Nýr skóli býður upp á sérnám í tónlist til stúdentprófs Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Illugi Gunnarsson Vísir/Anton Brink Ríkisstjórnin hefur að tillögu menntamálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Miðað er við að skólastarf hefjist í haust. „Það er framfaraskref fyrir tónlistarlífið að verði boðið upp á sérnám í tónlist sem leiða mun til stúdentsprófs“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúningi auglýsingar eftir aðilum til að setja á fót og reka slíkan skóla. Fyrirhugað er að gera samning um kennslu allt að 200 nemenda sem þreyta inntökupróf, óháð lögheimili þeirra. Inngöngu í skólann geta fengið nemendur annarra framhaldsskóla standist þeir inntökupróf. Málefni tónlistarskóla í Reykjavík voru talsvert í umræðunni í vetur vegna fjárhagserfiðleika. Í kjölfarið stefndu tónlistarskólarnir Reykjavíkurborg en niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur þann 15. nóvember síðastliðinn var að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að fella niður greiðslur til tónlistarskólanna þrátt fyrir að lagaleg ábyrgð borgarinnar á málefnum tónlistarskólanna væri skýr. „Það er ljóst að stofnun tónlistarskólans ætti að bæta þessa stöðu verulega. Ég tel tónlistarmenntun gríðarlega mikilvæga og fannst vont að sjá í hvað stefndi í málefnum tónlistarskólanna í borginni.” Hann segir ríkið muni áfram styðja við annað tónlistarnám á framhaldsstigi víðs vegar um landið. „Ég tel að með þessum aðgerðum náist fram góð lausn. Sveitarfélögin munu áfram bera ábyrgð á öðru tónlistarnámi á framhaldsstigi en því sem fer fram í hinum nýja tónlistarskóla og ríkið mun styðja við það starf með fjárframlögum samkvæmt samningi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur að tillögu menntamálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Miðað er við að skólastarf hefjist í haust. „Það er framfaraskref fyrir tónlistarlífið að verði boðið upp á sérnám í tónlist sem leiða mun til stúdentsprófs“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúningi auglýsingar eftir aðilum til að setja á fót og reka slíkan skóla. Fyrirhugað er að gera samning um kennslu allt að 200 nemenda sem þreyta inntökupróf, óháð lögheimili þeirra. Inngöngu í skólann geta fengið nemendur annarra framhaldsskóla standist þeir inntökupróf. Málefni tónlistarskóla í Reykjavík voru talsvert í umræðunni í vetur vegna fjárhagserfiðleika. Í kjölfarið stefndu tónlistarskólarnir Reykjavíkurborg en niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur þann 15. nóvember síðastliðinn var að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að fella niður greiðslur til tónlistarskólanna þrátt fyrir að lagaleg ábyrgð borgarinnar á málefnum tónlistarskólanna væri skýr. „Það er ljóst að stofnun tónlistarskólans ætti að bæta þessa stöðu verulega. Ég tel tónlistarmenntun gríðarlega mikilvæga og fannst vont að sjá í hvað stefndi í málefnum tónlistarskólanna í borginni.” Hann segir ríkið muni áfram styðja við annað tónlistarnám á framhaldsstigi víðs vegar um landið. „Ég tel að með þessum aðgerðum náist fram góð lausn. Sveitarfélögin munu áfram bera ábyrgð á öðru tónlistarnámi á framhaldsstigi en því sem fer fram í hinum nýja tónlistarskóla og ríkið mun styðja við það starf með fjárframlögum samkvæmt samningi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira