Erlent

Warcraft sló met í Kína

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá frumsýningu Warcraft í Sjanghæ.
Frá frumsýningu Warcraft í Sjanghæ. Nordicphotos/AFP
Kvikmyndin Warcraft átti stærstu opnun nokkurrar kvikmyndar í sögu Kína. Frá því í síðustu viku hefur hún halað inn nærri tuttugu milljarða króna í miðasölu.

Til samanburðar námu tekjur af allri miðasölu á kvikmyndina Star Wars: The Force Awakens um fimmtán milljörðum króna.

Tekjurnar urðu hins vegar minni í Bandaríkjunum um helgina en framleiðendur vonuðust til, eða um þrír milljarðar króna. BBC greinir frá því að í Kína sé ört stækkandi kvikmyndamarkaður en búist er við að hvergi muni miðasölutekjur verða meiri en í Kína á næsta ári. Bandaríkjamenn hafa vermt toppsætið síðustu áratugi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×