Fyrstu íslensku jólin hjá Þóri og fjölskyldunni í átta ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. desember 2016 06:00 Þórir með dóttur sinni Maríu í jólasnjónum á Selfossi. Þetta eru fyrstu jólin þeirra á Íslandi síðan 2008. vísir/Ernir Þriggja manna fréttateymi 365 ber að dyrum á Birkivöllum á Selfossi að morgni Þorláksmessu. Til dyra kemur nýkrýndur Evrópumeistari sem er á síðustu tólf mánuðunum einnig búinn að fá bronsverðlaun á ÓL og annað gull á HM. Þetta er auðvitað Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, sem fagnaði sínu þriðja Evrópugulli með norsku stúlkunum fyrir sex dögum. Í heildina hefur hann unnið tíu gull með Noregi, fjögur sem aðstoðarþjálfari og nú sex sem aðalþjálfari þessa magnaða liðs. Þórir ver jólunum nú í fyrsta sinn á Íslandi í átta ár. Hann hefur vanalega ekki orku í að koma heim enda hefur hann eytt nánast hverjum einasta desembermánuði undanfarin 20 ár með norska liðinu. Hergeir Kristgeirsson, fyrrverandi lögreglumaður og faðir Þóris, er búinn að hella upp á kaffi og býður upp á rjóma ef menn vilja ekki svart. Engin undanrenna á þessu heiðarlega heimili.Þórir er búinn að starfa fyrir landsliðið í 20 ár.vísir/afpEkki hægt án konunnar „Ég hef ekki verið heima hjá mér í desember nema einu sinni síðan 1996 þegar ég kom fyrst inn í leikgreiningarteymið hjá síðasta þjálfara, Marit Breivik. Ég var heima í desember 2000 því þá var yngsta barnið mitt að fæðast. Annars hef ég ekki verið heima á aðventunni síðan 1995,“ segir Þórir. Þórir er giftur Kirsten Gaard og saman eiga þau þrjú börn; Maríu, landsliðskonu Noregs í fótbolta, og þau Sunnevu og Matthías, sem er yngstur. „Þau fjögur hafa öll stutt mig í þessu sem er mjög nauðsynlegt þegar maður er í þessu. Ekkert af því sem ég hef gert hefði verið mögulegt hefði Kirsten ekki staðið svona stöðug heima og haldið þessu uppi. Ég ferðast 150-200 daga á ári og þá þarf einhver að vera heima og stjórna á heimavelli. Það er algjörlega ómetanlegt hvernig þessi stuðningur hefur verið. Ef hann væri ekki fyrir hendi myndi ég finna mér eitthvað annað að gera,“ segir hann. Þórir missti móður sína á aðventunni en hún féll frá degi áður en Evrópumótið hófst. Hann er opinn og segir vel frá og bakkar aðeins, aðspurður um fráfall hennar og ákvörðunina um að klára mótið með norsku stelpunum. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvílast. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir.Þórir eyðir jólunum á Selfossi í fyrsta sinn í átta ár.vísir/ernirLifir í núinu Þórir fer varla á stórmót án þess að vinna það eða komast að minnsta kosti í undanúrslit. Sú er líka krafan þegar þú þjálfar norska kvennalandsliðið. Er þessi titill stærri en einhver annar? „Það er alltaf sá nýjasti sem er sá ferskasti og sá sem maður man best eftir og setur hæst,“ segir hann. „Þegar maður fer að skoða þetta aftur í tímann þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er svolítið mismunandi. Það eru mismunandi áskoranir í hvert skipti þannig að það er erfitt að raða þessu niður. Því er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti.“ Uppbyggingin á norska liðinu og vinnan í kringum það er alveg í takt við árangurinn og Selfyssingurinn nýtur sín í því umhverfi. „Það er góð hefð í kringum þetta lið. Þetta er lið sem er búið að vera að berjast á toppnum síðan um 1986. Ég er stoltur af þessu fólki. Það er mikil vinna lögð í þetta og mikill metnaður hjá félögunum sjálfum og handknattleikssambandinu. Þar eru há markmið og gerðar miklar kröfur. Þessi hópur og þessi metnaður höfðar til mín,“ segir Þórir.Þórir er ávallt líflegur á hliðarlínunni.vísir/gettyHver er galdurinn? Frá því stelpur koma fyrst inn í unglingalandsliðin í Noregi fimmtán ára gamlar eru línurnar lagðar og þeim gerð grein fyrir að samkeppnin er mikil. Ef einstaklingur ætlar sér alla leið verður sá hinn sami að hugsa vel um sinn feril. Þetta er eitt af því sem Þórir predikar í Noregi. „Við reynum að kenna þeim mikið þannig að þær geti sjálfar séð um að hafa yfirsýn yfir sín verkefni og þjálfun. Ég segi yfirleitt við unga leikmenn að þeir skuli aldrei setjast í farþegasætið á leið sinni að draumnum. Leikmenn skulu alltaf setjast í bílstjórasætið en svo getum við sem erum í kringum leikmanninn hjálpað til. Við getum lesið á kortið og leiðbeint viðkomandi á leiðinni en íþróttamaðurinn verður alltaf að taka ábyrgð á sinni leið og sínu vali. Hver verður með sjálfum sér lengst að fara, eins og sagt er,“ segir Þórir. Peningum er dælt í norska kvennaliðið enda er það flaggskip íþróttarinnar þar í landi. Árangur kostar ekki bara erfiði heldur krónur og þannig hjálpar framlag handknattleikssambandsins og norska Ólympíusambandsins að halda því á toppnum. „Við höfum til dæmis fengið íþróttasálfræðing frá sambandinu til að fylla verkfærakassann, eins og ég tala alltaf um, af hlutum sem nýtast við hinar ýmsu aðstæður. Þetta er góður kúltúr. Ég nota mikið meistaramódelið eins og þegar maður er bara að læra að smíða. Þar er húsasmíðameistari sem kennir sveini. Það sem ég geri er að láta eldri leikmenn hjálpa þeim yngri,“ segir Þórir.vísir/ernirNorðmenn of góðu vanir Auðvelt er fyrir stuðningsmenn að verða samdauna of miklum árangri. Þegar gullin hrannast inn tapa þau stundum verðmætum en hvernig er þetta í Noregi? Er enn þá gaman að vinna gull fyrir norska þjóð? „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig að þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma og eru fljótir að verða fúlir ef ekki gengur allt upp,“ segir Þórir og heldur áfram: „Þegar þú vinnur er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálfvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu.“ Þórir lætur það ekkert á sig fá heldur nýtir þetta til að hvetja sig áfram. „Þetta er svolítið af því sem togar í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn bóginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hangir allt saman. Ég læt þetta ekkert á mig fá. Ég hef alltaf gaman af því að ná fram nýjum úrslitum með nýjum leikmönnum.“Þórir segir framtíðina bjarta hjá norska landsliðinu.vísir/antonMikil áskorun Ein af þeim spurningum sem Þórir fær hvað oftast er: Hvað tekur næst við? Hann er búinn að vera svo lengi hjá norska liðinu að alltaf er búist við því að hann vilji taka næsta skref. Allir hafa sinn vitjunartíma en hann er ekki kominn hjá Þóri. „Ég sé áskorun í þessum nýja og unga hópi sem á fyrir sér 6-10 ár í landsliðinu. Það er áskorun að byggja þar lið sem getur haldið áfram að berjast á toppnum. Ég er með samning til ársins 2020 en síðan er þetta alltaf þannig að ef ég finn ekki nægilega mikinn áhuga hjá mér sjálfum og ég er ekki að gefa mig 100 prósent í þetta þá er kominn tími til að taka pokann og fara. Það yrði ekkert vandamál ef svo færi. Svo er önnur spurning um hvort leikmenn og sambandið vilji hafa mig. Boltinn er bara svona,“ segir Þórir Hergeirsson. Handbolti Tengdar fréttir Þórir: Þegar við vinnum er ég kóngur en ef ég tapa er ég hálfviti Þórir Hergeirsson segir Norðmenn of góðu vanir og kunna ekki alltaf að meta árangur kvennalandsliðsins sem hann gerði að Evrópumeisturum í þriðja sinn í desember. 23. desember 2016 19:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Þriggja manna fréttateymi 365 ber að dyrum á Birkivöllum á Selfossi að morgni Þorláksmessu. Til dyra kemur nýkrýndur Evrópumeistari sem er á síðustu tólf mánuðunum einnig búinn að fá bronsverðlaun á ÓL og annað gull á HM. Þetta er auðvitað Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, sem fagnaði sínu þriðja Evrópugulli með norsku stúlkunum fyrir sex dögum. Í heildina hefur hann unnið tíu gull með Noregi, fjögur sem aðstoðarþjálfari og nú sex sem aðalþjálfari þessa magnaða liðs. Þórir ver jólunum nú í fyrsta sinn á Íslandi í átta ár. Hann hefur vanalega ekki orku í að koma heim enda hefur hann eytt nánast hverjum einasta desembermánuði undanfarin 20 ár með norska liðinu. Hergeir Kristgeirsson, fyrrverandi lögreglumaður og faðir Þóris, er búinn að hella upp á kaffi og býður upp á rjóma ef menn vilja ekki svart. Engin undanrenna á þessu heiðarlega heimili.Þórir er búinn að starfa fyrir landsliðið í 20 ár.vísir/afpEkki hægt án konunnar „Ég hef ekki verið heima hjá mér í desember nema einu sinni síðan 1996 þegar ég kom fyrst inn í leikgreiningarteymið hjá síðasta þjálfara, Marit Breivik. Ég var heima í desember 2000 því þá var yngsta barnið mitt að fæðast. Annars hef ég ekki verið heima á aðventunni síðan 1995,“ segir Þórir. Þórir er giftur Kirsten Gaard og saman eiga þau þrjú börn; Maríu, landsliðskonu Noregs í fótbolta, og þau Sunnevu og Matthías, sem er yngstur. „Þau fjögur hafa öll stutt mig í þessu sem er mjög nauðsynlegt þegar maður er í þessu. Ekkert af því sem ég hef gert hefði verið mögulegt hefði Kirsten ekki staðið svona stöðug heima og haldið þessu uppi. Ég ferðast 150-200 daga á ári og þá þarf einhver að vera heima og stjórna á heimavelli. Það er algjörlega ómetanlegt hvernig þessi stuðningur hefur verið. Ef hann væri ekki fyrir hendi myndi ég finna mér eitthvað annað að gera,“ segir hann. Þórir missti móður sína á aðventunni en hún féll frá degi áður en Evrópumótið hófst. Hann er opinn og segir vel frá og bakkar aðeins, aðspurður um fráfall hennar og ákvörðunina um að klára mótið með norsku stelpunum. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvílast. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir.Þórir eyðir jólunum á Selfossi í fyrsta sinn í átta ár.vísir/ernirLifir í núinu Þórir fer varla á stórmót án þess að vinna það eða komast að minnsta kosti í undanúrslit. Sú er líka krafan þegar þú þjálfar norska kvennalandsliðið. Er þessi titill stærri en einhver annar? „Það er alltaf sá nýjasti sem er sá ferskasti og sá sem maður man best eftir og setur hæst,“ segir hann. „Þegar maður fer að skoða þetta aftur í tímann þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er svolítið mismunandi. Það eru mismunandi áskoranir í hvert skipti þannig að það er erfitt að raða þessu niður. Því er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti.“ Uppbyggingin á norska liðinu og vinnan í kringum það er alveg í takt við árangurinn og Selfyssingurinn nýtur sín í því umhverfi. „Það er góð hefð í kringum þetta lið. Þetta er lið sem er búið að vera að berjast á toppnum síðan um 1986. Ég er stoltur af þessu fólki. Það er mikil vinna lögð í þetta og mikill metnaður hjá félögunum sjálfum og handknattleikssambandinu. Þar eru há markmið og gerðar miklar kröfur. Þessi hópur og þessi metnaður höfðar til mín,“ segir Þórir.Þórir er ávallt líflegur á hliðarlínunni.vísir/gettyHver er galdurinn? Frá því stelpur koma fyrst inn í unglingalandsliðin í Noregi fimmtán ára gamlar eru línurnar lagðar og þeim gerð grein fyrir að samkeppnin er mikil. Ef einstaklingur ætlar sér alla leið verður sá hinn sami að hugsa vel um sinn feril. Þetta er eitt af því sem Þórir predikar í Noregi. „Við reynum að kenna þeim mikið þannig að þær geti sjálfar séð um að hafa yfirsýn yfir sín verkefni og þjálfun. Ég segi yfirleitt við unga leikmenn að þeir skuli aldrei setjast í farþegasætið á leið sinni að draumnum. Leikmenn skulu alltaf setjast í bílstjórasætið en svo getum við sem erum í kringum leikmanninn hjálpað til. Við getum lesið á kortið og leiðbeint viðkomandi á leiðinni en íþróttamaðurinn verður alltaf að taka ábyrgð á sinni leið og sínu vali. Hver verður með sjálfum sér lengst að fara, eins og sagt er,“ segir Þórir. Peningum er dælt í norska kvennaliðið enda er það flaggskip íþróttarinnar þar í landi. Árangur kostar ekki bara erfiði heldur krónur og þannig hjálpar framlag handknattleikssambandsins og norska Ólympíusambandsins að halda því á toppnum. „Við höfum til dæmis fengið íþróttasálfræðing frá sambandinu til að fylla verkfærakassann, eins og ég tala alltaf um, af hlutum sem nýtast við hinar ýmsu aðstæður. Þetta er góður kúltúr. Ég nota mikið meistaramódelið eins og þegar maður er bara að læra að smíða. Þar er húsasmíðameistari sem kennir sveini. Það sem ég geri er að láta eldri leikmenn hjálpa þeim yngri,“ segir Þórir.vísir/ernirNorðmenn of góðu vanir Auðvelt er fyrir stuðningsmenn að verða samdauna of miklum árangri. Þegar gullin hrannast inn tapa þau stundum verðmætum en hvernig er þetta í Noregi? Er enn þá gaman að vinna gull fyrir norska þjóð? „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig að þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma og eru fljótir að verða fúlir ef ekki gengur allt upp,“ segir Þórir og heldur áfram: „Þegar þú vinnur er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálfvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu.“ Þórir lætur það ekkert á sig fá heldur nýtir þetta til að hvetja sig áfram. „Þetta er svolítið af því sem togar í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn bóginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hangir allt saman. Ég læt þetta ekkert á mig fá. Ég hef alltaf gaman af því að ná fram nýjum úrslitum með nýjum leikmönnum.“Þórir segir framtíðina bjarta hjá norska landsliðinu.vísir/antonMikil áskorun Ein af þeim spurningum sem Þórir fær hvað oftast er: Hvað tekur næst við? Hann er búinn að vera svo lengi hjá norska liðinu að alltaf er búist við því að hann vilji taka næsta skref. Allir hafa sinn vitjunartíma en hann er ekki kominn hjá Þóri. „Ég sé áskorun í þessum nýja og unga hópi sem á fyrir sér 6-10 ár í landsliðinu. Það er áskorun að byggja þar lið sem getur haldið áfram að berjast á toppnum. Ég er með samning til ársins 2020 en síðan er þetta alltaf þannig að ef ég finn ekki nægilega mikinn áhuga hjá mér sjálfum og ég er ekki að gefa mig 100 prósent í þetta þá er kominn tími til að taka pokann og fara. Það yrði ekkert vandamál ef svo færi. Svo er önnur spurning um hvort leikmenn og sambandið vilji hafa mig. Boltinn er bara svona,“ segir Þórir Hergeirsson.
Handbolti Tengdar fréttir Þórir: Þegar við vinnum er ég kóngur en ef ég tapa er ég hálfviti Þórir Hergeirsson segir Norðmenn of góðu vanir og kunna ekki alltaf að meta árangur kvennalandsliðsins sem hann gerði að Evrópumeisturum í þriðja sinn í desember. 23. desember 2016 19:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Þórir: Þegar við vinnum er ég kóngur en ef ég tapa er ég hálfviti Þórir Hergeirsson segir Norðmenn of góðu vanir og kunna ekki alltaf að meta árangur kvennalandsliðsins sem hann gerði að Evrópumeisturum í þriðja sinn í desember. 23. desember 2016 19:00