Stór hluti vill rannsókn á eignum dómaranna Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Um 73 prósent svarenda vilja að hlutabréfaeign dómara verði rannsökuð. Traust til Hæstaréttar minnkar eftir fréttir af eignum forseta Hæstaréttar. Næstum þremur af hverjum fjórum svarendum í nýrri könnun finnst rétt að hefja opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Spurt var: Finnst þér að hefja eigi opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun? 72,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi en 27,5 prósent svöruðu neitandi. Greint var frá því í fréttum í síðustu viku að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann hafi átt í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en ekki vikið sæti sem dómari í svokölluðum hrunmálum. Einnig hefur verið greint frá því að fleiri dómarar við Hæstarétt hafi átt eignarhluti í bönkunum sem féllu á haustmánuðum 2008.Málið virðist þegar hafa haft áhrif á traust almennings til Hæstaréttar. MMR kannar reglulega traust almennings til dómstóla. Í könnun sem gerð var í nóvember 2015 segjast 40,8 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til Hæstaréttar. Í nóvember síðastliðnum var það hlutfall komið upp í 45,4 prósent. Aftur var kannað dagana 7. til 14 desember en þá var traustið komið niður í 32,3 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Hæstaréttar aukist. Það var 24,3 prósent í nóvember fyrir ári, fór niður í 20,7 prósent í nóvember síðastliðnum en var núna í desember komið upp í 34,7 prósent. Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl dómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Tekið er fram að við ákvörðun um efni þessara upplýsinga sé tekið mið af því sem dómurum beri að tilkynna nefnd um dómarastörf. Einnig verði litið til reglna Alþingis umhagsmunaskráningu þingmanna. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð dagana 12. til 14. desember. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12. til 14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku 77,7 prósent afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Næstum þremur af hverjum fjórum svarendum í nýrri könnun finnst rétt að hefja opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Spurt var: Finnst þér að hefja eigi opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun? 72,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi en 27,5 prósent svöruðu neitandi. Greint var frá því í fréttum í síðustu viku að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann hafi átt í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en ekki vikið sæti sem dómari í svokölluðum hrunmálum. Einnig hefur verið greint frá því að fleiri dómarar við Hæstarétt hafi átt eignarhluti í bönkunum sem féllu á haustmánuðum 2008.Málið virðist þegar hafa haft áhrif á traust almennings til Hæstaréttar. MMR kannar reglulega traust almennings til dómstóla. Í könnun sem gerð var í nóvember 2015 segjast 40,8 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til Hæstaréttar. Í nóvember síðastliðnum var það hlutfall komið upp í 45,4 prósent. Aftur var kannað dagana 7. til 14 desember en þá var traustið komið niður í 32,3 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Hæstaréttar aukist. Það var 24,3 prósent í nóvember fyrir ári, fór niður í 20,7 prósent í nóvember síðastliðnum en var núna í desember komið upp í 34,7 prósent. Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl dómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Tekið er fram að við ákvörðun um efni þessara upplýsinga sé tekið mið af því sem dómurum beri að tilkynna nefnd um dómarastörf. Einnig verði litið til reglna Alþingis umhagsmunaskráningu þingmanna. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð dagana 12. til 14. desember. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12. til 14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku 77,7 prósent afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira