Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 13:16 Vísir/AFP/EPA Vígamenn Íslamska ríkisins fremja þjóðarmorð á Jasídum í Írak og Sýrlandi. Þeir hafa elt þjóðflokkinn með kerfisbundnum hætti frá ágúst 2014 þegar ISIS réðst inn í heimahérað þeirra við Sinjar fjall. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að þjóðarmorðið sé enn yfirstandandi og að minnst 3.200 konur og börn séu enn í haldi vígamanna. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið: „They came to destroy“: ISIS Crimes Against the Yazidis. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar í gíslingu af ISIS en menn og drengir voru myrtir. Þúsunda er saknað og talið er að þeir liggi í fjöldagröfum í grennd við Sinjar fjall. Þegar hafa fjölmargar fjöldagrafir fundist en þær hafa ekki verið rannsakaðar nægjanlega, þar sem ISIS er enn með viðveru á svæðinu.Ungir drengir sem handsamaðir voru af ISIS voru þjálfaðir til hernaðar og notaðir til sjálfsmorðsárása. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að 19 konur hafi verið settar í búr og brenndar lifandi fyrir framan hundruð manna í Mosul. Þær voru sagðar hafa neitað að sænga hjá vígamönnum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að um 400 þúsund Jasídar hafi haldið til á svæðinu við Sinjar fjall en nánast allir hafi verið reknir á brott, hnepptir í ánauð eða myrtir. Hægt gengur að endurheimta héraðið úr höndum ISIS en vígamennirnir skilja eftir sig mikla eyðileggingu, jarðsprengjur og gildrur. Enn sem komið er búa langflestir Jasídar við bágan kost í flóttamannabúðum á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðurhluta Írak. Jasídar eru reiðir gagnvart alþjóðasamfélaginu. Þá sérstaklega þar sem þeim sýnist lítið vera gert til að bjarga þeim Jasídum sem enn eru í haldi ISIS. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ISIS hefði markvisst unnið að því að gjöreyða menningu Jasída með morðum, kynlífsþrælkun, þrælkun, pyntingu og öðrum aðferðum. Nefndin leggur meðal annars til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og íhuga fjölmargar aðgerðir til að koma Jasídum til hjálpar og þar á meðal að ráðið íhugi hernaðarlega íhlutun. Ljóst er að tveimur árum eftir að Jasídar voru flestir reknir frá heimahögum sínum er raunum þeirra enn hvergi nærri lokið. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins fremja þjóðarmorð á Jasídum í Írak og Sýrlandi. Þeir hafa elt þjóðflokkinn með kerfisbundnum hætti frá ágúst 2014 þegar ISIS réðst inn í heimahérað þeirra við Sinjar fjall. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að þjóðarmorðið sé enn yfirstandandi og að minnst 3.200 konur og börn séu enn í haldi vígamanna. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið: „They came to destroy“: ISIS Crimes Against the Yazidis. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar í gíslingu af ISIS en menn og drengir voru myrtir. Þúsunda er saknað og talið er að þeir liggi í fjöldagröfum í grennd við Sinjar fjall. Þegar hafa fjölmargar fjöldagrafir fundist en þær hafa ekki verið rannsakaðar nægjanlega, þar sem ISIS er enn með viðveru á svæðinu.Ungir drengir sem handsamaðir voru af ISIS voru þjálfaðir til hernaðar og notaðir til sjálfsmorðsárása. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að 19 konur hafi verið settar í búr og brenndar lifandi fyrir framan hundruð manna í Mosul. Þær voru sagðar hafa neitað að sænga hjá vígamönnum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að um 400 þúsund Jasídar hafi haldið til á svæðinu við Sinjar fjall en nánast allir hafi verið reknir á brott, hnepptir í ánauð eða myrtir. Hægt gengur að endurheimta héraðið úr höndum ISIS en vígamennirnir skilja eftir sig mikla eyðileggingu, jarðsprengjur og gildrur. Enn sem komið er búa langflestir Jasídar við bágan kost í flóttamannabúðum á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðurhluta Írak. Jasídar eru reiðir gagnvart alþjóðasamfélaginu. Þá sérstaklega þar sem þeim sýnist lítið vera gert til að bjarga þeim Jasídum sem enn eru í haldi ISIS. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ISIS hefði markvisst unnið að því að gjöreyða menningu Jasída með morðum, kynlífsþrælkun, þrælkun, pyntingu og öðrum aðferðum. Nefndin leggur meðal annars til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og íhuga fjölmargar aðgerðir til að koma Jasídum til hjálpar og þar á meðal að ráðið íhugi hernaðarlega íhlutun. Ljóst er að tveimur árum eftir að Jasídar voru flestir reknir frá heimahögum sínum er raunum þeirra enn hvergi nærri lokið.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira