Telur drauma um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks óraunhæfa Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 12:28 Össur er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir „Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni en Össur hefur ekki mikið tjáð sig um mál forsætisráðherra og eignir hans og konu hans á Tortóla-eyjum eftir að þáttur Kastljóss og Reykjavík media var sýndur síðastliðið sunnudagskvöld. „Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjördæmi upplýsir forsætisráðherra rétt í þessu á fb-síðu sinni að hann hafi hótað formanni Sjálfstæðisflokksins þingrofi og kosningum ef þingmenn hans „treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina.“ – Þetta eru merkilegustu vendingar í stjórnakreppu sem ég man eftir.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat og teiknaði dúllur á meðan stjórnarandstaðan hélt þrumuræður um meint vanhæfi hans á þingfundi í gær.vísir/VilhelmÖssur er reyndur stjórnmálamaður og hefur setið á þingi síðan 1991. Þá hefur hann verið orðaður við forsetaframboð.Hótun Sigmundar „Í fyrsta lagi er líklegt að Framsóknarflokkurinn komi mjög illa út úr kosningum við þessar aðstæður og hótun forsætisráðherrans felur í reynd í sér að stærstum hluta þingflokks hans verði rutt af þingi út á hinar eilífu veiðilendur. Flestir flokkar, þ.á.m. Sjálfstæðisflokkurinn er líklegri til að koma betur út úr kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn. Í öðru lagi er það krafa stjórnarandstöðunnar að þing verði rofið og nýjar kosningar boðaðar. Hótun forsætisráðherra um að beita sér fyrir kosningum færir því stjórnarandstöðunni sigur í núverandi þrætu á silfurbakka. Tillagan um vantraust virðist eiginlega búin að fella ríkisstjórnina áður en hún kemur á dagskrá þingsins. Ég man ekki eftir sérkennilegri vendingum í stjórnmálum.“ Þá telur hann ummæli varaþingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins ólíklegt framhald í málinu. „Draumar Guðlaugs Þórs sem ég rétt í þessu heyrði á Bylgjunni um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins við þessar aðstæður tel ég sjálfur útilokaða og óraunhæfa.“Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjö...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, April 5, 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni en Össur hefur ekki mikið tjáð sig um mál forsætisráðherra og eignir hans og konu hans á Tortóla-eyjum eftir að þáttur Kastljóss og Reykjavík media var sýndur síðastliðið sunnudagskvöld. „Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjördæmi upplýsir forsætisráðherra rétt í þessu á fb-síðu sinni að hann hafi hótað formanni Sjálfstæðisflokksins þingrofi og kosningum ef þingmenn hans „treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina.“ – Þetta eru merkilegustu vendingar í stjórnakreppu sem ég man eftir.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat og teiknaði dúllur á meðan stjórnarandstaðan hélt þrumuræður um meint vanhæfi hans á þingfundi í gær.vísir/VilhelmÖssur er reyndur stjórnmálamaður og hefur setið á þingi síðan 1991. Þá hefur hann verið orðaður við forsetaframboð.Hótun Sigmundar „Í fyrsta lagi er líklegt að Framsóknarflokkurinn komi mjög illa út úr kosningum við þessar aðstæður og hótun forsætisráðherrans felur í reynd í sér að stærstum hluta þingflokks hans verði rutt af þingi út á hinar eilífu veiðilendur. Flestir flokkar, þ.á.m. Sjálfstæðisflokkurinn er líklegri til að koma betur út úr kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn. Í öðru lagi er það krafa stjórnarandstöðunnar að þing verði rofið og nýjar kosningar boðaðar. Hótun forsætisráðherra um að beita sér fyrir kosningum færir því stjórnarandstöðunni sigur í núverandi þrætu á silfurbakka. Tillagan um vantraust virðist eiginlega búin að fella ríkisstjórnina áður en hún kemur á dagskrá þingsins. Ég man ekki eftir sérkennilegri vendingum í stjórnmálum.“ Þá telur hann ummæli varaþingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins ólíklegt framhald í málinu. „Draumar Guðlaugs Þórs sem ég rétt í þessu heyrði á Bylgjunni um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins við þessar aðstæður tel ég sjálfur útilokaða og óraunhæfa.“Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjö...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, April 5, 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11
Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46
Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00