Erlent

Samstarf ESB og NATO verði nánara

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Andrzej Duda, forsætisráðherra Póllands, ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf leiðtogafundarins í Varsjá í gær.
Andrzej Duda, forsætisráðherra Póllands, ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf leiðtogafundarins í Varsjá í gær. Visir/EPA
Ráðamenn Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins hafa ákveðið að styrkja hernaðarsamstarf þessara tveggja bandalaga.

Í sameiginlegri yfirlýsingu frá leiðtogafundi NATO í Póllandi segir að í ljósi áskorana, sem Evrópu- og Atlantshafsríki standi nú frammi fyrir vegna atburða í austri og suðri, þá krefjist íbúar aðildarríkjanna þess að brugðist verði við með því að tryggja öryggi þeirra.

„Jafnvel þótt öryggismál okkar, bæði inn á við og út á við, séu nátengd þá er stundum engu líkara en að ESB og NATO búi hvort á sinni plánetunni, í staðinn fyrir að vera með höfuðstöðvar sínar í sömu borginni,“ sagði Donald Tusk, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, eftir að hafa undirritað hina sameiginlegu yfirlýsingu með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO.

 

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×