Handbolti

Dagur fékk sérstakt hrós frá Merkel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur tekur í hönd Merkel.
Dagur tekur í hönd Merkel. Vísir/Getty
Dagur Sigurðsson og hans menn í Evrópumeistaraliði Þýskalands fengu höfðinglegar móttökur hjá Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, í vikunni.

Eins og Merkel hafði lofað kom þýska liðið í heimsókn til hennar en hún hringdi tvívegis í landslisþjálfarann Dag Sigurðsson á meðan mótinu í Póllandi stóð, en þar komu þeir þýsku allra liða mest á óvart með því að fara alla leið og verða Evrópumeistari.

Sjá einnig: Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla

„Verið stoltir af afrekum ykkar. Þið færðuð fólkinu mikla gleði og vörpuðuð sviðsljósi á íþrótt sem öllu jöfnu er ekki þar,“ sagði Merkel sem lofaði svo Dag sérstaklega. Sagði að hann hefði á eftirtektarverðan máta náð að hvetja sína menn til mikilla dáða.

Miðað við lýsingu greinarhöfundar í Berliner Zeitung hafði Dagur sig ekki mikið í frammi á athöfnini í gær en steig þó fram til að þakka Merkel fyrir, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem birtist á Facebook-síðu þýsku ríkisstjórnarinnar.

Europameister zu Besuch!

Das sieht man im Kanzleramt nicht alle Tage: Dribbeln im Ehrenhof, Pass-Spiel vor der Kanzlergalerie. Für eine spektakuläre Ausnahme haben heute die Spieler der #Handball-Nationalmannschaft gesorgt: Deutscher Handballbund #wirfuerD http://bpaq.de/fb_handball

Posted by Bundesregierung on Wednesday, March 9, 2016

Tengdar fréttir

Landslið Dags vinsælla en Bayern München

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð.

Fullkomið Dagsverk

Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×