Erlent

Minni tekjur af olíu í Noregi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Vísir/EPA
Frá því að verð á olíu hrundi árið 2014 hafa yfir 40 þúsund manns misst vinnuna í Noregi samkvæmt úttekt Aftenbladet. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir erfitt að segja til um hvort framtíðarfjárfestingar í olíuiðnaðinum verði arðbærar. Það er mat hennar að hagvöxtur verði í öðrum atvinnugreinum.

Að sögn Solberg verða tekjurnar af olíunni minni í framtíðinni. Undirverktakar í olíuiðnaðinum muni berjast í bökkum næstu árin.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×