Viðskipti innlent

5,9 milljarðar króna í tvö hundruð herbergja glæsihótel á Flúðum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Svona mun lónið og nýja hótelið á Flúðum líta út.
Svona mun lónið og nýja hótelið á Flúðum líta út. Mynd/VA Arkitektar
Stefnt er að því að opna nýtt tvö hundruð herbergja hótel á Flúðum í Hrunamannahreppi vorið 2018. Skóflustunga verður tekin að hótelinu þann 4. september en hótelið er í landi jarðarinnar Sunnuhlíð við hlið golfvallarins. Við hótelið verður stórt baðlón.

„Í hótelinu verður meðal annars veitingaaðstaða, kaffihús, norðurljósa ísbar, líkamsræktaraðstaða, úrval af gufuböðum og saunum, jógasalur, verslanir og sveitamarkaður,“  segir Stefán Örn Þórisson. Hann er ásamt Birni Þór Kristjánssyni maðurinn á bak við framkvæmdina.

Herbergin tvö hundruð eru um 24 fermetrar með stórum og rúmgóðum baðherbergum og baðkari. Kostnaður verkefnisins er 5,9 milljarðar króna. 

Við finnum fyrir góðum vilja hjá fjárfestum sem hafa áhuga á verkefninu og er fjárfestavinnan í gangi þessa daga.  Það sem gerir þetta verkefni sérstakt er að hér er ekki bara verið að byggja enn eitt nýtt hótel heldur er um að ræða nýja áfangastað á Suðurlandi sem er með tilkomu nýju Hvítárbrúarinnar sem er aðeins fjórar mínútur frá afleggjaranum á Biskupstungabraut,  sem jú flestir ferða menn sem til Íslands koma fara eftir. Þetta er ekki loftbóla,“ segir Stefán Örn.

Hönnun er í höndum VA arkitekta, Mannvit sér um verkfræðilega útfærslu og Price Waterhouse Coopers sér um fjárhagsvinnslu og aðstoð við fjármögnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×