Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2016 13:04 Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. Mynd/NRK Skam eru norskir unglingaþættir sem framleiddir eru af norska ríkisútvarpinu (NRK). Þættirnir eru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta eru þeir vefþættir og hefur NRK nær einungis nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu þáttanna.Á síðu NRK birtist nýr þáttur hvern föstudag en þess á milli birtast brot úr næsta þætti inn á síðunni. Að auki birtast þar Facebook samtöl, smáskilaboð og Instagram færslur sem veita aðdáendum innsýn í líf persónanna. Ríflega tvöþúsund Íslendingar skeggræða þættina í aðdáendahópi á Facebook og eru þeir vinsælustu þættir sem Norðmenn hafa framleitt. Skam, eða Skömm, fylgir nemendum í Hartvig Nissen menntaskólanum í vesturhluta Osló þar sem þeir læra að takast á við lífið, ástina, kynferðisofbeldi og andleg veikindi. Hver þáttaröð einblínir á eina aðalpersónu og í þriðju þáttaröð, sem lýkur í dag þegar tíundi þátturinn birtist á vef NRK, er fylgst með Isak Valterson. Aðdáendur Skam þurfa þó ekki að örvænta því NRK hefur staðfest að þau muni framleiða fjórðu seríuna.Skam var upprunalega ætlað að lokka fleiri unga áhorfendur á vef norska Ríkisútvarpsins en er nú orðinn vinsælasti þáttur í sögu Noregs og að meðaltali horfa 1,2 milljónir manns á þættina í hverri viku. Einungis ein þáttaröð er aðgengileg með íslenskum texta á vef RÚV og hafa íslenskir aðdáendur margir brugðið á það ráð að horfa á þættina með norskum texta og lært norsku á methraða við áhorfið. Ekki láta ykkur bregða þó fleiri hrópi „herregud!“ eða „kødder du?“ á næstunni. Í Facebook hópnum SKAM-aðdáendur á Íslandi eru svo rúmlega tvöþúsund manns sem eru duglegir að láta vita þegar nýtt efni birtist úr þáttunum og skeggræða hinar ýmsu kenningar um líf og ástir nemenda Hartvig Nissen.MIKILVÆGT! Orðabók fyrir alla sem horfa á SKAM pic.twitter.com/Zg1gh36vwa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) November 17, 2016 Þáttunum er fátt óviðkomandi og taka þeir á öllu frá skipulagningu Russebuss (rútur sem verðandi stúdentar leigja, skreyta og djamma í) til kynferðisofbeldis og þess flækjustigs sem fylgir því að koma út úr skápnum. Í annari seríu fer ein persónan til að mynda í mál við mann sem tók af henni nektarmynd eftir að hún dó áfengisdauða í partýi. Norska lögreglan hrósaði henni á Facebook og hvatti önnur ungmenni til að kæra slíka glæpi. Heilinn á bakvið Skam er hin 34 ára gamla Julie Andem sem sér bæði um handritaskrif og leikstjórn. Til að fá innsýn inn í líf norskra unglinga eyddi Andem hálfu ári í að ferðast um Noreg og taka viðtöl við unglina um líf þeirra. Í viðtali við New York Times sagði Andem að hún hafi aðallega tekið eftir því að unglingar væru undir mikilli pressu.Já ég horfi á skamJá ég hlusta á skam tónlistJá ég hjóla um í russedress pic.twitter.com/bnoU6ySyvq— Óskar Steinn (@oskasteinn) November 29, 2016 1.200 manns fóru í áheyrendaprufu fyrir þættina og skapaði Andem persónurnar eftir að réttu leikararnir voru fundnir. Andem notast einnig við ábendingar frá leikurunum og áhorfendum við skrif á þáttunum til að söguþráðurinn sé sem trúanlegastur. Tveir þættir eru teknir upp á þremur dögum vegna þess að margir leikaranna eru enn í skóla eða í öðrum vinnum, enda eru þau flest á aldri við persónurnar sem þau leika. Von er á enskri útgáfu af þáttunum fyrir amerískan markað en Simon Fuller, maðurinn á bakvið Idol stórveldið, hyggst aðlaga Skam að bandarískum og kanadískum markaði. Nýjar persónur og leikendur verða í útgáfunni vestanhafs, en útgáfa Fuller mun þó styðjast við sömu framsetningu og sú norska. Til að passa upp á að farið sé eftir uppskrift mun NRK sinna ráðgjafahlutverki við framleiðsluna, en búist er við að hún hefjist á næsta ári.@SalkaRn og Skam, RT to spread the word pic.twitter.com/BxVmEXwX25— Íris Vilhjálmsdóttir (@irisv99) December 14, 2016 Bíó og sjónvarp Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Skam eru norskir unglingaþættir sem framleiddir eru af norska ríkisútvarpinu (NRK). Þættirnir eru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta eru þeir vefþættir og hefur NRK nær einungis nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu þáttanna.Á síðu NRK birtist nýr þáttur hvern föstudag en þess á milli birtast brot úr næsta þætti inn á síðunni. Að auki birtast þar Facebook samtöl, smáskilaboð og Instagram færslur sem veita aðdáendum innsýn í líf persónanna. Ríflega tvöþúsund Íslendingar skeggræða þættina í aðdáendahópi á Facebook og eru þeir vinsælustu þættir sem Norðmenn hafa framleitt. Skam, eða Skömm, fylgir nemendum í Hartvig Nissen menntaskólanum í vesturhluta Osló þar sem þeir læra að takast á við lífið, ástina, kynferðisofbeldi og andleg veikindi. Hver þáttaröð einblínir á eina aðalpersónu og í þriðju þáttaröð, sem lýkur í dag þegar tíundi þátturinn birtist á vef NRK, er fylgst með Isak Valterson. Aðdáendur Skam þurfa þó ekki að örvænta því NRK hefur staðfest að þau muni framleiða fjórðu seríuna.Skam var upprunalega ætlað að lokka fleiri unga áhorfendur á vef norska Ríkisútvarpsins en er nú orðinn vinsælasti þáttur í sögu Noregs og að meðaltali horfa 1,2 milljónir manns á þættina í hverri viku. Einungis ein þáttaröð er aðgengileg með íslenskum texta á vef RÚV og hafa íslenskir aðdáendur margir brugðið á það ráð að horfa á þættina með norskum texta og lært norsku á methraða við áhorfið. Ekki láta ykkur bregða þó fleiri hrópi „herregud!“ eða „kødder du?“ á næstunni. Í Facebook hópnum SKAM-aðdáendur á Íslandi eru svo rúmlega tvöþúsund manns sem eru duglegir að láta vita þegar nýtt efni birtist úr þáttunum og skeggræða hinar ýmsu kenningar um líf og ástir nemenda Hartvig Nissen.MIKILVÆGT! Orðabók fyrir alla sem horfa á SKAM pic.twitter.com/Zg1gh36vwa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) November 17, 2016 Þáttunum er fátt óviðkomandi og taka þeir á öllu frá skipulagningu Russebuss (rútur sem verðandi stúdentar leigja, skreyta og djamma í) til kynferðisofbeldis og þess flækjustigs sem fylgir því að koma út úr skápnum. Í annari seríu fer ein persónan til að mynda í mál við mann sem tók af henni nektarmynd eftir að hún dó áfengisdauða í partýi. Norska lögreglan hrósaði henni á Facebook og hvatti önnur ungmenni til að kæra slíka glæpi. Heilinn á bakvið Skam er hin 34 ára gamla Julie Andem sem sér bæði um handritaskrif og leikstjórn. Til að fá innsýn inn í líf norskra unglinga eyddi Andem hálfu ári í að ferðast um Noreg og taka viðtöl við unglina um líf þeirra. Í viðtali við New York Times sagði Andem að hún hafi aðallega tekið eftir því að unglingar væru undir mikilli pressu.Já ég horfi á skamJá ég hlusta á skam tónlistJá ég hjóla um í russedress pic.twitter.com/bnoU6ySyvq— Óskar Steinn (@oskasteinn) November 29, 2016 1.200 manns fóru í áheyrendaprufu fyrir þættina og skapaði Andem persónurnar eftir að réttu leikararnir voru fundnir. Andem notast einnig við ábendingar frá leikurunum og áhorfendum við skrif á þáttunum til að söguþráðurinn sé sem trúanlegastur. Tveir þættir eru teknir upp á þremur dögum vegna þess að margir leikaranna eru enn í skóla eða í öðrum vinnum, enda eru þau flest á aldri við persónurnar sem þau leika. Von er á enskri útgáfu af þáttunum fyrir amerískan markað en Simon Fuller, maðurinn á bakvið Idol stórveldið, hyggst aðlaga Skam að bandarískum og kanadískum markaði. Nýjar persónur og leikendur verða í útgáfunni vestanhafs, en útgáfa Fuller mun þó styðjast við sömu framsetningu og sú norska. Til að passa upp á að farið sé eftir uppskrift mun NRK sinna ráðgjafahlutverki við framleiðsluna, en búist er við að hún hefjist á næsta ári.@SalkaRn og Skam, RT to spread the word pic.twitter.com/BxVmEXwX25— Íris Vilhjálmsdóttir (@irisv99) December 14, 2016
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira