Viðskipti innlent

Brimborg hagnast um 327 milljónr

ingvar haraldsson skrifar
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, og fjölskylda hans eru stærstu eigendur fyrirtækisins.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, og fjölskylda hans eru stærstu eigendur fyrirtækisins.
Hagnaður Brimborgar nam 327 milljónum króna á síðasta ári og margfaldaðist milli ára. Hagnaður félagsins árið 2014 var 62 milljónir króna.

Rekstrartekjur jukust um tæpa 4 milljarða milli ára og námu 13 milljörðum króna. Þá hækkaði rekstrarkostnaður um 3,3 milljarðar og nam tæpum 12 milljörðum króna. 

Eignir Brimborgar nam 6,8 milljörðum króna, eigið fé milljarði og skuldir 5,8 milljörðum króna um síðustu áramót. Eiginfjárhlutfall er 14,7 prósent.

Ekki er lagt til að arður verði greiddur vegna starfsemi síðast árs.

Heildarbílasala á markaði jókst um 47,4 prósent á milli ára og nam 15.420 bílum í fyrra en 10.462 bílum árið 2014.

Þá stefnir Brimborg á að flytja hluta af atvinnutækjastarfsemi sinni upp í Hádegismóa.

Stærstu hluthafar Brimborgar eru Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar sem á 26,81 prósenta hlut.  Jóhann J. Jóhannsson, stofnandi Brimborgar og faðir Egils á 33,1 prósent hlut. Þá á Arnór Jósefsson 16 prósenta hlut og Margrét Egilsdóttir á 13,15 prósent hlut.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×