Undrast skort á uppgjöri Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 06:00 Nokkuð var um frammíköll á þingfundi í gær, aðallega undir ræðum forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu þó ekki í pontu til að verja ráðherra ríkisstjórnarinnar. vísir/Stefán „Mér þætti gaman að sjá háttvirta þingmenn stjórnarmeirihlutans koma hingað upp og reyna að verja það sem fram hefur komið, reyna að verja það að á Íslandi og frammi fyrir heiminum öllum ætlum við að láta þetta viðgangast að Alþingi ætli að sitja hér áfram eins og ekkert sé, að ríkisstjórnin ætli að sitja áfram eins og ekkert sé. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir bara: Nananananana, komið með vantraust.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í eftirminnilegri ræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hafði þá lagt fram þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof. Eins og fram hefur komið fylgjast erlendir fjölmiðlar grannt með stöðu mála. Í gærkvöldi, þegar þetta er ritað, er flennistór mynd af forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á forsíðu CNN undir fyrirsögninni að krafan um afsögn ráðherrans sé hávær. Martin Zondag, blaðamaður frá norska ríkisfjölmiðlinum NRK, er staddur hér á landi til að fylgjast með framvindu stjórnmálanna næstu daga. „Það virðist þversögn að maðurinn sem hefur stýrt landinu undanfarin misseri hafi verið hluti af því hneyksli sem þið fóruð í gegnum árið 2008.“ Martin segist ekki vita hvernig staðan væri ef sams konar mál kæmi upp í Noregi. „Á síðustu árum höfum við ekki haft hneykslismál þar sem ráðherra hefur þurft að segja af sér. En ef við rýnum í stöðuna og þá staðreynd að forsætisráðherra gerði ekki beinlínis neitt ólöglegt, heldur frekar eitthvað siðlaust, þá held ég að sama staða væri uppi í Noregi.“Jean Babtiste Chastand blaðamaður Le MondeVirðist sem stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi Jean Babtiste Chastand frá franska dagblaðinu Le Monde segir að fyrst og fremst komi á óvart að Ísland hafi ekki í raun og veru gert upp sín mál eftir hrun. „Ég hélt að eftir kreppuna hefði Ísland gert allt sem hægt var að gera og sett bankamennina í fangelsi. En nú virðist sem Ísland sé enn með krökkt af vandamálum og stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi.“ Það var spenna á Alþingi í gær. Stjórnarandstaða beið fregna af þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram eftir morgni og margir bjuggust við því að forsætisráðherra myndi tilkynna um afsögn sína áður en þingfundur hæfist með það að markmiði að losna við baráttuna sem fram undan væri í þingsal. Þær væntingar urðu að engu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þegar hann sagðist afdráttarlaust ekki hafa velt fyrir sér afsögn. Í kjölfarið hættu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hríð að svara spurningum blaðamanna, og sögðust skyndilega allir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Á meðan stillti stjórnarandstaðan saman strengi sína og kom vel æfð til leiks í umræður um störf þingsins og fyrirspurnartíma Alþingis. Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu ekki í pontu, þeir Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylkingarinnar. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna steig í pontu, að Sigmundi Davíð undanskildum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
„Mér þætti gaman að sjá háttvirta þingmenn stjórnarmeirihlutans koma hingað upp og reyna að verja það sem fram hefur komið, reyna að verja það að á Íslandi og frammi fyrir heiminum öllum ætlum við að láta þetta viðgangast að Alþingi ætli að sitja hér áfram eins og ekkert sé, að ríkisstjórnin ætli að sitja áfram eins og ekkert sé. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir bara: Nananananana, komið með vantraust.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í eftirminnilegri ræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hafði þá lagt fram þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof. Eins og fram hefur komið fylgjast erlendir fjölmiðlar grannt með stöðu mála. Í gærkvöldi, þegar þetta er ritað, er flennistór mynd af forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á forsíðu CNN undir fyrirsögninni að krafan um afsögn ráðherrans sé hávær. Martin Zondag, blaðamaður frá norska ríkisfjölmiðlinum NRK, er staddur hér á landi til að fylgjast með framvindu stjórnmálanna næstu daga. „Það virðist þversögn að maðurinn sem hefur stýrt landinu undanfarin misseri hafi verið hluti af því hneyksli sem þið fóruð í gegnum árið 2008.“ Martin segist ekki vita hvernig staðan væri ef sams konar mál kæmi upp í Noregi. „Á síðustu árum höfum við ekki haft hneykslismál þar sem ráðherra hefur þurft að segja af sér. En ef við rýnum í stöðuna og þá staðreynd að forsætisráðherra gerði ekki beinlínis neitt ólöglegt, heldur frekar eitthvað siðlaust, þá held ég að sama staða væri uppi í Noregi.“Jean Babtiste Chastand blaðamaður Le MondeVirðist sem stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi Jean Babtiste Chastand frá franska dagblaðinu Le Monde segir að fyrst og fremst komi á óvart að Ísland hafi ekki í raun og veru gert upp sín mál eftir hrun. „Ég hélt að eftir kreppuna hefði Ísland gert allt sem hægt var að gera og sett bankamennina í fangelsi. En nú virðist sem Ísland sé enn með krökkt af vandamálum og stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi.“ Það var spenna á Alþingi í gær. Stjórnarandstaða beið fregna af þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram eftir morgni og margir bjuggust við því að forsætisráðherra myndi tilkynna um afsögn sína áður en þingfundur hæfist með það að markmiði að losna við baráttuna sem fram undan væri í þingsal. Þær væntingar urðu að engu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þegar hann sagðist afdráttarlaust ekki hafa velt fyrir sér afsögn. Í kjölfarið hættu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hríð að svara spurningum blaðamanna, og sögðust skyndilega allir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Á meðan stillti stjórnarandstaðan saman strengi sína og kom vel æfð til leiks í umræður um störf þingsins og fyrirspurnartíma Alþingis. Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu ekki í pontu, þeir Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylkingarinnar. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna steig í pontu, að Sigmundi Davíð undanskildum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira