Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 18:30 Orkumótið fer fram í Vestmannaeyjum árlega. Mótið hét áður Tommamótið og svo Shell-mótið. Mynd af Facebook-síðu Orkumótsins Ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum að meina stúlku í Gróttu að spila svokallaðan landsleik um helgina hefur vakið athygli. Stúlkan, sem er svo efnileg að hún fær að æfa og spila með strákunum í Gróttu eins og reglur KSÍ leyfa, var valin sem fulltrúi Gróttu í landsleikinn. Hvert félag velur einn fulltrúa í leikinn sem spilaður er á aðalvelli ÍBV og þykir mikill heiður að vera valinn. Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, vakti athygli á ákvörðun mótsstjórnar fyrr í dag. Hún væri gamaldags að hans mati og því hefði hann ákveðið að vekja athygli á henni. „Þetta var bara ákvörðun sem var tekin af mótsstjórninni og einfaldlega á þeim forsendum að mótið er fyrir stráka þótt við höfum í gegnum árin leyft stelpum frá þeim félögum, sem hafa jafnvel ekki verið með kvennaflokka, að leyfa þeim að vera með,“ segir Björgvin Eyjólfsson í mótsstjórn Orkumótsins. „Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ bætir hann við. „Við erum með annað mót fyrir stelpur,“ segir hann og vísar til TM mótsins.Leiðinlegt fyrir stelpunaBjörgvin segir að auðvitað væri hægt að leyfa stelpum að vera með. Þá þyrfti bara að breyta reglunum. „Þetta er bara stefna sem mótið hefur. Það er fyrir stráka nema í undantekningartilfellum,“ segir Björgvin. Honum finnst þjálfarar Gróttu ekki hafa höndlað málið á réttan hátt. „Þetta var auðvitað leiðinlegt því þeir voru búnir að tilkynna stelpunni að hún myndi spila áður en þeir tilkynntu okkur þetta. Það kom okkur afskaplega á óvart að þeir skyldu vera búnir að því,“ segir Björgvin en stelpan fékk ekki að spila landsleikinn og varð að vonum vonsvikinn. Björgvin hefði kosið að haft hefði verið samband við mótsstjórn áður en stelpunni var tilkynnt um valið. „Þetta er mjög leiðinlegt stelpunnar vegna en þetta er ákvörðun sem var tekin og við hana var staðið. Þannig verður það áfram,“ segir Björgvin. Ekki er á honum að heyra að nein breyting verði í þeim efnum. Aldrei hvarflað að neinum Að sögn Björgvins hefur svona aðstaða aldrei komið upp áður á Orkumótinu, sem áður hét Shellmótið og er löngu orðinn fastur liður hjá strákum og einstaka stelpum í 6. flokki í knattspyrnu. „Það hefur aldrei hvarflað að neinu félagi að velja stelpu í landsliðið,“ segir Björgvin. „Þetta er bara lína sem mótsstjórn hefur fylgt í gegnum árin og kemur til með að gera það áfram“ Ef þeir ætluðu að breyta reglunum þá myndu Eyjamenn við bjóða upp á mót fyrir blönduð lið, stráka og stelpur. „Það myndi ekki hvarfla að neinum að senda strák á TM-mótið. Þegar verið er að tala um jafnrétti þá ætti það að virka í báðar áttir.“ Gekk að öðru leyti vel Björgvin minnir á að Grótta er með sína kvennaflokka, sem voru með lið á TM-mótinu. Honum sé ekki kunnugt um að umrædd stúlka hafi spilað á TM-mótinu. „Ef hún er svona góð, af hverju spilar hún ekki upp fyrir sig í flokkum kvennamegin?“ spyr Björgvin. Aðspurður hvort það ætti ekki að ganga upp að hún spili með jafnöldrum sínum, aðeins tíu ára gömul, frekar en að vera að spila með eldri stelpum segir Björgvin: „Ef við tökum þá ákvörðun að hafa stelpur í liðunum tilkynnum við það. Það stendur á heimasíðu mótsins að þetta er drengjamót og verður það áfram. KSÍ auglýsir það þannig og við gerum það þannig.“ Björgvin segir að mótshald hafi að öðru leyti tekist mjög vel um helgina. „Það gekk allt afskaplega vel,“ segir hann en 108 lið kepptu á mótinu og spilaðir voru yfir 600 leikir. „Ég held að í heildina hafi fólk farið afskaplega sátt frá mótinu.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Framkvæmdastjóri ÍBV segir málið félaginu ekki til sóma. Stjórnarmaður í fimleikadeild Hattar segir holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. 28. júlí 2015 15:49 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum að meina stúlku í Gróttu að spila svokallaðan landsleik um helgina hefur vakið athygli. Stúlkan, sem er svo efnileg að hún fær að æfa og spila með strákunum í Gróttu eins og reglur KSÍ leyfa, var valin sem fulltrúi Gróttu í landsleikinn. Hvert félag velur einn fulltrúa í leikinn sem spilaður er á aðalvelli ÍBV og þykir mikill heiður að vera valinn. Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, vakti athygli á ákvörðun mótsstjórnar fyrr í dag. Hún væri gamaldags að hans mati og því hefði hann ákveðið að vekja athygli á henni. „Þetta var bara ákvörðun sem var tekin af mótsstjórninni og einfaldlega á þeim forsendum að mótið er fyrir stráka þótt við höfum í gegnum árin leyft stelpum frá þeim félögum, sem hafa jafnvel ekki verið með kvennaflokka, að leyfa þeim að vera með,“ segir Björgvin Eyjólfsson í mótsstjórn Orkumótsins. „Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ bætir hann við. „Við erum með annað mót fyrir stelpur,“ segir hann og vísar til TM mótsins.Leiðinlegt fyrir stelpunaBjörgvin segir að auðvitað væri hægt að leyfa stelpum að vera með. Þá þyrfti bara að breyta reglunum. „Þetta er bara stefna sem mótið hefur. Það er fyrir stráka nema í undantekningartilfellum,“ segir Björgvin. Honum finnst þjálfarar Gróttu ekki hafa höndlað málið á réttan hátt. „Þetta var auðvitað leiðinlegt því þeir voru búnir að tilkynna stelpunni að hún myndi spila áður en þeir tilkynntu okkur þetta. Það kom okkur afskaplega á óvart að þeir skyldu vera búnir að því,“ segir Björgvin en stelpan fékk ekki að spila landsleikinn og varð að vonum vonsvikinn. Björgvin hefði kosið að haft hefði verið samband við mótsstjórn áður en stelpunni var tilkynnt um valið. „Þetta er mjög leiðinlegt stelpunnar vegna en þetta er ákvörðun sem var tekin og við hana var staðið. Þannig verður það áfram,“ segir Björgvin. Ekki er á honum að heyra að nein breyting verði í þeim efnum. Aldrei hvarflað að neinum Að sögn Björgvins hefur svona aðstaða aldrei komið upp áður á Orkumótinu, sem áður hét Shellmótið og er löngu orðinn fastur liður hjá strákum og einstaka stelpum í 6. flokki í knattspyrnu. „Það hefur aldrei hvarflað að neinu félagi að velja stelpu í landsliðið,“ segir Björgvin. „Þetta er bara lína sem mótsstjórn hefur fylgt í gegnum árin og kemur til með að gera það áfram“ Ef þeir ætluðu að breyta reglunum þá myndu Eyjamenn við bjóða upp á mót fyrir blönduð lið, stráka og stelpur. „Það myndi ekki hvarfla að neinum að senda strák á TM-mótið. Þegar verið er að tala um jafnrétti þá ætti það að virka í báðar áttir.“ Gekk að öðru leyti vel Björgvin minnir á að Grótta er með sína kvennaflokka, sem voru með lið á TM-mótinu. Honum sé ekki kunnugt um að umrædd stúlka hafi spilað á TM-mótinu. „Ef hún er svona góð, af hverju spilar hún ekki upp fyrir sig í flokkum kvennamegin?“ spyr Björgvin. Aðspurður hvort það ætti ekki að ganga upp að hún spili með jafnöldrum sínum, aðeins tíu ára gömul, frekar en að vera að spila með eldri stelpum segir Björgvin: „Ef við tökum þá ákvörðun að hafa stelpur í liðunum tilkynnum við það. Það stendur á heimasíðu mótsins að þetta er drengjamót og verður það áfram. KSÍ auglýsir það þannig og við gerum það þannig.“ Björgvin segir að mótshald hafi að öðru leyti tekist mjög vel um helgina. „Það gekk allt afskaplega vel,“ segir hann en 108 lið kepptu á mótinu og spilaðir voru yfir 600 leikir. „Ég held að í heildina hafi fólk farið afskaplega sátt frá mótinu.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Framkvæmdastjóri ÍBV segir málið félaginu ekki til sóma. Stjórnarmaður í fimleikadeild Hattar segir holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. 28. júlí 2015 15:49 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Framkvæmdastjóri ÍBV segir málið félaginu ekki til sóma. Stjórnarmaður í fimleikadeild Hattar segir holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. 28. júlí 2015 15:49