu frá Landsbréfum.

Horn mun III fjárfesta í óskráðum íslenskum fyrirtækjum þar sem leggja á áherslu á fyrirtæki með trausta og góða rekstrarsögu að því er segir á vef Landsbréfa. „Í krafti stærðar sinnar hefur Horn III alla burði til að vera öflugur fjárfestir á sviði framtaksfjárfestinga hér á landi á næstu árum,“ segir á vefnum.

Framkvæmdastjórar Horns III eru Hermann Már Þórisson og Steinar Helgason en þeir eru jafnframt framkvæmdastjórar Horns II sem einnig er framtakssjóður í stýringu Landsbréfa hf. Horn II á meðal annars stóran hlut í Bláa lóninu og Fáfni Offshore.

Eignir í stýringu Landsbréfa voru um síðustu áramót 129 milljarðar og eru um 13 þúsund einstaklingar og lögaðilar með fjármuni í stýringu Landsbréfa.


Tengdar fréttir

Landsbréf stofna fjárfestingasjóð

Landsbréf hafa stofnað nýjan fjárfestingasjóð sem ber nafnið Horn III. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að tilgangur félagsins sé fjárfestingar í hlutabréfum og öðrum fjármálagerningum, lánastarfsemi tengdri fjárfestingum og tengdum rekstri. Stofnandi er auk Landsbréfa Horn III GP.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×