Stelpufansinn hafði ekkert að gera með mig Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. mars 2016 09:00 Björn Már Ólafsson skíðakappi rétt eftir að hann kom í mark eftir Vasaloppet sem fram fór í Svíþjóð. „Á þremur stöðvum í röð les kynnirinn upp nafnið mitt og þjóðerni í hátalarakerfinu eins og þeir gera venjulega þegar keppendur fara fram hjá drykkjar- og matarstöð sem er á tíu kílómetrafresti alla leiðina. Í hvert skipti sögðu þessir þrír kynnar að nú myndu stelpurnar tryllast í skíðabrautinni og aðdáendur þyrftu að hafa hraðar hendur. Ég skildi ekkert í þessu fyrst en fór eðlilega pínu hjá mér,“ segir Björn Már Ólafsson skíðakappi sem tók þátt í Vasaloppet, 90 kílómetra skíðagöngu sem fram fór í Svíþjóð síðastliðinn sunnudag. En á tíu kílómetra fresti eru drykkjar- og matarstöðvar þar sem er mikil stemning og áhorfendur standa við skíðabrautina til að hvetja fólk áfram, ásamt því sem tónlist er spiluð og kynnir heldur uppi góðri stemningu. „Þegar þetta gerðist í fjórða skiptið stoppaði ég aðeins þegar mitt nafn var lesið upp og þá heyrði ég að þessar stelpur höfðu ekkert með mig að gera heldur hafði Eurovision sigurvegarinn, Måns Zelmerlöw, verið rétt á eftir mér mest allan tímann,“ segir Björn léttur í bragðiMåns Zelmerlöw, sænska Eurovision stjarnan, tók þátt í Vasahlaupinu og hlaut mikla athygli áhorfenda. Nordicphotos/gettyVasagangan, er fjölmennasta almenningsganga í heimi og kemur skíðafólk hvaðanæva að úr heiminum til að spreyta sig á þessari 90 km göngu milli bæjanna Sälen og Mora. Gangan var haldin í fyrsta sinn árið 1922 og mun þetta því vera í 93. skiptið sem hún er haldin. „Ég mæli algjörlega með þessu sporti. Þetta var í þriðja skipti sem ég tók þátt í göngunni og alltaf jafn gaman, mamma tók þátt í fyrsta skipti núna og stóð hún sig frábærlega. Í ár var ég í átta klukkustundir og fjórar mínútur með gönguna en það er ekki minn besti tími, aðstæður voru frekar erfiðar en það var samt frekar ánægjulegt að vinna Måns þar sem ég hélt ekki með honum í Eurovision, ég hélt með Ítölum svo ég var frekar ánægður með að vinna hann,“ segir Björn, sem því miður hitti ekki kappann þar sem hann varð á undan honum í mark. Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Á þremur stöðvum í röð les kynnirinn upp nafnið mitt og þjóðerni í hátalarakerfinu eins og þeir gera venjulega þegar keppendur fara fram hjá drykkjar- og matarstöð sem er á tíu kílómetrafresti alla leiðina. Í hvert skipti sögðu þessir þrír kynnar að nú myndu stelpurnar tryllast í skíðabrautinni og aðdáendur þyrftu að hafa hraðar hendur. Ég skildi ekkert í þessu fyrst en fór eðlilega pínu hjá mér,“ segir Björn Már Ólafsson skíðakappi sem tók þátt í Vasaloppet, 90 kílómetra skíðagöngu sem fram fór í Svíþjóð síðastliðinn sunnudag. En á tíu kílómetra fresti eru drykkjar- og matarstöðvar þar sem er mikil stemning og áhorfendur standa við skíðabrautina til að hvetja fólk áfram, ásamt því sem tónlist er spiluð og kynnir heldur uppi góðri stemningu. „Þegar þetta gerðist í fjórða skiptið stoppaði ég aðeins þegar mitt nafn var lesið upp og þá heyrði ég að þessar stelpur höfðu ekkert með mig að gera heldur hafði Eurovision sigurvegarinn, Måns Zelmerlöw, verið rétt á eftir mér mest allan tímann,“ segir Björn léttur í bragðiMåns Zelmerlöw, sænska Eurovision stjarnan, tók þátt í Vasahlaupinu og hlaut mikla athygli áhorfenda. Nordicphotos/gettyVasagangan, er fjölmennasta almenningsganga í heimi og kemur skíðafólk hvaðanæva að úr heiminum til að spreyta sig á þessari 90 km göngu milli bæjanna Sälen og Mora. Gangan var haldin í fyrsta sinn árið 1922 og mun þetta því vera í 93. skiptið sem hún er haldin. „Ég mæli algjörlega með þessu sporti. Þetta var í þriðja skipti sem ég tók þátt í göngunni og alltaf jafn gaman, mamma tók þátt í fyrsta skipti núna og stóð hún sig frábærlega. Í ár var ég í átta klukkustundir og fjórar mínútur með gönguna en það er ekki minn besti tími, aðstæður voru frekar erfiðar en það var samt frekar ánægjulegt að vinna Måns þar sem ég hélt ekki með honum í Eurovision, ég hélt með Ítölum svo ég var frekar ánægður með að vinna hann,“ segir Björn, sem því miður hitti ekki kappann þar sem hann varð á undan honum í mark.
Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira