Kirkjunni læst eftir ítrekaðar gistingar ferðamanna: „Fáranlegt að þurfa að banna það sem er sjálfsagt að sé ekki gert“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2016 14:45 Heimamenn taka vel á móti ferðamönnum en eru orðnir þreyttir á ágangi þeirra sem vilja ekki greiða fyrir þjónustu. Vísir/Ernir Ferðamenn frá Kanada sem gert höfðu sig heimakomna í Reykhólakirkju í Reykhólahreppi á Vesturlandi voru reknir þaðan út í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn gista í kirkjunni til þess að koma sér undan því að borga fyrir gistingu á svæðinu segja heimamenn. Kirkjunni verður læst. „Þetta var par frá Kanada og þau höfðu eldað þarna inni. Ég veit ekki hvort þau voru með prímus eða eitthvað tengt við rafmagn,“ segir María Mack, íbúi á svæðinu. „Kirkjan er öll klædd að innan úr timbri. Manni óar yfir agaleysinu í þessu fólki.“Sjá einnig: Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngumMaría segir að parinu hafi þótt það alveg sjálfsagt að fá að gista í kirkjunni en héldu sína leið eftir að þeim var gert það ljóst að slíkt væri ekki í lagi. Bæjarbúar harma það að læsa þurfi kirkjunni enda sé hún miðpunktur félagsstarfs á svæðinu. „Það er fáranlegt að það þurfi að banna allt sem er alveg sjálfsagt að sé ekki gert,“ segir María. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bæjarbúar þurfa að hafa afskipti af næturgestum í kirkjunni en fyrr á árinu kom prestur kirkjunnar, Hildur Björk Hörpudóttir, að erlendum ferðamönnum sofandi á kirkjubekkjunum, búnir að þvo af sér og elda sér kvöldmat. María MackGistu á klósetti og skildu eftir þúsundkall María segir að alla jafna fái ferðamenn góðar móttökur á Reykhólum og þangað komi þó nokkur fjöldi ferðamanna. Aðstaða fyrir þá sé góð, þar eru tvö tjaldsvæði og nýbúið er að opna gistiheimili. Það séu þó svartir sauðir inn á milli sem skyggi á upplifun heimamanna á ferðamönnum. Oftar en ekki séu það þeir sem ferðist á svoköllum „campers“ eða sendiferðabílum sem reyni ítrekað að komast hjá því að greiða fyrir þjónustu. Nefnir María dæmi því til sönnunnar. „Ferðamenn velja mjög mikið að leggja bílunum sínum við skógrækt sem er hér fyrir utan byggðina. Umgengnin í skóginum af hálfu ferðamanna hefur verið hræðileg. Það er mannaskítur og klósettpappír út um allt. Það er ekki gaman að fara þangað í berjamó.“Sjá einnig: Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferðMaría segir einnig að algengt hafi verið á síðasta ári að ferðamenn í slíkum bílum hafi lagt við höfnina og truflað þar starfsemi. Þá hafi tjaldverðir á tjaldsvæðunum ítrekað haft afskipti af ferðamönnum sem nýti sér klósett og aðra aðstöðu en neiti svo að greiða fyrir með þeim rökum að þeir gisti ekki á tjaldsvæðunum. Í vetur hafi það einnig komið fyrir að ferðamenn hafi bankað upp á og spurt hvar hægt væri að gista. Var þeim bent á bændagistingu í grennd við Reykhóla þar sem þeir gistu í eina nótt. Síðar kom í ljós að þau höfðu gist á klósetti á tjaldsvæðinu í tvær nætur. Skildu þau eftir sig umslag sem í var þúsundkall og bréf sem á stóð „thx for the help“.Margir ferðamenn velja að ferðast um landið á sendiferðabílum.V'isir/VilhelmSegir af og frá að ferðamönnum sé ráðlagt að koma sér hjá því að greiða fyrir aðstöðu Sendiferðabílafyrirtækin, sem leigja út svonefnda „campers“ hafa sprottið upp undanfarin ár og eru orðin ansi mörg, t.d. Kúkú Campers, Happy Campers, Campervan Iceland, Trig Campers, JS Camper Rental og Iceland Mini Campers. Greinilegt er að eftirspurnin eftir þessum ferðamáta er mikil. Ljóst er að nokkurs titrings gætir innan ferðaþjónustunnar vegna ferðamanna sem ferðist um á slíkum bílum líkt og Vísir hefur greint frá við nokkur tækifæri.Sjá einnig: Kraumandi kergja vegna KúKú CampersÍ samtali við Vísi í mars sagði Lárus Guðbjartsson, framkvæmdastjóri hjá Kúkú Campers, af og frá að fyrirtækið ráðleggi ferðalöngum að nýta sér aðstöðu gistiheimila á ferð sinni um landið. Farið sé yfir þessi mál ítarlega með viðskiptavinum og þeim ráðlagt að gista á stórum og fjölförnum bílastæðum. Á sumrin sé sérstaklega brýnt fyrir fólki að stunda það ekki að leggja nærri tjaldstæðum án þess að greiða næturgjald og nýta sér svo þjónustu tjaldstæðanna. Það sé siðlaust. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ferðamenn frá Kanada sem gert höfðu sig heimakomna í Reykhólakirkju í Reykhólahreppi á Vesturlandi voru reknir þaðan út í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn gista í kirkjunni til þess að koma sér undan því að borga fyrir gistingu á svæðinu segja heimamenn. Kirkjunni verður læst. „Þetta var par frá Kanada og þau höfðu eldað þarna inni. Ég veit ekki hvort þau voru með prímus eða eitthvað tengt við rafmagn,“ segir María Mack, íbúi á svæðinu. „Kirkjan er öll klædd að innan úr timbri. Manni óar yfir agaleysinu í þessu fólki.“Sjá einnig: Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngumMaría segir að parinu hafi þótt það alveg sjálfsagt að fá að gista í kirkjunni en héldu sína leið eftir að þeim var gert það ljóst að slíkt væri ekki í lagi. Bæjarbúar harma það að læsa þurfi kirkjunni enda sé hún miðpunktur félagsstarfs á svæðinu. „Það er fáranlegt að það þurfi að banna allt sem er alveg sjálfsagt að sé ekki gert,“ segir María. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bæjarbúar þurfa að hafa afskipti af næturgestum í kirkjunni en fyrr á árinu kom prestur kirkjunnar, Hildur Björk Hörpudóttir, að erlendum ferðamönnum sofandi á kirkjubekkjunum, búnir að þvo af sér og elda sér kvöldmat. María MackGistu á klósetti og skildu eftir þúsundkall María segir að alla jafna fái ferðamenn góðar móttökur á Reykhólum og þangað komi þó nokkur fjöldi ferðamanna. Aðstaða fyrir þá sé góð, þar eru tvö tjaldsvæði og nýbúið er að opna gistiheimili. Það séu þó svartir sauðir inn á milli sem skyggi á upplifun heimamanna á ferðamönnum. Oftar en ekki séu það þeir sem ferðist á svoköllum „campers“ eða sendiferðabílum sem reyni ítrekað að komast hjá því að greiða fyrir þjónustu. Nefnir María dæmi því til sönnunnar. „Ferðamenn velja mjög mikið að leggja bílunum sínum við skógrækt sem er hér fyrir utan byggðina. Umgengnin í skóginum af hálfu ferðamanna hefur verið hræðileg. Það er mannaskítur og klósettpappír út um allt. Það er ekki gaman að fara þangað í berjamó.“Sjá einnig: Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferðMaría segir einnig að algengt hafi verið á síðasta ári að ferðamenn í slíkum bílum hafi lagt við höfnina og truflað þar starfsemi. Þá hafi tjaldverðir á tjaldsvæðunum ítrekað haft afskipti af ferðamönnum sem nýti sér klósett og aðra aðstöðu en neiti svo að greiða fyrir með þeim rökum að þeir gisti ekki á tjaldsvæðunum. Í vetur hafi það einnig komið fyrir að ferðamenn hafi bankað upp á og spurt hvar hægt væri að gista. Var þeim bent á bændagistingu í grennd við Reykhóla þar sem þeir gistu í eina nótt. Síðar kom í ljós að þau höfðu gist á klósetti á tjaldsvæðinu í tvær nætur. Skildu þau eftir sig umslag sem í var þúsundkall og bréf sem á stóð „thx for the help“.Margir ferðamenn velja að ferðast um landið á sendiferðabílum.V'isir/VilhelmSegir af og frá að ferðamönnum sé ráðlagt að koma sér hjá því að greiða fyrir aðstöðu Sendiferðabílafyrirtækin, sem leigja út svonefnda „campers“ hafa sprottið upp undanfarin ár og eru orðin ansi mörg, t.d. Kúkú Campers, Happy Campers, Campervan Iceland, Trig Campers, JS Camper Rental og Iceland Mini Campers. Greinilegt er að eftirspurnin eftir þessum ferðamáta er mikil. Ljóst er að nokkurs titrings gætir innan ferðaþjónustunnar vegna ferðamanna sem ferðist um á slíkum bílum líkt og Vísir hefur greint frá við nokkur tækifæri.Sjá einnig: Kraumandi kergja vegna KúKú CampersÍ samtali við Vísi í mars sagði Lárus Guðbjartsson, framkvæmdastjóri hjá Kúkú Campers, af og frá að fyrirtækið ráðleggi ferðalöngum að nýta sér aðstöðu gistiheimila á ferð sinni um landið. Farið sé yfir þessi mál ítarlega með viðskiptavinum og þeim ráðlagt að gista á stórum og fjölförnum bílastæðum. Á sumrin sé sérstaklega brýnt fyrir fólki að stunda það ekki að leggja nærri tjaldstæðum án þess að greiða næturgjald og nýta sér svo þjónustu tjaldstæðanna. Það sé siðlaust.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40
Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48