Erlent

Handtekinn vegna lekans

Þórdís Valsdóttir skrifar
Lekinn frá lögfræðistofunni er sá stærsti í sögunni.
Lekinn frá lögfræðistofunni er sá stærsti í sögunni. NordicPhotos/AFP
Starfsmaður tölvudeildar panamísku lögfræðistofunnar Moss­ack Fonseca hefur verið handtekinn í Sviss. Maðurinn er grunaður um að hafa lekið yfir ellefu milljónum leyniskjala úr gagnagrunni stofunnar og sakar lögfræðistofan starfsmann sinn um þjófnað og trúnaðarbrot.

Talið er að hann hafi lekið gögnunum frá Genf, höfuðborg Sviss, en hann hafði aðgang að öllum skjölum stofunnar frá skrifstofu sinni.

Gerð var húsleit á skrifstofum Mossack Fonseca í Genf og lagði svissneska lögreglan hald á tölvubúnað. Maðurinn neitar öllum ásökunum.

Hinum svokölluðu Panamaskjölum var lekið til þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung og er um að ræða stærsta gagnaleka til fjölmiðla frá upphafi. Í gögnunum er að finna upplýsingar um eignir fjölmargra einstaklinga í aflandsfélögum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.


Tengdar fréttir

Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð

Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×