Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 18:01 Páll Matthíasson mynd/lsp Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. Þar beinir hann orðum sínum að þingmönnum sem hafa nú fjárlagafrumvarp næsta árs til umfjöllunar en Páll segir að framkvæmdastjórn spítalans vinni nú að því að laga rekstur spítalans að frumvarpinu. Hann segir það í höndum þingsins að breyta frumvarpinu svo ekki komi til mikils niðurskurðar á spítalanum. Ljóst er af lestri pistilsins að forstjórinn er afar ósáttur við fjárlagafrumvarpið sem hann segir „óboðlegt“ en Páll segir að ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Af frumvarpinu leiðir aðhaldskrafa á Landspítala upp á 5,3 milljarða króna. Þeir viðbótarfjármunir (tæplega 4 milljarðar) sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu koma ekki til móts við þá kröfu, enda renna þeir að mestu í launa- og verðlagsbætur,“ segir Páll. Forstjórinn segir að ekki verði hægt að mæta þessari aðhaldskröfu nema það hrikti verulega í stoðum spítalans. 70 prósent rekstrarkostnaðar liggi í mannahaldi og því er ljóst að það þurfi að segja upp fólki að sögn Páls. „Af því leiðir að einhver starfsemi mun verða skert og önnur lögð af. Aðrar leiðir eru ekki færar eftir vegferð síðasta áratugar. Verkefnið nálgast stjórnendur Landspítala út frá eftirfarandi forgangsröð. 1. Lífsbjargandi þjónusta; meðhöndlun alvarlegra bráðatilfella og lífshættulegra sjúkdóma. 2. Meðferð vegna alvarlegra langvinnra sjúkdóma. 3. Meðferð minna alvarlegra slysa og sjúkdóma. 4. Endurhæfing, forvarnir. 5. Þjónusta við þá sem lokið hafa meðferð á Landspítala.“ Páll minnir síðan á loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar í október um að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og birtir með pistlinum myndband, sem sjá má hér að neðan, frá fundi sex stjórnmálaflokka, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, með starfsfólki spítalans degi fyrir kosningar. Eins og sést á myndbandinu var mikill samhljómur milli flokka um mikilvægi Landspítalans og nauðsyn þess að efla þá þjónustu sem þar er veitt. „Í þessu ljósi er óhætt að segja, þegar horft er til fjárlagafrumvarpsins, að fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús. Frumvarp með aðhaldskröfum af þessu tagi er er ekki boðlegt sjúklingum og aðstandendum þeirra sem munu áfram þurfa að þiggja þjónustu sem of oft er undir okkar getu og þeirra væntingum. Frumvarpið er ekki boðlegt starfsfólki Landspítala sem dregið hefur þennan þunga vagn frá aldamótum og hafði fulla ástæðu til að ætla að nú yrði létt á byrðunum. Það er ekki boðlegt kjósendum þessa lands sem gerðu stjórnmálamönnum ljósa grein fyrir því hvar hjarta landsmanna slær: Með heilbrigðiskerfinu. En ekki hvað síst er frumvarpið óboðlegt sæmilega heilbrigðri skynsemi enda með öllu óskiljanlegt að nýta ekki þann frumkraft sem býr í öflugri starfsemi Landspítala þegar hann fær rými til að sinna sínum verkefnum,“ segir Páll í pistli sínum en hann má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. Þar beinir hann orðum sínum að þingmönnum sem hafa nú fjárlagafrumvarp næsta árs til umfjöllunar en Páll segir að framkvæmdastjórn spítalans vinni nú að því að laga rekstur spítalans að frumvarpinu. Hann segir það í höndum þingsins að breyta frumvarpinu svo ekki komi til mikils niðurskurðar á spítalanum. Ljóst er af lestri pistilsins að forstjórinn er afar ósáttur við fjárlagafrumvarpið sem hann segir „óboðlegt“ en Páll segir að ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Af frumvarpinu leiðir aðhaldskrafa á Landspítala upp á 5,3 milljarða króna. Þeir viðbótarfjármunir (tæplega 4 milljarðar) sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu koma ekki til móts við þá kröfu, enda renna þeir að mestu í launa- og verðlagsbætur,“ segir Páll. Forstjórinn segir að ekki verði hægt að mæta þessari aðhaldskröfu nema það hrikti verulega í stoðum spítalans. 70 prósent rekstrarkostnaðar liggi í mannahaldi og því er ljóst að það þurfi að segja upp fólki að sögn Páls. „Af því leiðir að einhver starfsemi mun verða skert og önnur lögð af. Aðrar leiðir eru ekki færar eftir vegferð síðasta áratugar. Verkefnið nálgast stjórnendur Landspítala út frá eftirfarandi forgangsröð. 1. Lífsbjargandi þjónusta; meðhöndlun alvarlegra bráðatilfella og lífshættulegra sjúkdóma. 2. Meðferð vegna alvarlegra langvinnra sjúkdóma. 3. Meðferð minna alvarlegra slysa og sjúkdóma. 4. Endurhæfing, forvarnir. 5. Þjónusta við þá sem lokið hafa meðferð á Landspítala.“ Páll minnir síðan á loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar í október um að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og birtir með pistlinum myndband, sem sjá má hér að neðan, frá fundi sex stjórnmálaflokka, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, með starfsfólki spítalans degi fyrir kosningar. Eins og sést á myndbandinu var mikill samhljómur milli flokka um mikilvægi Landspítalans og nauðsyn þess að efla þá þjónustu sem þar er veitt. „Í þessu ljósi er óhætt að segja, þegar horft er til fjárlagafrumvarpsins, að fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús. Frumvarp með aðhaldskröfum af þessu tagi er er ekki boðlegt sjúklingum og aðstandendum þeirra sem munu áfram þurfa að þiggja þjónustu sem of oft er undir okkar getu og þeirra væntingum. Frumvarpið er ekki boðlegt starfsfólki Landspítala sem dregið hefur þennan þunga vagn frá aldamótum og hafði fulla ástæðu til að ætla að nú yrði létt á byrðunum. Það er ekki boðlegt kjósendum þessa lands sem gerðu stjórnmálamönnum ljósa grein fyrir því hvar hjarta landsmanna slær: Með heilbrigðiskerfinu. En ekki hvað síst er frumvarpið óboðlegt sæmilega heilbrigðri skynsemi enda með öllu óskiljanlegt að nýta ekki þann frumkraft sem býr í öflugri starfsemi Landspítala þegar hann fær rými til að sinna sínum verkefnum,“ segir Páll í pistli sínum en hann má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira