Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2016 10:30 Lionel Messi kom fyrir rétt vegna meintra skattsvika árið 2013. Vísir/Getty Fram kom í Panama-skjölunum að knattspyrnustjarnan Lionel Messi hjá Barcelona á ásamt föður sínum aflandsfyrirtækið Mega Star Enterprises Inc. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem að nafn Messi tengist umræðum um skattaundanskot en faðir hans, Jorge, hefur verið til rannsóknar hjá skattayfirvöldum á Spáni síðan 2013. Messi eldri var grunaður um að hafa komið fyrir tekjum sonar síns af auglýsingasamningum undan sköttum á Spáni með því að koma peningnum fyrir í aflandsfyrirtækjum. Jorge Messi greiddi spænska skattinum fimm milljónir evra sjálfviljugur það sama ár en það var ekki nóg til að sleppa við ákæru. Lionel Messi bar við þekkingarleysi í málinu og féllst saksóknari á Spáni á það en dómari í málinu ákvað engu að síður að báðir feðgarnir myndu svara til saka vegna málsins. Sjá einnig: Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Lionel Messi og fjölskylda hans gaf út yfirlýsingu í gær þar sem því var neitað að þau hefðu haft rangt við í þessu máli og að aflandsfyrirtækið í Panama væri óvirkt og ekki með neinar eignir eða tekjur. Dagblaðið El Confidencial fullyrti að Messi-fjölskyldan hefði stofnað fyrirtækin til að koma tekjum sínum undan skatti en því hefur hún hafnað alfarið. Enn fremur hét hún því að lögsækja fjölmiðla sem kæmu fram með slíkar dylgjur. Messi er einn 20 knattspyrnumanna sem eru nefndir til sögunnar sem skjólstæðingar Mossack Fonseca en Messi er þekktastur af þeim. Réttarhöldin yfir Messi-feðgunum hefjast í næsta mánuði. Fótbolti Tengdar fréttir Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Besti fótboltamaður í heimi er í vandræðum vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum. 3. apríl 2016 22:03 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira
Fram kom í Panama-skjölunum að knattspyrnustjarnan Lionel Messi hjá Barcelona á ásamt föður sínum aflandsfyrirtækið Mega Star Enterprises Inc. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem að nafn Messi tengist umræðum um skattaundanskot en faðir hans, Jorge, hefur verið til rannsóknar hjá skattayfirvöldum á Spáni síðan 2013. Messi eldri var grunaður um að hafa komið fyrir tekjum sonar síns af auglýsingasamningum undan sköttum á Spáni með því að koma peningnum fyrir í aflandsfyrirtækjum. Jorge Messi greiddi spænska skattinum fimm milljónir evra sjálfviljugur það sama ár en það var ekki nóg til að sleppa við ákæru. Lionel Messi bar við þekkingarleysi í málinu og féllst saksóknari á Spáni á það en dómari í málinu ákvað engu að síður að báðir feðgarnir myndu svara til saka vegna málsins. Sjá einnig: Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Lionel Messi og fjölskylda hans gaf út yfirlýsingu í gær þar sem því var neitað að þau hefðu haft rangt við í þessu máli og að aflandsfyrirtækið í Panama væri óvirkt og ekki með neinar eignir eða tekjur. Dagblaðið El Confidencial fullyrti að Messi-fjölskyldan hefði stofnað fyrirtækin til að koma tekjum sínum undan skatti en því hefur hún hafnað alfarið. Enn fremur hét hún því að lögsækja fjölmiðla sem kæmu fram með slíkar dylgjur. Messi er einn 20 knattspyrnumanna sem eru nefndir til sögunnar sem skjólstæðingar Mossack Fonseca en Messi er þekktastur af þeim. Réttarhöldin yfir Messi-feðgunum hefjast í næsta mánuði.
Fótbolti Tengdar fréttir Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Besti fótboltamaður í heimi er í vandræðum vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum. 3. apríl 2016 22:03 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira
Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00
Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Besti fótboltamaður í heimi er í vandræðum vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum. 3. apríl 2016 22:03