Reyna að ná utan um fjölda hestaleiga Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2016 06:00 Matvælastofnun veit ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigur eru starfandi í landinu. Fréttablaðið/Stefán Matvælastofnun veit ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigur eru fyrir í landinu þrátt fyrir að eiga að sinna eftirliti með velferð hrossanna. Hestaleigum og aðilum sem bjóða upp á hestaferðir fyrir ferðamenn hefur fjölgað gríðarlega meðfram fjölgun ferðamanna. MAST vinnur nú að því að kortleggja stöðu hestatengdrar ferðamennsku og hefur haldið fundi með félagi hrossabænda og völdum ferðaþjónustuaðilum í geiranum til að ná utan um starfsemina hér á landi.Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MASTSigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir stofnunina vinna að þessu til að tryggja velferð íslenska hestsins. „Bæði er það í verkahring Matvælastofnunar samkvæmt nýjum lögum að sinna eftirliti með velferð hrossanna í þessum hestaleigum. Einnig erum við að brýna fyrir hestaleigum þörfina á því að kynna viðskiptavinum þeirra reglur um smitvarnir við bókanir ferða og ganga úr skugga um að ferðamenn fylgi þeim reglum við komuna til landsins,“ segir Sigríður. „Nú erum við að biðla til hestaleiga að skrá sig á vef stofnunarinnar svo hægt sé að halda utan um fjöldann. Þó við vitum ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigurnar eru í landinu erum við þó með nokkuð góða mynd af stöðunni.“Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta Fréttablaðið/GVASamkvæmt Ferðamálastofu eru 146 hestaleigur í landinu sem hafa sótt um og eru með rekstrarleyfi frá stofunni. Hefur þeim fjölgað gríðarlega í takt við fjölgun ferðamanna sem hingað koma til landsins. Hestaleigur sem slíkar hafa ekki með sér samtök né sameiginlegan málsvara en unnið er að því að búa til þau regnhlífarsamtök, greininni til hagsbóta. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta, segir fyrirtækið skrá ítarlega notkun á hverju hrossi til að tryggja velferð þeirra. „Við erum með um 120 hross og verðum að hafa yfirsýn yfir notkun og hreyfingu okkar hesta. Bæði hvað varðar að nýta hross sem og að ofbrúka þau ekki. Þannig skráum við hreyfingu hvers hross sem MAST getur svo skoðað og farið yfir,“ segir Skarphéðinn Berg. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
Matvælastofnun veit ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigur eru fyrir í landinu þrátt fyrir að eiga að sinna eftirliti með velferð hrossanna. Hestaleigum og aðilum sem bjóða upp á hestaferðir fyrir ferðamenn hefur fjölgað gríðarlega meðfram fjölgun ferðamanna. MAST vinnur nú að því að kortleggja stöðu hestatengdrar ferðamennsku og hefur haldið fundi með félagi hrossabænda og völdum ferðaþjónustuaðilum í geiranum til að ná utan um starfsemina hér á landi.Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MASTSigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir stofnunina vinna að þessu til að tryggja velferð íslenska hestsins. „Bæði er það í verkahring Matvælastofnunar samkvæmt nýjum lögum að sinna eftirliti með velferð hrossanna í þessum hestaleigum. Einnig erum við að brýna fyrir hestaleigum þörfina á því að kynna viðskiptavinum þeirra reglur um smitvarnir við bókanir ferða og ganga úr skugga um að ferðamenn fylgi þeim reglum við komuna til landsins,“ segir Sigríður. „Nú erum við að biðla til hestaleiga að skrá sig á vef stofnunarinnar svo hægt sé að halda utan um fjöldann. Þó við vitum ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigurnar eru í landinu erum við þó með nokkuð góða mynd af stöðunni.“Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta Fréttablaðið/GVASamkvæmt Ferðamálastofu eru 146 hestaleigur í landinu sem hafa sótt um og eru með rekstrarleyfi frá stofunni. Hefur þeim fjölgað gríðarlega í takt við fjölgun ferðamanna sem hingað koma til landsins. Hestaleigur sem slíkar hafa ekki með sér samtök né sameiginlegan málsvara en unnið er að því að búa til þau regnhlífarsamtök, greininni til hagsbóta. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta, segir fyrirtækið skrá ítarlega notkun á hverju hrossi til að tryggja velferð þeirra. „Við erum með um 120 hross og verðum að hafa yfirsýn yfir notkun og hreyfingu okkar hesta. Bæði hvað varðar að nýta hross sem og að ofbrúka þau ekki. Þannig skráum við hreyfingu hvers hross sem MAST getur svo skoðað og farið yfir,“ segir Skarphéðinn Berg.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira