Erlent

Þriðjungur hlynntur kirkjuferðum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Dönsk börn í jólaskapi.
Dönsk börn í jólaskapi. Vísir/AFP
Þriðjungur stjórnenda í dönskum grunnskólum vill að hlutverk kirkjunnar í skólunum verði meira í jólamánuðinum. Í könnun á vegum Kristilega dagblaðsins, sem 284 skólastjórnendur tóku þátt í, sögðu 136 að skólinn ætti að vera hlutlaus í trúmálum en 99 töldu að hlutverk kirkjunnar ætti að vera meira. 49 skólastjórnendur svöruðu ekki.

Brian Arly Jacobsen, félags- og trúfræðingur við Kaupmannahafnarháskóla, segir það athyglisvert að svo margir vilji þátttöku kirkjunnar. Mögulega sé það vegna þess að nú geti menn rætt um trúmál á opinskáan hátt og að kennarar séu orðnir meðvitaðir um hlutverk trúarinnar í samfélaginu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×