Erlent

Eldflaugaskot N-Kóreu mistókst

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sýnt hefur verið frá skotinu í s-kóreskum fjölmiðlum.
Sýnt hefur verið frá skotinu í s-kóreskum fjölmiðlum.
Norður-Kóreu reyndi í nótt að skjóta á loft eldflaug úr kafbáti undan ströndum Kóreuskaga. S-kóreski herinn segir að skotið hafi misheppnast.

Vel tókst að koma eldflauginni af stað en svo virðist sem að eitthvað hafi farið úrskeiðis er flaugin var komin á loft. Aðeins eru þrír mánuðir síðan sambærileg tilraun n-kóreska hersins mistókst.

Norður-Kóreu er óheimilt að gera tilraunir með slíkar flaugar og því hefur spennan á Kóreuskaga farið mjög vaxandi undanfarin misseri.

Í gær samþykktu yfirvöld í Bandaríkjunum og S-Kóreu að setja upp eldflaugavarnarkerfi til að sporna við ógninni sem stafar af Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×