Skattstjóri krefst þess að fá Panama-skjölin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 07:00 Skattayfirvöld telja að skjölin sem lekið var frá Mossack Fonseca séu ítarlegri en þau sem keypt voru í fyrra og vilja því komast yfir þau í eftirlitsskyni. Mynd/afp vísir/afp Ríkisskattstjóri hefur krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]. Ríkisskattstjóri sendi bréf til Reykjavik Media þessa efnis, sem hefur frest til að taka afstöðu til kröfunnar. Ríkisskattstjóri vill ekki gefa upp hvenær sá frestur rennur út. „Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.Jóhannes Kr. Kristjánsson Fréttablaðið/ErnirReykjavik Media hefur ekki afhent gögnin og virðist það ekki standa til á næstunni. „Reykjavik Media hefur ekkert forræði yfir gögnunum. Það hafa Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ),“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. „Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ Frekari svör fengust ekki frá ritstjóranum. Í lagaheimildinni sem ríkisskattstjóri vísar í segir að verði ágreiningur um skyldu aðila geti ríkisskattstjóri leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni megi vísa málinu til rannsóknar lögreglu. Skúli Eggert segir að ef Reykjavik Media afhendi ekki gögnin verði tekið á því þegar þar að komi. „Við skulum bara sjá til. Þeir verða að fá að svara fyrst.“ Embættið vill fá gögnin til að sinna eftirlitsskyldu. „Til að ganga úr skugga um hvort það kunni að vera einhver efni til að kanna skattskilin frekar,“ segir Skúli en gefur engin frekari svör um hvort grunur um lögbrot sé að ræða. „Þetta er í eftirlitsskyni.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og Panama-skjölin, en að þau síðarnefndu innihaldi að einhverju leyti ríkari gögn og fleiri félög. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]. Ríkisskattstjóri sendi bréf til Reykjavik Media þessa efnis, sem hefur frest til að taka afstöðu til kröfunnar. Ríkisskattstjóri vill ekki gefa upp hvenær sá frestur rennur út. „Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.Jóhannes Kr. Kristjánsson Fréttablaðið/ErnirReykjavik Media hefur ekki afhent gögnin og virðist það ekki standa til á næstunni. „Reykjavik Media hefur ekkert forræði yfir gögnunum. Það hafa Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ),“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. „Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ Frekari svör fengust ekki frá ritstjóranum. Í lagaheimildinni sem ríkisskattstjóri vísar í segir að verði ágreiningur um skyldu aðila geti ríkisskattstjóri leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni megi vísa málinu til rannsóknar lögreglu. Skúli Eggert segir að ef Reykjavik Media afhendi ekki gögnin verði tekið á því þegar þar að komi. „Við skulum bara sjá til. Þeir verða að fá að svara fyrst.“ Embættið vill fá gögnin til að sinna eftirlitsskyldu. „Til að ganga úr skugga um hvort það kunni að vera einhver efni til að kanna skattskilin frekar,“ segir Skúli en gefur engin frekari svör um hvort grunur um lögbrot sé að ræða. „Þetta er í eftirlitsskyni.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og Panama-skjölin, en að þau síðarnefndu innihaldi að einhverju leyti ríkari gögn og fleiri félög.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira