Lögreglan minnkar eftirlit við Gullna hringinn Benedikt Bóas skrifar 16. desember 2016 07:00 Gullfoss í Klakaböndum með ferðamenn sér við hlið. Vísir/GVA „Við teljum að við þessar aðstæður sé ekki rétt að draga úr eftirliti á meðan ferðamönnum er enn að fjölga,“ segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, en fjármagn til að sinna eftirliti við Gullna hringinn, í Öræfum, á hálendinu og í uppsveitum Árnessýslu var ekki á fjárlögum. „Það segir sig sjálft að það mun draga úr getu okkar að sinna eftirliti á þessum stöðum,“ bætir hann við. Hann er þó bjartsýnn á að fjármagnið muni skila sér en það var metið á ársgrundvelli 102 milljónir króna. Lögregluumdæmi Suðurlands er gríðarlega stórt og víðfeðmt. Nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Hveragerði. Þar eru flestar af náttúruperlum landsins og flestir ferðamenn sem koma hingað keyra um umdæmið. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 132 þúsund ferðamenn hingað til lands í nóvember en þeir voru 21 þúsund í sama mánuði árið 2010. Um 55 prósent sögðu í könnun ráðsins í september hafa farið að skoða perlur Suðurlands. Kjartan segir að 36 lögreglumenn séu fastráðnir hjá lögregluembættinu og tveir í sértæku umferðareftirliti en betur má ef duga skal. „Við gerum okkur von um að þetta fjármagn komi til baka - verður maður ekki að vera bjartsýnn,“ segir lögreglustjórinn. Bæjarráð Hornafjarðar skoraði á Alþingi að setja aukið fjármagn til lögreglustjóraembættisins á fundi sínum á mánudag og sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsti yfir vonbrigðum með fjárlögin. „Til grundvallar þessum fjárheimildum frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvort tveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda,“ segir í ályktun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
„Við teljum að við þessar aðstæður sé ekki rétt að draga úr eftirliti á meðan ferðamönnum er enn að fjölga,“ segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, en fjármagn til að sinna eftirliti við Gullna hringinn, í Öræfum, á hálendinu og í uppsveitum Árnessýslu var ekki á fjárlögum. „Það segir sig sjálft að það mun draga úr getu okkar að sinna eftirliti á þessum stöðum,“ bætir hann við. Hann er þó bjartsýnn á að fjármagnið muni skila sér en það var metið á ársgrundvelli 102 milljónir króna. Lögregluumdæmi Suðurlands er gríðarlega stórt og víðfeðmt. Nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Hveragerði. Þar eru flestar af náttúruperlum landsins og flestir ferðamenn sem koma hingað keyra um umdæmið. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 132 þúsund ferðamenn hingað til lands í nóvember en þeir voru 21 þúsund í sama mánuði árið 2010. Um 55 prósent sögðu í könnun ráðsins í september hafa farið að skoða perlur Suðurlands. Kjartan segir að 36 lögreglumenn séu fastráðnir hjá lögregluembættinu og tveir í sértæku umferðareftirliti en betur má ef duga skal. „Við gerum okkur von um að þetta fjármagn komi til baka - verður maður ekki að vera bjartsýnn,“ segir lögreglustjórinn. Bæjarráð Hornafjarðar skoraði á Alþingi að setja aukið fjármagn til lögreglustjóraembættisins á fundi sínum á mánudag og sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsti yfir vonbrigðum með fjárlögin. „Til grundvallar þessum fjárheimildum frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvort tveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda,“ segir í ályktun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira