Jesús ríður inn í Jerúsalem í hestamessu í Kjósinni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. júlí 2016 07:00 Séra Anra Grétarsdóttir. Fréttablaðið/Valli „Eitt það fyrsta sem mér var sagt er að hestamessann sé eitthvað sem fólk hefur saknað,“ segir séra Arna Grétarsdóttir sem í byrjun júlí tók við sem sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós. Næsta sunnudag verður svokölluð hestamessa endurvakin í Reynivallakirkju. Þá eru messugestir hvattir til að koma ríðandi til guðsþjónustu. Arna segir að séra Gunnar Kristjánsson, sem áður var á Reynivöllum, hafi komið hestamessunni á og hún hafi verið við lýði á meðan hann þjónaði. Gunnar hafi hætt 2014 og hestamessan hafi þá lagst af í bili. Mikið sé af hestafólki í sveitinni. Hestamessur voru árlegur viðburður um verslunarmannahelgar í um áratug í embættistíð séra Gunnars Kristánssonar. Fréttablaðið/Stefán„Fólk saknar þessarar messu. Það er stemning að koma ríðandi til kirkju og drekka kaffi í garðinum við prestsbústaðinn,“ segir séra Arna sem ásamt fjölskyldu sinni býður til samsætis eftir hestamessuna. Aðspurð segist séra Arna ekki sjálf vera hestamanneskja og muni ekki ríða til kirkju. „Nei, ég bara messa og þjóna fólkinu,“ svarar sóknarpresturinn hlæjandi. Séra Arna segist ekki geta giskað á hversu margir muni mæta í hestamessuna. „Kannski koma þrjátíu til fimmtíu eða jafnvel hundrað, kirkjan tekur ekki mikið meira,“ segir hún. Áður en séra Arna tók við embættinu á Reynivöllum var hún prestur Íslendinga í Noregi í níu ár. Svo vill til að hestamessan er jafnframt fyrsta guðsþjónusta séra Örnu á nýja staðnum. „Texti dagsins er skemmtilegur og dálítið táknrænn. Textinn er um það þegar Jesús kemur ríðandi inn í Jerúsalem og hann grætur yfir borginni og fólkinu; yfir erfiðleikunum og óréttlætinu,“ segir séra Arna Grétarsdóttir spurð um það hvað hún muni segja við söfnuð sinn á Reynivöllum á sunnudaginn. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
„Eitt það fyrsta sem mér var sagt er að hestamessann sé eitthvað sem fólk hefur saknað,“ segir séra Arna Grétarsdóttir sem í byrjun júlí tók við sem sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós. Næsta sunnudag verður svokölluð hestamessa endurvakin í Reynivallakirkju. Þá eru messugestir hvattir til að koma ríðandi til guðsþjónustu. Arna segir að séra Gunnar Kristjánsson, sem áður var á Reynivöllum, hafi komið hestamessunni á og hún hafi verið við lýði á meðan hann þjónaði. Gunnar hafi hætt 2014 og hestamessan hafi þá lagst af í bili. Mikið sé af hestafólki í sveitinni. Hestamessur voru árlegur viðburður um verslunarmannahelgar í um áratug í embættistíð séra Gunnars Kristánssonar. Fréttablaðið/Stefán„Fólk saknar þessarar messu. Það er stemning að koma ríðandi til kirkju og drekka kaffi í garðinum við prestsbústaðinn,“ segir séra Arna sem ásamt fjölskyldu sinni býður til samsætis eftir hestamessuna. Aðspurð segist séra Arna ekki sjálf vera hestamanneskja og muni ekki ríða til kirkju. „Nei, ég bara messa og þjóna fólkinu,“ svarar sóknarpresturinn hlæjandi. Séra Arna segist ekki geta giskað á hversu margir muni mæta í hestamessuna. „Kannski koma þrjátíu til fimmtíu eða jafnvel hundrað, kirkjan tekur ekki mikið meira,“ segir hún. Áður en séra Arna tók við embættinu á Reynivöllum var hún prestur Íslendinga í Noregi í níu ár. Svo vill til að hestamessan er jafnframt fyrsta guðsþjónusta séra Örnu á nýja staðnum. „Texti dagsins er skemmtilegur og dálítið táknrænn. Textinn er um það þegar Jesús kemur ríðandi inn í Jerúsalem og hann grætur yfir borginni og fólkinu; yfir erfiðleikunum og óréttlætinu,“ segir séra Arna Grétarsdóttir spurð um það hvað hún muni segja við söfnuð sinn á Reynivöllum á sunnudaginn.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira