Lítið breytt ríkisstjórn Andri Sigurðsson skrifar 8. apríl 2016 19:49 Fléttan sem ríkisstjórnin bauð okkur uppá í vikunni er hönnuð til að hámarka möguleika hennar sjálfrar til að halda völdum eins lengi og mögulegt er. Sigmundur Davíð sem var uppvís að fela sína peninga í skattaskjólum og reyna svo að ljúga sig frá því er enn á þingi, er enn formaður síns flokks og hefur því enn mikil völd. Bjarni Benediktsson, sem nú er einskonar leiðtogi þessarar klíku, hefur líka notast við skattaskjól. Saman hanga þeir á völdunum, valdanna vegna. Til þess eins að tryggja sína hagsmuni, hagsmuni flokksins og sérhagsmuni vina og kunningja. Bjarni Benediktsson hefur í „prinsippinu“ gerst sekur um sama glæp og Sigmundur Davíð, þar er aðeins stigs munur á ef einhver. Ef þeim væri ekki einfaldlega sama um almenning hefðu þeir gert það eina rétta og boðað strax til kosninga eða stigið til hliðar (raunverulega) og látið stjórn landsins í hendur einhverra annarra sem njóta áþreifanlegs trausts. Hvorugt gerðist. Uppá hvað bauð ríkistjórnin okkur svo? Annars vegar að forsætisráðherra „stígi til hliðar“ en sé enn í valdastöðu á þingi og sýni enga einustu iðrun. Hinsvegar óljóst og loðið orðalag um kosningar seinna á árinu án þess að tilgreina nákvæma dagsetningu. Svo tala háttsettir menn um að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á ríkistjórninni. Það stenst enga skoðun, enga. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft gerst sekir um orðaleiki og hafa því enga innistæðu hjá þjóðinni og geta ekki talað með þessum hætti. Nei, það hefur ekkert réttlæti náð fram að ganga. Engin siðbót. Það sem stendur eftir er áframhaldandi leikrit hannað til að sefa reiði fólks. Þetta er ekki það siðferði sem almenningur kallar eftir heldur þveröfugt. Í stað þess að sýna iðrun halda leiðtogar okkar áfram að ljúga og blekkja. Ekkert hefur í raun breyst síðan á mánudag þegar allt að þrjátíu þúsund manns mættu á Austurvöll, ekki neitt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Fléttan sem ríkisstjórnin bauð okkur uppá í vikunni er hönnuð til að hámarka möguleika hennar sjálfrar til að halda völdum eins lengi og mögulegt er. Sigmundur Davíð sem var uppvís að fela sína peninga í skattaskjólum og reyna svo að ljúga sig frá því er enn á þingi, er enn formaður síns flokks og hefur því enn mikil völd. Bjarni Benediktsson, sem nú er einskonar leiðtogi þessarar klíku, hefur líka notast við skattaskjól. Saman hanga þeir á völdunum, valdanna vegna. Til þess eins að tryggja sína hagsmuni, hagsmuni flokksins og sérhagsmuni vina og kunningja. Bjarni Benediktsson hefur í „prinsippinu“ gerst sekur um sama glæp og Sigmundur Davíð, þar er aðeins stigs munur á ef einhver. Ef þeim væri ekki einfaldlega sama um almenning hefðu þeir gert það eina rétta og boðað strax til kosninga eða stigið til hliðar (raunverulega) og látið stjórn landsins í hendur einhverra annarra sem njóta áþreifanlegs trausts. Hvorugt gerðist. Uppá hvað bauð ríkistjórnin okkur svo? Annars vegar að forsætisráðherra „stígi til hliðar“ en sé enn í valdastöðu á þingi og sýni enga einustu iðrun. Hinsvegar óljóst og loðið orðalag um kosningar seinna á árinu án þess að tilgreina nákvæma dagsetningu. Svo tala háttsettir menn um að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á ríkistjórninni. Það stenst enga skoðun, enga. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft gerst sekir um orðaleiki og hafa því enga innistæðu hjá þjóðinni og geta ekki talað með þessum hætti. Nei, það hefur ekkert réttlæti náð fram að ganga. Engin siðbót. Það sem stendur eftir er áframhaldandi leikrit hannað til að sefa reiði fólks. Þetta er ekki það siðferði sem almenningur kallar eftir heldur þveröfugt. Í stað þess að sýna iðrun halda leiðtogar okkar áfram að ljúga og blekkja. Ekkert hefur í raun breyst síðan á mánudag þegar allt að þrjátíu þúsund manns mættu á Austurvöll, ekki neitt!
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun