Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2016 10:39 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð Stím-málsins fór fram. vísir/anton brink Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun. Um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar en Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru tveir hinna ákærðu. Auk þess að vera ákærður fyrir markaðsmisnotkun er Lárus einnig ákærður fyrir umboðssvik. Aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis sem ákærðir eru í málinu eru þeir Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi en rannsókn þess lauk seint á seinasta ári. Báðir verið dæmdir áður fyrir hrunmál Þeir Lárus og Jóhannes hafa báðir hlotið dóma fyrir mál tengd efnahagshruninu. Í desember í fyrra var Jóhannes dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir aðild sína að BK-málinu. Þá hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm í héraði vegna Stím-málsins í janúar síðastliðnum og Jóhannes tveggja ára dóm. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Lárus var einnig ákærður í Vafningsmálinu svokallaða sem og Aurum-málinu. Lárus var sýknaður í Hæstarétti af ákæru í Vafningsmálinu og í héraði í Aurum-málinu. Hæstiréttur ógilti hins vegar dóm héraðsdóms í því máli vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda og þarf því að taka Aurum-málið aftur fyrir í héraðsdómi. Aðalmeðferð þess á að hefjast 12. apríl næstkomandi. Stjórnendur annarra banka hlotið dóma fyrir markaðsmisnotkun Með ákærunni í markaðsmisnotkunarmálinu nú hafa fyrrverandi stjórnendur í öllum stóru viðskiptabönkunum þremur fyrir hrun verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í janúar dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason dæmdir í héraði síðastliðið vor fyrir markaðsmisnotkun en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir. Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun. Um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar en Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru tveir hinna ákærðu. Auk þess að vera ákærður fyrir markaðsmisnotkun er Lárus einnig ákærður fyrir umboðssvik. Aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis sem ákærðir eru í málinu eru þeir Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi en rannsókn þess lauk seint á seinasta ári. Báðir verið dæmdir áður fyrir hrunmál Þeir Lárus og Jóhannes hafa báðir hlotið dóma fyrir mál tengd efnahagshruninu. Í desember í fyrra var Jóhannes dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir aðild sína að BK-málinu. Þá hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm í héraði vegna Stím-málsins í janúar síðastliðnum og Jóhannes tveggja ára dóm. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Lárus var einnig ákærður í Vafningsmálinu svokallaða sem og Aurum-málinu. Lárus var sýknaður í Hæstarétti af ákæru í Vafningsmálinu og í héraði í Aurum-málinu. Hæstiréttur ógilti hins vegar dóm héraðsdóms í því máli vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda og þarf því að taka Aurum-málið aftur fyrir í héraðsdómi. Aðalmeðferð þess á að hefjast 12. apríl næstkomandi. Stjórnendur annarra banka hlotið dóma fyrir markaðsmisnotkun Með ákærunni í markaðsmisnotkunarmálinu nú hafa fyrrverandi stjórnendur í öllum stóru viðskiptabönkunum þremur fyrir hrun verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í janúar dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason dæmdir í héraði síðastliðið vor fyrir markaðsmisnotkun en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir.
Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02