Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2016 13:00 Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. Landsvirkjunarmenn telja þó allar líkur á því að nægileg orka finnist í tæka tíð. Þetta kom í frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum en þar var rætt við Einar Erlingsson, staðarverkfræðing Landsvirkjunar. Eins og nafnið bendir til eru Þeistareykir jarðhitasvæði og þar sem bóndabær var á nítjándu öld er nú leitarmannaskáli sem meðal annars nýtist ferðaþjónustu í hestaferðum. Tveim kílómetrum fjær er stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar að rísa. Ólíkt vatnsaflsvirkjun þá ríkir meiri óvissa um orkuöflun fyrir jarðgufuvirkjun. Á Þeistareykjum telja Landsvirkjunarmenn sig þegar hafa 58 megavött en þeir þurfa 90 megavött. Eftir rannsóknir undanfarna tvo áratugi telja þeir sig þó þekkja nokkuð vel jarðhitageymi Þeistareykja.Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er búið að vera að rannsaka svæðið í tæp tuttugu ár og fyrsta hola boruð hér árið 2002. Við erum með sjö holur sem gefa okkur 58 megavött í gufu,” segir Einar. Sú orka dugar í fyrri áfanga virkjunarinnar, upp á 45 megavött. Jarðboranir eru hins vegar með 25 starfsmenn og borana Óðinn og Sleipni til að finna það sem upp á vantar. „Verkefni ársins er að bora fjórar holur. Framkvæmdir hófust í byrjun maí og við erum að hefja forborun á holu númer tvö,” segir staðarverkfræðingurinn.Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og ef þessar fjórar holur duga ekki, þá hafa þeir nokkrar í viðbót upp á að hlaupa. „Og erum með verkefni að bora allt að átta holur fyrir annan áfanga virkjunarinnar til að koma okkur upp í þau 90 megavött sem við þurfum. Við teljum allar líkur á því að þær skili okkur því sem við væntum,” segir Einar Erlingsson.Sjö holur, sem gefa alls 58 megavöttt, hafa þegar verið boraðar á Þeistareykjum. Áformað er að bora allt að átta holur til viðbótar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. Landsvirkjunarmenn telja þó allar líkur á því að nægileg orka finnist í tæka tíð. Þetta kom í frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum en þar var rætt við Einar Erlingsson, staðarverkfræðing Landsvirkjunar. Eins og nafnið bendir til eru Þeistareykir jarðhitasvæði og þar sem bóndabær var á nítjándu öld er nú leitarmannaskáli sem meðal annars nýtist ferðaþjónustu í hestaferðum. Tveim kílómetrum fjær er stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar að rísa. Ólíkt vatnsaflsvirkjun þá ríkir meiri óvissa um orkuöflun fyrir jarðgufuvirkjun. Á Þeistareykjum telja Landsvirkjunarmenn sig þegar hafa 58 megavött en þeir þurfa 90 megavött. Eftir rannsóknir undanfarna tvo áratugi telja þeir sig þó þekkja nokkuð vel jarðhitageymi Þeistareykja.Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er búið að vera að rannsaka svæðið í tæp tuttugu ár og fyrsta hola boruð hér árið 2002. Við erum með sjö holur sem gefa okkur 58 megavött í gufu,” segir Einar. Sú orka dugar í fyrri áfanga virkjunarinnar, upp á 45 megavött. Jarðboranir eru hins vegar með 25 starfsmenn og borana Óðinn og Sleipni til að finna það sem upp á vantar. „Verkefni ársins er að bora fjórar holur. Framkvæmdir hófust í byrjun maí og við erum að hefja forborun á holu númer tvö,” segir staðarverkfræðingurinn.Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og ef þessar fjórar holur duga ekki, þá hafa þeir nokkrar í viðbót upp á að hlaupa. „Og erum með verkefni að bora allt að átta holur fyrir annan áfanga virkjunarinnar til að koma okkur upp í þau 90 megavött sem við þurfum. Við teljum allar líkur á því að þær skili okkur því sem við væntum,” segir Einar Erlingsson.Sjö holur, sem gefa alls 58 megavöttt, hafa þegar verið boraðar á Þeistareykjum. Áformað er að bora allt að átta holur til viðbótar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00