Erlent

Eiturlyfjabarón laus úr fangelsi í Bandaríkjunum

Hector "El Guero" Palma er einn af stofnendum Sinaloa glæpasamtakanna.
Hector "El Guero" Palma er einn af stofnendum Sinaloa glæpasamtakanna. Vísir/AFP
Eiturlyfjabaróninn Hector "El Guero" Palma, einn af stofnendum Sinaloa eiturlyfjahringsins sem er einn sá valdamesti í Mexíkó, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum eftir að hafa eytt tæpum áratug á bakvið lás og slá. Bandarísk yfirvöld sendu hann rakleiðis úr landi og aftur til Mexíkó.

Hann var upphaflega handtekinn í Mexíkó og framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann var dæmdur í sextán ára fangelsi. Hann slapp hinsvegar út í gær þar sem hann þótti hafa sýnt af sér góða hegðun.

Hann er þó ekki alveg laus allra mála því hann var handtekinn strax við komuna yfir landamærin í ljósi þess að hann var eftirlýstur fyrir nokkra glæpi, þar á meðal grun um aðild að morðum. Þó er óvíst hvort að hann verði dreginn fyrir rétt í Mexíkó og því gæti hann orðið frjáls maður innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×