Bílskúrinn: Ameríski draumurinn rættist í Bahrein Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. apríl 2016 23:15 Rosberg forðar sér frá rósavatninu sem er notað í stað freyðivíns í Bahrein. Vísir/Getty Eftir slaka ræsingu Lewis Hamilton á Mercedes tók liðsfélagi hans Nico Rosberg forystuna í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Afdrif Sebastian Vettel og ameríski draumurinn og margt fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Vettel sá meira af verkfræðingum en brautinni um helgina.Vísir/GettyÓfarir Ferrari Ferrari er í hugum margra eina liðið sem á raunverulega möguleika á að ógna Mercedes í ár. Vélaframfarir Ferrari lofuðu góðu, æfingarnar fyrir tímabilið kveiktu von hjá mörgum um harða baráttu. Fyrsta keppnin, í Ástralíu vakti enn frekar vonir um harða baráttu út tímabilið. Ferrari gat hins vegar ekki komið báðum bílum í mark í Ástralíu. Kimi Raikkonen hætti um miðbik keppninnar þegar eldur tók að teygja sig út um loftinntak, túrbínan stóð í ljósum logum. Það sem meira var, Ferrari tók áhættu með dekkjaval fyrir Vettel snemma í keppninni sem borgaði sig ekki og kostaði Vettel sennilega sigur í keppninni. Í Bahrein var allt við sama, Ferrari var næst á eftir Mercedes en tókst ekki að skáka Mercedes í tímatökunni. Keppnin lofaði góðu. Ef Mercedes myndi ströggla í ræsingunni væri von á afar spennandi keppni. Vettel tókst ekki að klára upphitunarhringinn. Vélin blés reyk og hann þurfti að hætta keppni. Raikkonen stóð sína plikt. Hann endaði í öðru sæti en hver veit hvað hefði gerst ef hlutirnir hefðu farið öðru vísi fyrir Vettel. Sem áhugamaður um spennandi keppnir kallar blaðamaður eftir því að Ferrari finni lausn á vandamálum tengdum áreiðanleika og finni gírinn til að keppa við Mercedes.Hulkenberg var eini maðurinn sem skapaði einhverja spennu í tímatökunni um helgina.Vísir/GettyTímatöku-fíaskó Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst ráðamönnum Formúlu 1 ekki að fallast á hvaða tímatökuaðferð væri betri en þessi sem notuð var í Ástralíu. Sú, svonefnd útsláttartímataka, er ein sú versta sem sést hefur. Meira að segja Christian Horner, liðsstjóri Red Bull fellst á það og baðst afsökunnar á fyrirkomulaginu. Hann var samt ekki reiðubúinn að samþykkja að hörfa aftur til þess fyrirkomulags sem var árið 2015 og þar áður. Það leiddi til þess að hið meingallaða fyrirkomulag sem notað var í Ástralíu var aftur brúkað í Bahrein. Þegar tvær til þrjár mínútur voru eftir af hverri lotu voru úrslitin ráðin og enginn endasprettur farin nema þegar Nico Hulkenberg á Force India bjargaði sér frá því að detta út í fyrstu lotu. Martin Brundel, fyrrum ökumaður hefur sérstaka óbeit á fyrirkomulaginu og hefur bent á hinn augljósa sannleik að „ef eitthvað er ekki bilað, þá á ekki að laga það.“ Undirritaður getur ekki annað en tekið undir þessi orð hans. Nýjasta hugmyndin kemur frá Horner og sem segir að hún sé sú eina sem hann er reiðubúin að fallast á í augnablikinu. Hún er sú að allir ökumenn fari út í hverri lotu og setji tvo tíma. Meðaltal þeirra sé svo notað til að raða þeim upp. Hann vill með því neyða ökumenn til að fara tvisvar út á brautina og setja tíma. Helstu gagnrýnisraddirnar sem heyrst hafa á þetta fyrirkomulag eru að það verði of flókið að fylgjast með þessu í sjónvarpi eða stúkunni á brautinni. Vísir mun áfram fylgjast náið með framþróun þessa máls. Kristján Einar Kristjánsson, Formúlu 1 sérfræðingur Stöðvar 2 Sport sagði aðspurður um skoðun sína á fyrirkomulaginu: „Mér finnst þetta klúður og ef þú hefðir boðið mér að breyta einhverju í Formúlu 1 þá hefði ég nefnt 20, 30 eða 40 hluti til að breyta á undan tímatökunni.“Rosberg leiðist ekkert að fagna fyrsta sæti, eðlilega.Vísir/GettyEr Nico Rosberg óstöðvandi? Rosberg hefur núna unnið fimm keppnir í röð. Báðar á þessu tímabili og þrjár síðustu í fyrra. Hann leiðir með 17 stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og virðist ekki langt frá því að ógna Hamilton verulega í tímatökum. Þar hefur Hamilton þó ráðið ríkjum á árinu með tvo ráspóla af tveimur mögulegum. Hamilton sagðist „afskaplega rólegur,“ yfir forskoti liðsfélaga síns og benti á að hann hafi áður unnið upp stærra bil til að verða heimsmeistari. Það er vissulega rétt en innst inni hlýtur það að angra heimsmeistarann að hann sé næstum einni unninni keppni frá forystunni í heimsmeistarakeppni ökumanna. Líklega mun Hamilton þó fara að slá frá sér innan skamms. Það er ekki honum líkt að taka því þegjandi og hljóðalaust að liðsfélagi hans sé að taka væna forystu.Grosjean á brautinni í Bahrein á Haas F1 bílnum.Vísir/GettyAmeríski draumurinn Haas F1 liðið hefur nú lokið tveimur keppnum í Formúlu 1. Liðið byrjaði að keppa á þessu tímabili og fékk til liðs við sig stór nöfn til að hjálpa sér af stað að minnsta kosti. Ferrari vél og ýmsir íhlutir frá Ferrari hjálpa mikið. Romain Grosjean, annar ökumanna liðsins og sú reynsla sem hann býr yfir hafa eflaust sitt að segja. Esteban Gutierrez er hinn ökumaður liðsins, hann var áður þróunarökumaur Ferrari. Það voru því hæg heimatökin að fá hann til liðsins. Gene Haas, stofnandi liðsins rekur einnig Nascar lið og hefur komið nálægt margskonar kappakstri í gegnum tíðina. Hann hefur hins vegar aldrei snert á Formúlu 1, fyrr en nú. Það hefur heldur betur tekist til með glæsibrag. Sjötta sæti fyrir Romain Grosjean í Ástralíu sem hann fylgdi svo eftir með fimmta sæti í Bahrein. Þvílíkur árangur hjá nýliðunum. Gutierrez hefur því miður ekki tekist að klára keppnirnar sem búnar eru. Hann átti þátt í óhappinu sem Fernando Alonso lenti í í Ástralíu. Hann lenti svo í bilun í Bahrein. Grosjean sagði: „Ameríski draumurinn rættist og við erum að lifa honum,“ í talstöðina þegar hann kom yfir endamarkið í Bahrein.Grosjean á blaðamannafundi fyrir keppnishelgina í Bahrein.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Romain Grosjean vann formlegu kosninguna á heimasíðunni Formula1.com. Þar geta áhorfendur kosið þann ökumann sem þeim hefur fundist standa sig best í hverri keppni. Ekki er annað hægt en að fallast á skoðun fjöldans. Grosjean átti marga glæsilega framúrakstra og Haas bíllinn lék í höndunum á honum. Það verður spennandi að fylgjast með frekari framvindu Haas og Grosjean, sem hafa nú sett markið á stig í hverri keppni. Formúla Tengdar fréttir Keyrði á heimsmeistarann | Sjáðu hvernig Barein-kappaksturinn byrjaði Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna, var á ráspól í Barein-kappakstrinum en lenti í óhappi eftir aðeins nokkrar sekúndur eftir ræsinguna. 3. apríl 2016 16:43 Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 2. apríl 2016 15:47 Rosberg: Ræsingin var lykillinn að þessu Nico Rosberg kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum. Formúlu 1 keppnin í Bahrein var spennandi frá upphafi til enda. Það var mikið um fram úr akstur en Rosberg var ekki ógnað af viti. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. apríl 2016 17:24 Svona gekk Bareinkappaksturinn fyrir sig í formúlunni | Myndband Keppnistímabilið í formúlu eitt er komið í fullan gang og í dag fór fram kappakstur í Barein. Mercedes-menn héldu áfram að safna stigunum í dag. 3. apríl 2016 19:45 Nico Rosberg vann í Bahrein Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Lewis Hamitlon varð þriðji á Mercedes. 3. apríl 2016 16:23 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Eftir slaka ræsingu Lewis Hamilton á Mercedes tók liðsfélagi hans Nico Rosberg forystuna í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Afdrif Sebastian Vettel og ameríski draumurinn og margt fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Vettel sá meira af verkfræðingum en brautinni um helgina.Vísir/GettyÓfarir Ferrari Ferrari er í hugum margra eina liðið sem á raunverulega möguleika á að ógna Mercedes í ár. Vélaframfarir Ferrari lofuðu góðu, æfingarnar fyrir tímabilið kveiktu von hjá mörgum um harða baráttu. Fyrsta keppnin, í Ástralíu vakti enn frekar vonir um harða baráttu út tímabilið. Ferrari gat hins vegar ekki komið báðum bílum í mark í Ástralíu. Kimi Raikkonen hætti um miðbik keppninnar þegar eldur tók að teygja sig út um loftinntak, túrbínan stóð í ljósum logum. Það sem meira var, Ferrari tók áhættu með dekkjaval fyrir Vettel snemma í keppninni sem borgaði sig ekki og kostaði Vettel sennilega sigur í keppninni. Í Bahrein var allt við sama, Ferrari var næst á eftir Mercedes en tókst ekki að skáka Mercedes í tímatökunni. Keppnin lofaði góðu. Ef Mercedes myndi ströggla í ræsingunni væri von á afar spennandi keppni. Vettel tókst ekki að klára upphitunarhringinn. Vélin blés reyk og hann þurfti að hætta keppni. Raikkonen stóð sína plikt. Hann endaði í öðru sæti en hver veit hvað hefði gerst ef hlutirnir hefðu farið öðru vísi fyrir Vettel. Sem áhugamaður um spennandi keppnir kallar blaðamaður eftir því að Ferrari finni lausn á vandamálum tengdum áreiðanleika og finni gírinn til að keppa við Mercedes.Hulkenberg var eini maðurinn sem skapaði einhverja spennu í tímatökunni um helgina.Vísir/GettyTímatöku-fíaskó Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst ráðamönnum Formúlu 1 ekki að fallast á hvaða tímatökuaðferð væri betri en þessi sem notuð var í Ástralíu. Sú, svonefnd útsláttartímataka, er ein sú versta sem sést hefur. Meira að segja Christian Horner, liðsstjóri Red Bull fellst á það og baðst afsökunnar á fyrirkomulaginu. Hann var samt ekki reiðubúinn að samþykkja að hörfa aftur til þess fyrirkomulags sem var árið 2015 og þar áður. Það leiddi til þess að hið meingallaða fyrirkomulag sem notað var í Ástralíu var aftur brúkað í Bahrein. Þegar tvær til þrjár mínútur voru eftir af hverri lotu voru úrslitin ráðin og enginn endasprettur farin nema þegar Nico Hulkenberg á Force India bjargaði sér frá því að detta út í fyrstu lotu. Martin Brundel, fyrrum ökumaður hefur sérstaka óbeit á fyrirkomulaginu og hefur bent á hinn augljósa sannleik að „ef eitthvað er ekki bilað, þá á ekki að laga það.“ Undirritaður getur ekki annað en tekið undir þessi orð hans. Nýjasta hugmyndin kemur frá Horner og sem segir að hún sé sú eina sem hann er reiðubúin að fallast á í augnablikinu. Hún er sú að allir ökumenn fari út í hverri lotu og setji tvo tíma. Meðaltal þeirra sé svo notað til að raða þeim upp. Hann vill með því neyða ökumenn til að fara tvisvar út á brautina og setja tíma. Helstu gagnrýnisraddirnar sem heyrst hafa á þetta fyrirkomulag eru að það verði of flókið að fylgjast með þessu í sjónvarpi eða stúkunni á brautinni. Vísir mun áfram fylgjast náið með framþróun þessa máls. Kristján Einar Kristjánsson, Formúlu 1 sérfræðingur Stöðvar 2 Sport sagði aðspurður um skoðun sína á fyrirkomulaginu: „Mér finnst þetta klúður og ef þú hefðir boðið mér að breyta einhverju í Formúlu 1 þá hefði ég nefnt 20, 30 eða 40 hluti til að breyta á undan tímatökunni.“Rosberg leiðist ekkert að fagna fyrsta sæti, eðlilega.Vísir/GettyEr Nico Rosberg óstöðvandi? Rosberg hefur núna unnið fimm keppnir í röð. Báðar á þessu tímabili og þrjár síðustu í fyrra. Hann leiðir með 17 stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og virðist ekki langt frá því að ógna Hamilton verulega í tímatökum. Þar hefur Hamilton þó ráðið ríkjum á árinu með tvo ráspóla af tveimur mögulegum. Hamilton sagðist „afskaplega rólegur,“ yfir forskoti liðsfélaga síns og benti á að hann hafi áður unnið upp stærra bil til að verða heimsmeistari. Það er vissulega rétt en innst inni hlýtur það að angra heimsmeistarann að hann sé næstum einni unninni keppni frá forystunni í heimsmeistarakeppni ökumanna. Líklega mun Hamilton þó fara að slá frá sér innan skamms. Það er ekki honum líkt að taka því þegjandi og hljóðalaust að liðsfélagi hans sé að taka væna forystu.Grosjean á brautinni í Bahrein á Haas F1 bílnum.Vísir/GettyAmeríski draumurinn Haas F1 liðið hefur nú lokið tveimur keppnum í Formúlu 1. Liðið byrjaði að keppa á þessu tímabili og fékk til liðs við sig stór nöfn til að hjálpa sér af stað að minnsta kosti. Ferrari vél og ýmsir íhlutir frá Ferrari hjálpa mikið. Romain Grosjean, annar ökumanna liðsins og sú reynsla sem hann býr yfir hafa eflaust sitt að segja. Esteban Gutierrez er hinn ökumaður liðsins, hann var áður þróunarökumaur Ferrari. Það voru því hæg heimatökin að fá hann til liðsins. Gene Haas, stofnandi liðsins rekur einnig Nascar lið og hefur komið nálægt margskonar kappakstri í gegnum tíðina. Hann hefur hins vegar aldrei snert á Formúlu 1, fyrr en nú. Það hefur heldur betur tekist til með glæsibrag. Sjötta sæti fyrir Romain Grosjean í Ástralíu sem hann fylgdi svo eftir með fimmta sæti í Bahrein. Þvílíkur árangur hjá nýliðunum. Gutierrez hefur því miður ekki tekist að klára keppnirnar sem búnar eru. Hann átti þátt í óhappinu sem Fernando Alonso lenti í í Ástralíu. Hann lenti svo í bilun í Bahrein. Grosjean sagði: „Ameríski draumurinn rættist og við erum að lifa honum,“ í talstöðina þegar hann kom yfir endamarkið í Bahrein.Grosjean á blaðamannafundi fyrir keppnishelgina í Bahrein.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Romain Grosjean vann formlegu kosninguna á heimasíðunni Formula1.com. Þar geta áhorfendur kosið þann ökumann sem þeim hefur fundist standa sig best í hverri keppni. Ekki er annað hægt en að fallast á skoðun fjöldans. Grosjean átti marga glæsilega framúrakstra og Haas bíllinn lék í höndunum á honum. Það verður spennandi að fylgjast með frekari framvindu Haas og Grosjean, sem hafa nú sett markið á stig í hverri keppni.
Formúla Tengdar fréttir Keyrði á heimsmeistarann | Sjáðu hvernig Barein-kappaksturinn byrjaði Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna, var á ráspól í Barein-kappakstrinum en lenti í óhappi eftir aðeins nokkrar sekúndur eftir ræsinguna. 3. apríl 2016 16:43 Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 2. apríl 2016 15:47 Rosberg: Ræsingin var lykillinn að þessu Nico Rosberg kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum. Formúlu 1 keppnin í Bahrein var spennandi frá upphafi til enda. Það var mikið um fram úr akstur en Rosberg var ekki ógnað af viti. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. apríl 2016 17:24 Svona gekk Bareinkappaksturinn fyrir sig í formúlunni | Myndband Keppnistímabilið í formúlu eitt er komið í fullan gang og í dag fór fram kappakstur í Barein. Mercedes-menn héldu áfram að safna stigunum í dag. 3. apríl 2016 19:45 Nico Rosberg vann í Bahrein Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Lewis Hamitlon varð þriðji á Mercedes. 3. apríl 2016 16:23 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Keyrði á heimsmeistarann | Sjáðu hvernig Barein-kappaksturinn byrjaði Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna, var á ráspól í Barein-kappakstrinum en lenti í óhappi eftir aðeins nokkrar sekúndur eftir ræsinguna. 3. apríl 2016 16:43
Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 2. apríl 2016 15:47
Rosberg: Ræsingin var lykillinn að þessu Nico Rosberg kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum. Formúlu 1 keppnin í Bahrein var spennandi frá upphafi til enda. Það var mikið um fram úr akstur en Rosberg var ekki ógnað af viti. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. apríl 2016 17:24
Svona gekk Bareinkappaksturinn fyrir sig í formúlunni | Myndband Keppnistímabilið í formúlu eitt er komið í fullan gang og í dag fór fram kappakstur í Barein. Mercedes-menn héldu áfram að safna stigunum í dag. 3. apríl 2016 19:45
Nico Rosberg vann í Bahrein Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Lewis Hamitlon varð þriðji á Mercedes. 3. apríl 2016 16:23
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti