Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2016 17:03 Helgi Hrafn Gunnarsson Vísir/Pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir stjórnarmenn misskilja kröfu þjóðarinnar eftir mótmælin í gær. Hann sá engan á Austurvelli með skilti sem heimtuðu Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra eða hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forsætisráðuneytinu. Helgi Hrafn sagði þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en hann sagði málið ekki bara snúast um hvar ráðamenn hefðu geymt eignir sínar. „Þetta snýst líka um viðbrögð við gagnrýni þegar menn urðu brjálaðir í pontu að þetta væri gagnrýnt eða spurt út í þetta. Ég held að þjóðin sé ekkert lengur til í þessi viðbrögð þegar réttmætra spurninga er spurt og þegar réttmæt gagnrýni er borin fram. Að menn bregðist við í einhverju sjálfsvorkunnar kasti og kalla alla gagnrýnendur illum nöfnum.“ Sigurður Ingi tilkynnti fyrr í dag tillögu Framsóknarflokksins að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi myndi taka við forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti fyrr í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þar sem hann tilkynnti honum að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja viðræður við Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. Helgi Hrafn benti á að Sigurður Ingi hefði hingað til varið afstöðu Sigmundar Davíðs, að hann hefði ekkert gert rangt þegar hann greindi ekki frá eignum sínum í skattaskjóli, og þá hefði Bjarni Benediktsson einnig gert það að einhverju leyti. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir stjórnarmenn misskilja kröfu þjóðarinnar eftir mótmælin í gær. Hann sá engan á Austurvelli með skilti sem heimtuðu Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra eða hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forsætisráðuneytinu. Helgi Hrafn sagði þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en hann sagði málið ekki bara snúast um hvar ráðamenn hefðu geymt eignir sínar. „Þetta snýst líka um viðbrögð við gagnrýni þegar menn urðu brjálaðir í pontu að þetta væri gagnrýnt eða spurt út í þetta. Ég held að þjóðin sé ekkert lengur til í þessi viðbrögð þegar réttmætra spurninga er spurt og þegar réttmæt gagnrýni er borin fram. Að menn bregðist við í einhverju sjálfsvorkunnar kasti og kalla alla gagnrýnendur illum nöfnum.“ Sigurður Ingi tilkynnti fyrr í dag tillögu Framsóknarflokksins að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi myndi taka við forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti fyrr í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þar sem hann tilkynnti honum að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja viðræður við Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. Helgi Hrafn benti á að Sigurður Ingi hefði hingað til varið afstöðu Sigmundar Davíðs, að hann hefði ekkert gert rangt þegar hann greindi ekki frá eignum sínum í skattaskjóli, og þá hefði Bjarni Benediktsson einnig gert það að einhverju leyti.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04
Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04
Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40