Læknaráð segir framlag til Landspítalans ófullnægjandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2016 11:28 Vísir/Vilhelm Læknaráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhuggjum af ófullnægjandi ríkisframlagi til spítalans í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Ráðið telur að það geti hafi alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi og faglega stöðu heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá segir stjórn ráðsins að Alþingi verði að bregðast við. Í tilkynningu frá læknaráði segir að vöxtur í starfsemi Landspítalans haldi áfram eins og við sé að búast miðað við fjölgun landsmanna, öldrun þjóðarinnar, aukna byrði langvinnra sjúkdóma og fjölgun ferðamanna. Þá segir að útgjaldarammi spítalans í frumvarpinu sé ekki í takt við þessa þróun. Á föstu verðlagi sé framlag til reksturs fyrir árið 2017 sambæranlegt við árið 2005, en 2,8 milljörðum lægra en 2008. „Þetta telur læknaráð Landspítala óásættanlegt og ógn við það hlutverk sem sjúkrahúsinu er ætlað að gegna. Uppsöfnuð viðbótarfjárþörf Landspítalans 2017 er metin tæpir 12 milljarðar króna miðað við fjárlög 2016 og alls 66 milljarðar króna á næstu 5 árum.“ Enn fremur segir ráðið að án slíkrar innspýttingar í rekstur spítalans sé hætta á ófullnægjandi framþróun í heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá kalli núverandi frumvarp á samdrátt og skerðingu þjónustunnar. Það sé ógn við öryggi sjúklinga og heilbrigðiskerfi landsmanna til lengri og skemmri tíma. Þá bendir læknaráð á að núverandi fjárlagafrumvarp sé í fullkominni andstöðu við yfirlýsingar forsætisráðherra og annarra sem undirrituð var í tengslum við kjarasamning lækna í byrjun árs 2015. Þar stóð: „Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd“. Hins vegar séu útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi 8,8 prósent af vergri landsframleiðslu en 9,6 til 11,1 prósent á hinum Norðulöndunum. Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Læknaráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhuggjum af ófullnægjandi ríkisframlagi til spítalans í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Ráðið telur að það geti hafi alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi og faglega stöðu heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá segir stjórn ráðsins að Alþingi verði að bregðast við. Í tilkynningu frá læknaráði segir að vöxtur í starfsemi Landspítalans haldi áfram eins og við sé að búast miðað við fjölgun landsmanna, öldrun þjóðarinnar, aukna byrði langvinnra sjúkdóma og fjölgun ferðamanna. Þá segir að útgjaldarammi spítalans í frumvarpinu sé ekki í takt við þessa þróun. Á föstu verðlagi sé framlag til reksturs fyrir árið 2017 sambæranlegt við árið 2005, en 2,8 milljörðum lægra en 2008. „Þetta telur læknaráð Landspítala óásættanlegt og ógn við það hlutverk sem sjúkrahúsinu er ætlað að gegna. Uppsöfnuð viðbótarfjárþörf Landspítalans 2017 er metin tæpir 12 milljarðar króna miðað við fjárlög 2016 og alls 66 milljarðar króna á næstu 5 árum.“ Enn fremur segir ráðið að án slíkrar innspýttingar í rekstur spítalans sé hætta á ófullnægjandi framþróun í heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá kalli núverandi frumvarp á samdrátt og skerðingu þjónustunnar. Það sé ógn við öryggi sjúklinga og heilbrigðiskerfi landsmanna til lengri og skemmri tíma. Þá bendir læknaráð á að núverandi fjárlagafrumvarp sé í fullkominni andstöðu við yfirlýsingar forsætisráðherra og annarra sem undirrituð var í tengslum við kjarasamning lækna í byrjun árs 2015. Þar stóð: „Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd“. Hins vegar séu útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi 8,8 prósent af vergri landsframleiðslu en 9,6 til 11,1 prósent á hinum Norðulöndunum.
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent