Innlent

Bjarni svarar því ekki hvort ríkisstjórnin sé sprungin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson þegar hann mætir í Valhöll áðan.
Bjarni Benediktsson þegar hann mætir í Valhöll áðan. vísir/pjetur
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti rétt í þessu í Valhöll á þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem þar fer nú fram. Fjöldi blaðamanna sat fyrir ráðherranum en hann svaraði ekki spurningu blaðamanna um það hvort að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins væri sprungin.

Eins og kunnugt er neitaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, um heimild til að rjúfa þing.

„Nú fer ég að hitta þingflokkinn,“ sagði Bjarni þegar hann mætti blaðamönnum við Valhöll.

Aðspurður hvort að Sigmundur Davíð hefði haft samráð við hann þegar hann fór fram á heimild til þingrofs sagði Bjarni.

„Ég hitti forsætisráðherra í morgun og nú ætla ég að hitta þingflokkinn og ræða við hann um þessa stöðu og þróun dagsins í dag og síðan ætla ég að fara til Bessastaða og svo skal ég tala við ykkur.“

Bjarni labbaði svo inn í Valhöll.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×