Telja sig hafa fellt leiðtoga ISIS í Falluja Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2016 00:01 Íraskur hermaður í baráttu við ISIS í Falluja. Vísir/Getty Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í írösku borginni Falluja er sagður hafa verið á meðal þeirra 70 sem féllu í loftárás á borgina. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur þetta eftir Steven Warren, ofursta í bandaríska hernum, sem sagði 20 loftárásir hafa verið gerðar síðastliðna fjóra daga. Var þeim beint að þeim svæðum sem ISIS-liðar voru hvað sterkastir á. Voru loftárásirnar gerðar til að styðja við herlið Íraka sem eru að reyna að endurheimta Falluja úr greipum ISIS.Warren sagði að þó að einhver árangur hefði náðst í þessum loftárásum í baráttunni við ISIS þá væri óljóst hversu langan tíma það mun taka að endurheimta borgina. Um 50 þúsund óbreyttir borgarar eru fastir í Falluja og hefur skilaboðum verið komið til þeirra um að halda sig frá ISIS-svæðum og setja hvít lök á þökin sín til að forðast að verða fyrir sprengjuregni.BBC segir Sameinuðu þjóðirnar búa yfir skýrslum sem sýna fram á að óbreyttir borgarar séu að deyja úr hungri í borginni og þeir séu myrtir neiti þeir að berjast fyrir ISIS. Þá hafa margir sem hafa verið gripnir við að flýja borgina verið teknir af lífi eða hýddir af ISIS-liðum. Sameinuðu þjóðirnar sögðu hundruð fjölskylda hafa náð að flýja borgina í dag með aðstoð íraskra yfirvalda. Mið-Austurlönd Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í írösku borginni Falluja er sagður hafa verið á meðal þeirra 70 sem féllu í loftárás á borgina. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur þetta eftir Steven Warren, ofursta í bandaríska hernum, sem sagði 20 loftárásir hafa verið gerðar síðastliðna fjóra daga. Var þeim beint að þeim svæðum sem ISIS-liðar voru hvað sterkastir á. Voru loftárásirnar gerðar til að styðja við herlið Íraka sem eru að reyna að endurheimta Falluja úr greipum ISIS.Warren sagði að þó að einhver árangur hefði náðst í þessum loftárásum í baráttunni við ISIS þá væri óljóst hversu langan tíma það mun taka að endurheimta borgina. Um 50 þúsund óbreyttir borgarar eru fastir í Falluja og hefur skilaboðum verið komið til þeirra um að halda sig frá ISIS-svæðum og setja hvít lök á þökin sín til að forðast að verða fyrir sprengjuregni.BBC segir Sameinuðu þjóðirnar búa yfir skýrslum sem sýna fram á að óbreyttir borgarar séu að deyja úr hungri í borginni og þeir séu myrtir neiti þeir að berjast fyrir ISIS. Þá hafa margir sem hafa verið gripnir við að flýja borgina verið teknir af lífi eða hýddir af ISIS-liðum. Sameinuðu þjóðirnar sögðu hundruð fjölskylda hafa náð að flýja borgina í dag með aðstoð íraskra yfirvalda.
Mið-Austurlönd Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira