Viðskipti innlent

VÍB fjallar um húsnæðismarkaðinn

Bjarki Ármannsson skrifar
Fræðslufundur VÍB um húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu hefur verið birtur í heild sinni á netinu og má sjá hann hér að ofan. Þar tóku þátt í pallborðsumræðum þau Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.

Björn Brynjúlfur flutti sömuleiðis framsögu fyrir umræðurnar þar sem hann hélt því fram að núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafi meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar.

Í umræðunum kom meðal annars fram sú skoðun þátttakenda að úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum, sem upphaflega voru hugsuð sem stuðningur við þá sem mest þurfa á því að halda, hafi mörg orðið „útþynnt“ af því að reyna að hjálpa of stórum hópi fólks.

Hægt er að horfa á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×