Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 93-76 | Öruggur sigur á þunnskipuðum Hólmurum Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. janúar 2016 21:30 Friðrik messar hér yfir sínum mönnum. Mynd/Vísir Njarðvík vann öruggan 93-73 sigur á þunnskipuðum Hólmurum í Ljónagryfjunni í kvöld en leikmenn Snæfells urðu einfaldlega bensínlausir eftir því sem leið á leikinn eftir frábæra byrjun. Snæfell náði góðu forskoti í fyrsta leikhluta en gestirnir voru aðeins með níu leikmenn á skýrslu í dag og nýtti Njarðvík allan leikmannahópinn og tók stigin tvö í dag. Njarðvíkingar komu inn í leik kvöldsins eftir tvo tapleiki í röð en liðið varð á dögunum fyrsta liðið sem tapaði leik gegn Hetti. Á sama tíma vann Snæfell mikilvægan sigur á Haukum á heimavelli. Það vakti athygli að Snæfell tefldi aðeins fram níu leikmönnum á leikskýrslu í dag en Hólmarar sakna ýmissa leikmanna vegna meiðsla. Átti það eftir að hafa áhrif á spilamennsku liðsins sem versnaði eftir því sem leið á leikinn. Sigurinn gegn Haukum virtist hafa fyllt leikmenn Snæfells sjálfstrausti því þeir komu einfaldlega sjóðheitir út á parketið í fyrsta leikhluta. Náðu þeir þegar mest var fjórtán stiga forskoti í fyrsta leikhluta í stöðunni 23-9 en svo virtist sem að leikmenn liðsins gætu einfaldlega ekki klúðrað. Var sama hvort um væri að ræða þriggja stiga skot eða hvað annað, öll skotin rötuðu ofan í hjá gestunum. Njarðvíkingar virtust einfaldlega vera hálf-rotaðir á upphafsmínútum leiksins en þeir náðu að vinna sig aftur inn í leikinn eftir því sem leið á leikhlutann. Tókst þeim að minnka muninn niður í þrjú stig fyrir lok leikhlutans í stöðunni 26-29. Þunnskipaður leikmannahópur Snæfells kom betur í ljós í öðrum leikhluta. Njarðvíkingar hertu skrúfurnar í vörninni og náðu forskotinu en Snæfell var aldrei langt undan. Tóku heimamenn fimm stiga forskot inn í hálfleikinn en á þeim tímapunkti var ekki enn komið stig frá varamannabekk Snæfells á móti 22 stigi frá varamönnum Njarðvíkur. Varnarleikur Njarðvíkur varð öflugari eftir því sem leið á leikinn og gengu þeir langt með að klára leikinn í þriðja leikhluta. Náði Njarðvík þegar mest var sautján stiga forskoti en Snæfell kom aðeins tíu stigum á blað í þriðja leikhluta. Lokamínútur leiksins voru einungis formsatriði fyrir Njarðvík sem náði 20 stiga forskoti snemma í fjórða leikhluta og gat Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari liðsins, hvílt lykilleikmenn liðsins fyrir átökin sem eru framundan. Lauk leiknum með 93-73 sigri Njarðvíkur sem skaust upp að hlið Stjörnunnar í 4. sæti Dominos-deildarinnar en umferðin klárast annað kvöld með þremur leikjum. Maciej Baginski var atkvæðamestur í liði heimamanna með 24 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við öðrum 18 ásamt því að taka sjö fráköst. Í liði gestanna var það Austin Bracey sem var stigahæstur með 23 stig en Sherrod Wright bætti við 21 stigum ásamt því að taka átta fráköst. Friðrik Ingi: Varnarleikurinn var afleitur í upphafi leiks„Mér leist nú ekki alveg á hvernig þetta byrjaði. Þeir voru að hitta mjög vel og við vorum ekki í nægilega góðum takti. Varnarleikurinn var afleitur og sóknarleikurinn ekki nægilega góður,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, hreinskilinn aðspurður út í hvað fór í gegn um huga hans í upphafi leiks í kvöld. „Menn duttu í það að ætla að bæta upp fyrir þetta undir eins. Ef þeir settu þriggja stiga körfu ætluðum við að setja tvær í einu en þegar við náðum betra jafnvægi þá vissi ég að spilamennskan myndi batna.“ Njarðvík lék vel á lokamínútum fyrsta leikhluta en það setti tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Það var nauðsynlegt fyrir okkur til þess að fá smá tilfinningu fyrir leiknum. Við vissum að við gætum gert betur og ég er sérstaklega ánægður með varnarleikinn í öðrum og þriðja leikhluta.“ Friðrik var ánægður að geta dreift álaginu vel í leiknum en allir leikmenn liðsins fengu mínútur í dag. „Við vorum sterkari þegar það fór að líða á leikinn og það hjálpaði okkur að leikurinn var 40. mínútur eftir slaka byrjun. Ég gat dreift álaginu og vel og nokkuð jafnt,“ sagði Friðrik sem var ánægður með viðbrögðin eftir tap gegn Hetti og KR. „Það var mikilvægt að ná fyrsta sigri ársins. Við höfum verið að spila vel en við áttum fyllilega skilið að tapa leiknum á Egilsstöðum gegn góðu liði.“ Friðrik sagði að liðið væri að vinna að því að fá bandarískan leikmann til liðsins eftir að Michael Craig var hafnað um landvistarleyfi. „Þetta er í vinnslu og ég á von á því að nýr maður komi inn á næstu dögum. Þetta mál er búið að hafa áhrif á það sem við erum að reyna að gera rétt eins og þegar Bonneau meiddist í haust,“ sagði Friðrik sem vildi ekkert gefa upp hvort þeir væru að leitast eftir miðherja. „Það kemur í ljós,“ sagði Friðrik að lokum. Ingi: Pólska undrið kemur inn af bekknum og klárar þetta„Við byrjuðum leikinn mjög vel og vorum skrefinu á undan en við féllum of langt aftur þegar þeir fóru að narta í hælana á okkur. Svo kom pólska undrið inn af bekknum og kláraði þetta. Hann er maður kvöldsins,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, aðspurður út í frammistöðu kvöldsins. Snæfell byrjaði leikinn af krafti og náði 14 stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Njarðvíkingar voru fljótir að svara því og slepptu forskotinu aldrei eftir að hafa náð því í öðrum leikhluta. „Við trúum á sjálfa okkur og við munum alltaf gera það. Boltinn fékk að flæða vel en við hættum því og fórum að bakka of mikið þegar þeir gerðu atlögu að forskotinu. Við töpuðum níu boltum í öðrum leikhluta og þar klúðraðist leikurinn fannst mér.“ Ingi vildi ekki kenna stærð leikmannahópsins um tapið en Snæfell lék lengst af á aðeins átta leikmönnum. „Ég get ekki kennt tapinu um það. Við erum yfirleitt að spila á 9-10 mönnum en við söknuðum Þorbergs og Pálma í dag úr leiknum gegn Haukum. Pálmi er farinn til Georgs Bjarnfreðarsonar í Svíþjóð og Þorbergur gat ekki tekið þátt í dag. Svona er hópurinn okkar og við munum notast við hann áfram.“ Ingi sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Við vorum að klúðra hlutum sem mér fannst einfalt að laga. Við lentum eftir á og þeir komust á bragðið. Njarðvík er með hæfileikaríka stráka sem nýttu sér það að við vorum að gefa of góð færi á okkur undir körfunni.“ „Þeir mættu bara mun betur stemmdir í þennan leik en við og það má eiginlega ekki gerast,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, í samtali eftir leikinn. „Hægt og rólega tókst okkur að bæta leik okkar og ná betra taki á leiknum. Ég held að þeir séu að skora jafn mikið í 2. og 3. leikhluta samanlagt og þeir settu í fyrsta leikhluta.“ Haukur hrósaði Snæfells-liðinu fyrir baráttuna í dag. „Við vitum að þeir geta skotið og spilað vel og við þurftum að halda áfram. Við vissum að þeir væru með fáa leikmenn og að við gætum reynt að hlaupa meira og notast við skiptingar. Þeir voru skiljanlega orðnir þreyttir eftir því sem leið á leikinn.“ Haukur sagði sigurinn vera hárrétt viðbrögð eftir tvo tapleiki í röð. „Það er frábært að vinna þennan leik og vera komnir aftur á sigurbraut. Við þurftum að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð og við náðum því sem við stefnum að. Spilamennskan í dag var fín upp á framhaldið að gera ef litið er framhjá fyrsta leikhluta,“ sagði Haukur léttur. Haukur Helgi: Þurftum á þessum sigri að halda„Þeir mættu bara mun betur stemmdir í þennan leik en við og það má eiginlega ekki gerast,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, í samtali eftir leikinn. „Hægt og rólega tókst okkur að bæta leik okkar og ná betra taki á leiknum. Ég held að þeir séu að skora jafn mikið í 2. og 3. leikhluta samanlagt og þeir settu í fyrsta leikhluta.“ Haukur hrósaði Snæfells-liðinu fyrir baráttuna í dag. „Við vitum að þeir geta skotið og spilað vel og við þurftum að halda áfram. Við vissum að þeir væru með fáa leikmenn og að við gætum reynt að hlaupa meira og notast við skiptingar. Þeir voru skiljanlega orðnir þreyttir eftir því sem leið á leikinn.“ Haukur sagði sigurinn vera hárrétt viðbrögð eftir tvo tapleiki í röð. „Það er frábært að vinna þennan leik og vera komnir aftur á sigurbraut. Við þurftum að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð og við náðum því sem við stefnum að. Spilamennskan í dag var fín upp á framhaldið að gera ef litið er framhjá fyrsta leikhluta,“ sagði Haukur léttur.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Njarðvík vann öruggan 93-73 sigur á þunnskipuðum Hólmurum í Ljónagryfjunni í kvöld en leikmenn Snæfells urðu einfaldlega bensínlausir eftir því sem leið á leikinn eftir frábæra byrjun. Snæfell náði góðu forskoti í fyrsta leikhluta en gestirnir voru aðeins með níu leikmenn á skýrslu í dag og nýtti Njarðvík allan leikmannahópinn og tók stigin tvö í dag. Njarðvíkingar komu inn í leik kvöldsins eftir tvo tapleiki í röð en liðið varð á dögunum fyrsta liðið sem tapaði leik gegn Hetti. Á sama tíma vann Snæfell mikilvægan sigur á Haukum á heimavelli. Það vakti athygli að Snæfell tefldi aðeins fram níu leikmönnum á leikskýrslu í dag en Hólmarar sakna ýmissa leikmanna vegna meiðsla. Átti það eftir að hafa áhrif á spilamennsku liðsins sem versnaði eftir því sem leið á leikinn. Sigurinn gegn Haukum virtist hafa fyllt leikmenn Snæfells sjálfstrausti því þeir komu einfaldlega sjóðheitir út á parketið í fyrsta leikhluta. Náðu þeir þegar mest var fjórtán stiga forskoti í fyrsta leikhluta í stöðunni 23-9 en svo virtist sem að leikmenn liðsins gætu einfaldlega ekki klúðrað. Var sama hvort um væri að ræða þriggja stiga skot eða hvað annað, öll skotin rötuðu ofan í hjá gestunum. Njarðvíkingar virtust einfaldlega vera hálf-rotaðir á upphafsmínútum leiksins en þeir náðu að vinna sig aftur inn í leikinn eftir því sem leið á leikhlutann. Tókst þeim að minnka muninn niður í þrjú stig fyrir lok leikhlutans í stöðunni 26-29. Þunnskipaður leikmannahópur Snæfells kom betur í ljós í öðrum leikhluta. Njarðvíkingar hertu skrúfurnar í vörninni og náðu forskotinu en Snæfell var aldrei langt undan. Tóku heimamenn fimm stiga forskot inn í hálfleikinn en á þeim tímapunkti var ekki enn komið stig frá varamannabekk Snæfells á móti 22 stigi frá varamönnum Njarðvíkur. Varnarleikur Njarðvíkur varð öflugari eftir því sem leið á leikinn og gengu þeir langt með að klára leikinn í þriðja leikhluta. Náði Njarðvík þegar mest var sautján stiga forskoti en Snæfell kom aðeins tíu stigum á blað í þriðja leikhluta. Lokamínútur leiksins voru einungis formsatriði fyrir Njarðvík sem náði 20 stiga forskoti snemma í fjórða leikhluta og gat Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari liðsins, hvílt lykilleikmenn liðsins fyrir átökin sem eru framundan. Lauk leiknum með 93-73 sigri Njarðvíkur sem skaust upp að hlið Stjörnunnar í 4. sæti Dominos-deildarinnar en umferðin klárast annað kvöld með þremur leikjum. Maciej Baginski var atkvæðamestur í liði heimamanna með 24 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við öðrum 18 ásamt því að taka sjö fráköst. Í liði gestanna var það Austin Bracey sem var stigahæstur með 23 stig en Sherrod Wright bætti við 21 stigum ásamt því að taka átta fráköst. Friðrik Ingi: Varnarleikurinn var afleitur í upphafi leiks„Mér leist nú ekki alveg á hvernig þetta byrjaði. Þeir voru að hitta mjög vel og við vorum ekki í nægilega góðum takti. Varnarleikurinn var afleitur og sóknarleikurinn ekki nægilega góður,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, hreinskilinn aðspurður út í hvað fór í gegn um huga hans í upphafi leiks í kvöld. „Menn duttu í það að ætla að bæta upp fyrir þetta undir eins. Ef þeir settu þriggja stiga körfu ætluðum við að setja tvær í einu en þegar við náðum betra jafnvægi þá vissi ég að spilamennskan myndi batna.“ Njarðvík lék vel á lokamínútum fyrsta leikhluta en það setti tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Það var nauðsynlegt fyrir okkur til þess að fá smá tilfinningu fyrir leiknum. Við vissum að við gætum gert betur og ég er sérstaklega ánægður með varnarleikinn í öðrum og þriðja leikhluta.“ Friðrik var ánægður að geta dreift álaginu vel í leiknum en allir leikmenn liðsins fengu mínútur í dag. „Við vorum sterkari þegar það fór að líða á leikinn og það hjálpaði okkur að leikurinn var 40. mínútur eftir slaka byrjun. Ég gat dreift álaginu og vel og nokkuð jafnt,“ sagði Friðrik sem var ánægður með viðbrögðin eftir tap gegn Hetti og KR. „Það var mikilvægt að ná fyrsta sigri ársins. Við höfum verið að spila vel en við áttum fyllilega skilið að tapa leiknum á Egilsstöðum gegn góðu liði.“ Friðrik sagði að liðið væri að vinna að því að fá bandarískan leikmann til liðsins eftir að Michael Craig var hafnað um landvistarleyfi. „Þetta er í vinnslu og ég á von á því að nýr maður komi inn á næstu dögum. Þetta mál er búið að hafa áhrif á það sem við erum að reyna að gera rétt eins og þegar Bonneau meiddist í haust,“ sagði Friðrik sem vildi ekkert gefa upp hvort þeir væru að leitast eftir miðherja. „Það kemur í ljós,“ sagði Friðrik að lokum. Ingi: Pólska undrið kemur inn af bekknum og klárar þetta„Við byrjuðum leikinn mjög vel og vorum skrefinu á undan en við féllum of langt aftur þegar þeir fóru að narta í hælana á okkur. Svo kom pólska undrið inn af bekknum og kláraði þetta. Hann er maður kvöldsins,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, aðspurður út í frammistöðu kvöldsins. Snæfell byrjaði leikinn af krafti og náði 14 stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Njarðvíkingar voru fljótir að svara því og slepptu forskotinu aldrei eftir að hafa náð því í öðrum leikhluta. „Við trúum á sjálfa okkur og við munum alltaf gera það. Boltinn fékk að flæða vel en við hættum því og fórum að bakka of mikið þegar þeir gerðu atlögu að forskotinu. Við töpuðum níu boltum í öðrum leikhluta og þar klúðraðist leikurinn fannst mér.“ Ingi vildi ekki kenna stærð leikmannahópsins um tapið en Snæfell lék lengst af á aðeins átta leikmönnum. „Ég get ekki kennt tapinu um það. Við erum yfirleitt að spila á 9-10 mönnum en við söknuðum Þorbergs og Pálma í dag úr leiknum gegn Haukum. Pálmi er farinn til Georgs Bjarnfreðarsonar í Svíþjóð og Þorbergur gat ekki tekið þátt í dag. Svona er hópurinn okkar og við munum notast við hann áfram.“ Ingi sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Við vorum að klúðra hlutum sem mér fannst einfalt að laga. Við lentum eftir á og þeir komust á bragðið. Njarðvík er með hæfileikaríka stráka sem nýttu sér það að við vorum að gefa of góð færi á okkur undir körfunni.“ „Þeir mættu bara mun betur stemmdir í þennan leik en við og það má eiginlega ekki gerast,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, í samtali eftir leikinn. „Hægt og rólega tókst okkur að bæta leik okkar og ná betra taki á leiknum. Ég held að þeir séu að skora jafn mikið í 2. og 3. leikhluta samanlagt og þeir settu í fyrsta leikhluta.“ Haukur hrósaði Snæfells-liðinu fyrir baráttuna í dag. „Við vitum að þeir geta skotið og spilað vel og við þurftum að halda áfram. Við vissum að þeir væru með fáa leikmenn og að við gætum reynt að hlaupa meira og notast við skiptingar. Þeir voru skiljanlega orðnir þreyttir eftir því sem leið á leikinn.“ Haukur sagði sigurinn vera hárrétt viðbrögð eftir tvo tapleiki í röð. „Það er frábært að vinna þennan leik og vera komnir aftur á sigurbraut. Við þurftum að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð og við náðum því sem við stefnum að. Spilamennskan í dag var fín upp á framhaldið að gera ef litið er framhjá fyrsta leikhluta,“ sagði Haukur léttur. Haukur Helgi: Þurftum á þessum sigri að halda„Þeir mættu bara mun betur stemmdir í þennan leik en við og það má eiginlega ekki gerast,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, í samtali eftir leikinn. „Hægt og rólega tókst okkur að bæta leik okkar og ná betra taki á leiknum. Ég held að þeir séu að skora jafn mikið í 2. og 3. leikhluta samanlagt og þeir settu í fyrsta leikhluta.“ Haukur hrósaði Snæfells-liðinu fyrir baráttuna í dag. „Við vitum að þeir geta skotið og spilað vel og við þurftum að halda áfram. Við vissum að þeir væru með fáa leikmenn og að við gætum reynt að hlaupa meira og notast við skiptingar. Þeir voru skiljanlega orðnir þreyttir eftir því sem leið á leikinn.“ Haukur sagði sigurinn vera hárrétt viðbrögð eftir tvo tapleiki í röð. „Það er frábært að vinna þennan leik og vera komnir aftur á sigurbraut. Við þurftum að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð og við náðum því sem við stefnum að. Spilamennskan í dag var fín upp á framhaldið að gera ef litið er framhjá fyrsta leikhluta,“ sagði Haukur léttur.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira