Skattstjóri krefst þess að fá Panama-skjölin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 07:00 Skattayfirvöld telja að skjölin sem lekið var frá Mossack Fonseca séu ítarlegri en þau sem keypt voru í fyrra og vilja því komast yfir þau í eftirlitsskyni. Mynd/afp vísir/afp Ríkisskattstjóri hefur krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]. Ríkisskattstjóri sendi bréf til Reykjavik Media þessa efnis, sem hefur frest til að taka afstöðu til kröfunnar. Ríkisskattstjóri vill ekki gefa upp hvenær sá frestur rennur út. „Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.Jóhannes Kr. Kristjánsson Fréttablaðið/ErnirReykjavik Media hefur ekki afhent gögnin og virðist það ekki standa til á næstunni. „Reykjavik Media hefur ekkert forræði yfir gögnunum. Það hafa Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ),“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. „Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ Frekari svör fengust ekki frá ritstjóranum. Í lagaheimildinni sem ríkisskattstjóri vísar í segir að verði ágreiningur um skyldu aðila geti ríkisskattstjóri leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni megi vísa málinu til rannsóknar lögreglu. Skúli Eggert segir að ef Reykjavik Media afhendi ekki gögnin verði tekið á því þegar þar að komi. „Við skulum bara sjá til. Þeir verða að fá að svara fyrst.“ Embættið vill fá gögnin til að sinna eftirlitsskyldu. „Til að ganga úr skugga um hvort það kunni að vera einhver efni til að kanna skattskilin frekar,“ segir Skúli en gefur engin frekari svör um hvort grunur um lögbrot sé að ræða. „Þetta er í eftirlitsskyni.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og Panama-skjölin, en að þau síðarnefndu innihaldi að einhverju leyti ríkari gögn og fleiri félög. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]. Ríkisskattstjóri sendi bréf til Reykjavik Media þessa efnis, sem hefur frest til að taka afstöðu til kröfunnar. Ríkisskattstjóri vill ekki gefa upp hvenær sá frestur rennur út. „Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.Jóhannes Kr. Kristjánsson Fréttablaðið/ErnirReykjavik Media hefur ekki afhent gögnin og virðist það ekki standa til á næstunni. „Reykjavik Media hefur ekkert forræði yfir gögnunum. Það hafa Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ),“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. „Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ Frekari svör fengust ekki frá ritstjóranum. Í lagaheimildinni sem ríkisskattstjóri vísar í segir að verði ágreiningur um skyldu aðila geti ríkisskattstjóri leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni megi vísa málinu til rannsóknar lögreglu. Skúli Eggert segir að ef Reykjavik Media afhendi ekki gögnin verði tekið á því þegar þar að komi. „Við skulum bara sjá til. Þeir verða að fá að svara fyrst.“ Embættið vill fá gögnin til að sinna eftirlitsskyldu. „Til að ganga úr skugga um hvort það kunni að vera einhver efni til að kanna skattskilin frekar,“ segir Skúli en gefur engin frekari svör um hvort grunur um lögbrot sé að ræða. „Þetta er í eftirlitsskyni.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og Panama-skjölin, en að þau síðarnefndu innihaldi að einhverju leyti ríkari gögn og fleiri félög.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira