Nýr skóli býður upp á sérnám í tónlist til stúdentprófs Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Illugi Gunnarsson Vísir/Anton Brink Ríkisstjórnin hefur að tillögu menntamálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Miðað er við að skólastarf hefjist í haust. „Það er framfaraskref fyrir tónlistarlífið að verði boðið upp á sérnám í tónlist sem leiða mun til stúdentsprófs“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúningi auglýsingar eftir aðilum til að setja á fót og reka slíkan skóla. Fyrirhugað er að gera samning um kennslu allt að 200 nemenda sem þreyta inntökupróf, óháð lögheimili þeirra. Inngöngu í skólann geta fengið nemendur annarra framhaldsskóla standist þeir inntökupróf. Málefni tónlistarskóla í Reykjavík voru talsvert í umræðunni í vetur vegna fjárhagserfiðleika. Í kjölfarið stefndu tónlistarskólarnir Reykjavíkurborg en niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur þann 15. nóvember síðastliðinn var að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að fella niður greiðslur til tónlistarskólanna þrátt fyrir að lagaleg ábyrgð borgarinnar á málefnum tónlistarskólanna væri skýr. „Það er ljóst að stofnun tónlistarskólans ætti að bæta þessa stöðu verulega. Ég tel tónlistarmenntun gríðarlega mikilvæga og fannst vont að sjá í hvað stefndi í málefnum tónlistarskólanna í borginni.” Hann segir ríkið muni áfram styðja við annað tónlistarnám á framhaldsstigi víðs vegar um landið. „Ég tel að með þessum aðgerðum náist fram góð lausn. Sveitarfélögin munu áfram bera ábyrgð á öðru tónlistarnámi á framhaldsstigi en því sem fer fram í hinum nýja tónlistarskóla og ríkið mun styðja við það starf með fjárframlögum samkvæmt samningi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur að tillögu menntamálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Miðað er við að skólastarf hefjist í haust. „Það er framfaraskref fyrir tónlistarlífið að verði boðið upp á sérnám í tónlist sem leiða mun til stúdentsprófs“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúningi auglýsingar eftir aðilum til að setja á fót og reka slíkan skóla. Fyrirhugað er að gera samning um kennslu allt að 200 nemenda sem þreyta inntökupróf, óháð lögheimili þeirra. Inngöngu í skólann geta fengið nemendur annarra framhaldsskóla standist þeir inntökupróf. Málefni tónlistarskóla í Reykjavík voru talsvert í umræðunni í vetur vegna fjárhagserfiðleika. Í kjölfarið stefndu tónlistarskólarnir Reykjavíkurborg en niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur þann 15. nóvember síðastliðinn var að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að fella niður greiðslur til tónlistarskólanna þrátt fyrir að lagaleg ábyrgð borgarinnar á málefnum tónlistarskólanna væri skýr. „Það er ljóst að stofnun tónlistarskólans ætti að bæta þessa stöðu verulega. Ég tel tónlistarmenntun gríðarlega mikilvæga og fannst vont að sjá í hvað stefndi í málefnum tónlistarskólanna í borginni.” Hann segir ríkið muni áfram styðja við annað tónlistarnám á framhaldsstigi víðs vegar um landið. „Ég tel að með þessum aðgerðum náist fram góð lausn. Sveitarfélögin munu áfram bera ábyrgð á öðru tónlistarnámi á framhaldsstigi en því sem fer fram í hinum nýja tónlistarskóla og ríkið mun styðja við það starf með fjárframlögum samkvæmt samningi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira