Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 15:53 Frá Orkumótinu í Vestmannaeyjum 2014. Orkumótinu í Vestmannaeyjum lauk um helgina og var vafalítið mikil upplifun fyrir þá stráka og stelpur sem spiluðu og foreldra þeirra. Mótið skiptir ungu kynslóðina eðlilega miklu máli eins og sést til dæmis í tilfelli foreldra Arnórs Ingva Traustasonar sem voru ekki viðstödd 2-1 sigurinn á Austurríki þar sem sonur þeirra skoraði sigurmarkið eins og frægt er orðið. Ástæðan var sú að hinn níu ára gamli Viktor Árni var að spila með 6. flokki Keflavíkur í Vestmannaeyjum. Orkumótið er fyrir 6. flokk karla, þar spiluðu í ár 108 félög alls 600 leiki. Sum félög á Íslandi bjóða ungum og efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðinu einfaldlega til að þær fái meiri samkeppni. Þannig er það til dæmis hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og var ein þeirra efnilegasta stúlka í liði þeirra og stóð sig vel. KSÍ heimilar stelpum að spila með strákum í yngri flokkum. Svo vel stóð hún sig að Grótta valdi hana sem fulltrúa sinn í landsleikinn, árlega viðureign landsliðs og pressuliðs sem fram fer á aðalvelli ÍBV, Hásteinsvelli. Um mikinn heiður er að ræða fyrir leikmenn á mótinu. Valið fer þannig fram að hvert félag velur fulltrúa sinn og segist Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, hafa valið þann leikmann sem skaraði fram úr í A-liði Gróttu og hafði auk þess sinnt æfingum afskaplega vel í allan vetur og í vor „Fyrirmyndariðkandi í alla staði,“ segir Pétur Már í ítarlegri Fésbókarfærslu um málið.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður var á Orkumótinu um helgina eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Mikil stemning var á mótinu. Sagt að breyta valinu „Seinni partinn á laugrdaginn fékk ég svo símtal frá mótsstjórn þar sem mér val tilkynnt að ég þyrfti að breyta og tilnefna annan leikmann. Af hverju? Af því að ég valdi stelpu sem fulltrúa Gróttu í landsleikinn,“ segir Pétur og er greinilega allt annað en sáttur eins og fleiri úr herbúðum Gróttu sem Vísir hefur rætt við. „Umrædd stelpa hefur æft með 6. flokki karla frá fyrstu æfingu í haust og tekið þátt í öllum leikjum og mótum. KSÍ heimilar jú stelpum að keppa með strákum upp í 3. eða 4. flokk. Fyrir mér er hún ekki gestur í okkar flokki heldur fullgildur meðlimur.“ Pétur segir útskýringar mótstjórnar hafa verið á þá leið að Orkumótið væri strákamót og því ættu strákar að spila landsleikinn. Gamaldagsviðhorf „Eftir að hafa maldað í móinn var mér einfaldlega sagt að Grótta þyrfti að gera betur og tefla fram liðum í 6. flokki kvenna. Það gerum við svo sannarlega og nú um helgina spila þrjú lið frá 6. flokki kvenna í Gróttu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki.“ Hjá Gróttu sé hins vegar hugsað út fyrir kassann og stelpur fá að æfa með strákum telji þjálfarar það henta þeim betur en að æfa með réttum flokki, sé miðað við fæðingarár og kyn. „Mér finnst afskaplega dapurt að gamaldags viðhorf séu enn áberandi í íslenskum fótbolta og því ákvað ég að vekja athygli á þessu.“ Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Orkumótinu í Vestmannaeyjum lauk um helgina og var vafalítið mikil upplifun fyrir þá stráka og stelpur sem spiluðu og foreldra þeirra. Mótið skiptir ungu kynslóðina eðlilega miklu máli eins og sést til dæmis í tilfelli foreldra Arnórs Ingva Traustasonar sem voru ekki viðstödd 2-1 sigurinn á Austurríki þar sem sonur þeirra skoraði sigurmarkið eins og frægt er orðið. Ástæðan var sú að hinn níu ára gamli Viktor Árni var að spila með 6. flokki Keflavíkur í Vestmannaeyjum. Orkumótið er fyrir 6. flokk karla, þar spiluðu í ár 108 félög alls 600 leiki. Sum félög á Íslandi bjóða ungum og efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðinu einfaldlega til að þær fái meiri samkeppni. Þannig er það til dæmis hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og var ein þeirra efnilegasta stúlka í liði þeirra og stóð sig vel. KSÍ heimilar stelpum að spila með strákum í yngri flokkum. Svo vel stóð hún sig að Grótta valdi hana sem fulltrúa sinn í landsleikinn, árlega viðureign landsliðs og pressuliðs sem fram fer á aðalvelli ÍBV, Hásteinsvelli. Um mikinn heiður er að ræða fyrir leikmenn á mótinu. Valið fer þannig fram að hvert félag velur fulltrúa sinn og segist Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, hafa valið þann leikmann sem skaraði fram úr í A-liði Gróttu og hafði auk þess sinnt æfingum afskaplega vel í allan vetur og í vor „Fyrirmyndariðkandi í alla staði,“ segir Pétur Már í ítarlegri Fésbókarfærslu um málið.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður var á Orkumótinu um helgina eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Mikil stemning var á mótinu. Sagt að breyta valinu „Seinni partinn á laugrdaginn fékk ég svo símtal frá mótsstjórn þar sem mér val tilkynnt að ég þyrfti að breyta og tilnefna annan leikmann. Af hverju? Af því að ég valdi stelpu sem fulltrúa Gróttu í landsleikinn,“ segir Pétur og er greinilega allt annað en sáttur eins og fleiri úr herbúðum Gróttu sem Vísir hefur rætt við. „Umrædd stelpa hefur æft með 6. flokki karla frá fyrstu æfingu í haust og tekið þátt í öllum leikjum og mótum. KSÍ heimilar jú stelpum að keppa með strákum upp í 3. eða 4. flokk. Fyrir mér er hún ekki gestur í okkar flokki heldur fullgildur meðlimur.“ Pétur segir útskýringar mótstjórnar hafa verið á þá leið að Orkumótið væri strákamót og því ættu strákar að spila landsleikinn. Gamaldagsviðhorf „Eftir að hafa maldað í móinn var mér einfaldlega sagt að Grótta þyrfti að gera betur og tefla fram liðum í 6. flokki kvenna. Það gerum við svo sannarlega og nú um helgina spila þrjú lið frá 6. flokki kvenna í Gróttu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki.“ Hjá Gróttu sé hins vegar hugsað út fyrir kassann og stelpur fá að æfa með strákum telji þjálfarar það henta þeim betur en að æfa með réttum flokki, sé miðað við fæðingarár og kyn. „Mér finnst afskaplega dapurt að gamaldags viðhorf séu enn áberandi í íslenskum fótbolta og því ákvað ég að vekja athygli á þessu.“
Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira