Viðskipti innlent

Fjarskiptamarkaðurinn tekur breytingum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nova hefur bætt mest við sig á farsímamarkaði.
Nova hefur bætt mest við sig á farsímamarkaði. Vísir/Getty
Virði eigin fjár Vodafone er um 15,6 milljarðar sem jafngildir hlutabréfagengi 46,4. Virði Símans er að mati Capacent 27,2 milljarðar króna. Það jafngildir hlutabréfagenginu 2,8. Þetta kemur fram í greiningu Capacent á fjarskiptamarkaðnum. Síminn og Fjarskipti eru einu fyrirtækin á fjarskiptamarkaði sem eru skráð í Kauphöll Íslands.

Í greiningunni kemur fram að undan­farin fimm ár hafi tekjur stóru fjarskiptafélaganna þriggja, Símans, Fjarskipta og Nova, vaxið að meðaltali um 0,8 prósent árlega. Þar kemur líka fram að heildarvöxturinn sé minni en hagvöxtur á sama tímabili, en sé í takt við fólksfjölgun. En þrátt fyrir lítinn vöxt heildarinnar hafa verið töluverðar innbyrðis hreyfingar.

Nova hefur aukið hlutdeild sína á markaði úr 6 prósentum í 15 prósent. Síminn hefur lækkað um sex prósent og Vodafone um þrjú prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×