Niðurrif kært til lögreglu Ásgeir Erlendsson skrifar 8. apríl 2016 19:00 Það kom eftirlitsaðilum algerlega í opna skjöldu að verktakar skyldu í leyfisleysi rífa friðað hús við Tryggvagötu í Reykjavík. Minjastofnun Íslands hyggst kæra verktakana til lögreglu en eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. Húsið við Tryggvagötu var friðað en það var byggt árið 1904. Undanfarinn áratug hafa farið fram umræður um deiluskipulag á reitnum og árið 2007 setti húsafriðunarnefnd skilyrði að húsið yrði varðveitt á staðnum. Heimild var veitt til að hækka sökkul þess um eina hæð. Minjastofnun gerði í desember síðastliðnum ekki athugasemdir við að húsinu yrði lyft upp eins og teikningar á reitnum gerðu ráð fyrir. Málið tók óvænta stefnu í vikunni þegar húsið var jafnað við jörðu. Vinnuvél reif húsið niður á skömmum tíma. Minjastofnun barst ekki beiðni um niðurrif hússins og stofnunin vill meina að um brot á lögum um menningarminjar sé að ræða og mun kæra atvikið til lögreglu. „Við hörmum auðvitað hvert skipti sem gamalt hús hverfur. Sér í lagi þegar það hverfur í óleyfi eins og er um að ræða hér en það er skýrt lögbrot,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun. Eyðilegging húsa sem eru friðuð getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum skv 177. gr almennra hegningarlaga svo lengi sem brotið er kært til lögreglu. „Allir stóðu í þeirri trú stóðu í þeirri trú að hér væri verið að vinna að því að endurgera þetta hús á sem bestan hátt,“ segir Guðný. „Það hefur bæði Minjastofnun og Húsafriðunarnefnd áður áréttað mörgum sinnum að húsið hafi mikið gildi og það beri að varðveita á sínum stað. Þetta er ekkert sem menn hafi ekki átt að vita.“ Mannverk hefur annast framkvæmdina á Tryggvagötureitnum en ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins við vinnslu fréttarinnar í dag.Í frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld sagði að Minjavernd hyggðist kæra verktakana en hið rétta er að Minjastofnun Íslands hyggst gera það. Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Það kom eftirlitsaðilum algerlega í opna skjöldu að verktakar skyldu í leyfisleysi rífa friðað hús við Tryggvagötu í Reykjavík. Minjastofnun Íslands hyggst kæra verktakana til lögreglu en eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. Húsið við Tryggvagötu var friðað en það var byggt árið 1904. Undanfarinn áratug hafa farið fram umræður um deiluskipulag á reitnum og árið 2007 setti húsafriðunarnefnd skilyrði að húsið yrði varðveitt á staðnum. Heimild var veitt til að hækka sökkul þess um eina hæð. Minjastofnun gerði í desember síðastliðnum ekki athugasemdir við að húsinu yrði lyft upp eins og teikningar á reitnum gerðu ráð fyrir. Málið tók óvænta stefnu í vikunni þegar húsið var jafnað við jörðu. Vinnuvél reif húsið niður á skömmum tíma. Minjastofnun barst ekki beiðni um niðurrif hússins og stofnunin vill meina að um brot á lögum um menningarminjar sé að ræða og mun kæra atvikið til lögreglu. „Við hörmum auðvitað hvert skipti sem gamalt hús hverfur. Sér í lagi þegar það hverfur í óleyfi eins og er um að ræða hér en það er skýrt lögbrot,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun. Eyðilegging húsa sem eru friðuð getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum skv 177. gr almennra hegningarlaga svo lengi sem brotið er kært til lögreglu. „Allir stóðu í þeirri trú stóðu í þeirri trú að hér væri verið að vinna að því að endurgera þetta hús á sem bestan hátt,“ segir Guðný. „Það hefur bæði Minjastofnun og Húsafriðunarnefnd áður áréttað mörgum sinnum að húsið hafi mikið gildi og það beri að varðveita á sínum stað. Þetta er ekkert sem menn hafi ekki átt að vita.“ Mannverk hefur annast framkvæmdina á Tryggvagötureitnum en ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins við vinnslu fréttarinnar í dag.Í frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld sagði að Minjavernd hyggðist kæra verktakana en hið rétta er að Minjastofnun Íslands hyggst gera það.
Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02