Jesús ríður inn í Jerúsalem í hestamessu í Kjósinni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. júlí 2016 07:00 Séra Anra Grétarsdóttir. Fréttablaðið/Valli „Eitt það fyrsta sem mér var sagt er að hestamessann sé eitthvað sem fólk hefur saknað,“ segir séra Arna Grétarsdóttir sem í byrjun júlí tók við sem sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós. Næsta sunnudag verður svokölluð hestamessa endurvakin í Reynivallakirkju. Þá eru messugestir hvattir til að koma ríðandi til guðsþjónustu. Arna segir að séra Gunnar Kristjánsson, sem áður var á Reynivöllum, hafi komið hestamessunni á og hún hafi verið við lýði á meðan hann þjónaði. Gunnar hafi hætt 2014 og hestamessan hafi þá lagst af í bili. Mikið sé af hestafólki í sveitinni. Hestamessur voru árlegur viðburður um verslunarmannahelgar í um áratug í embættistíð séra Gunnars Kristánssonar. Fréttablaðið/Stefán„Fólk saknar þessarar messu. Það er stemning að koma ríðandi til kirkju og drekka kaffi í garðinum við prestsbústaðinn,“ segir séra Arna sem ásamt fjölskyldu sinni býður til samsætis eftir hestamessuna. Aðspurð segist séra Arna ekki sjálf vera hestamanneskja og muni ekki ríða til kirkju. „Nei, ég bara messa og þjóna fólkinu,“ svarar sóknarpresturinn hlæjandi. Séra Arna segist ekki geta giskað á hversu margir muni mæta í hestamessuna. „Kannski koma þrjátíu til fimmtíu eða jafnvel hundrað, kirkjan tekur ekki mikið meira,“ segir hún. Áður en séra Arna tók við embættinu á Reynivöllum var hún prestur Íslendinga í Noregi í níu ár. Svo vill til að hestamessan er jafnframt fyrsta guðsþjónusta séra Örnu á nýja staðnum. „Texti dagsins er skemmtilegur og dálítið táknrænn. Textinn er um það þegar Jesús kemur ríðandi inn í Jerúsalem og hann grætur yfir borginni og fólkinu; yfir erfiðleikunum og óréttlætinu,“ segir séra Arna Grétarsdóttir spurð um það hvað hún muni segja við söfnuð sinn á Reynivöllum á sunnudaginn. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
„Eitt það fyrsta sem mér var sagt er að hestamessann sé eitthvað sem fólk hefur saknað,“ segir séra Arna Grétarsdóttir sem í byrjun júlí tók við sem sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós. Næsta sunnudag verður svokölluð hestamessa endurvakin í Reynivallakirkju. Þá eru messugestir hvattir til að koma ríðandi til guðsþjónustu. Arna segir að séra Gunnar Kristjánsson, sem áður var á Reynivöllum, hafi komið hestamessunni á og hún hafi verið við lýði á meðan hann þjónaði. Gunnar hafi hætt 2014 og hestamessan hafi þá lagst af í bili. Mikið sé af hestafólki í sveitinni. Hestamessur voru árlegur viðburður um verslunarmannahelgar í um áratug í embættistíð séra Gunnars Kristánssonar. Fréttablaðið/Stefán„Fólk saknar þessarar messu. Það er stemning að koma ríðandi til kirkju og drekka kaffi í garðinum við prestsbústaðinn,“ segir séra Arna sem ásamt fjölskyldu sinni býður til samsætis eftir hestamessuna. Aðspurð segist séra Arna ekki sjálf vera hestamanneskja og muni ekki ríða til kirkju. „Nei, ég bara messa og þjóna fólkinu,“ svarar sóknarpresturinn hlæjandi. Séra Arna segist ekki geta giskað á hversu margir muni mæta í hestamessuna. „Kannski koma þrjátíu til fimmtíu eða jafnvel hundrað, kirkjan tekur ekki mikið meira,“ segir hún. Áður en séra Arna tók við embættinu á Reynivöllum var hún prestur Íslendinga í Noregi í níu ár. Svo vill til að hestamessan er jafnframt fyrsta guðsþjónusta séra Örnu á nýja staðnum. „Texti dagsins er skemmtilegur og dálítið táknrænn. Textinn er um það þegar Jesús kemur ríðandi inn í Jerúsalem og hann grætur yfir borginni og fólkinu; yfir erfiðleikunum og óréttlætinu,“ segir séra Arna Grétarsdóttir spurð um það hvað hún muni segja við söfnuð sinn á Reynivöllum á sunnudaginn.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira