Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2016 22:13 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Pjetur Tveir sakborningar í LÖKE-málinu svokallaða, fyrrverandi starfsmaður Nova, og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, sem sætti ákæru í málinu, hafa kært Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi varalögreglustjóra á Suðurnesjum og núverandi aðallögfræðing lögreglu höfuðborgarsvæðisins, til embættis héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir og meint brot í starfi.Þetta kemur fram á RÚV.is en Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna staðfestir þetta í samtali við Vísi. Kæran var lögð fram í dag og er þess krafist að meint brot hennar, í tengslum við rannsókn LÖKE-málsins verði rannsökuð, hún ákærð og dæmd til refsingar. Er þess einnig krafist að Alda Hrönn verði bæði svipt embætti sínu og lögmannsréttindum. Gunnar Scheving var handtekinn skömmu fyrir páska árið 2014 ásamt tveimur félögum sínum, hnepptur í gæsluvarðhald og síðar leystur frá störfum. Þremenningarnir höfðu á tímabili réttarstöðu sakborninga en Ríkissaksóknari felldi síðar niður mál á hendur félögum lögreglumannsins. Gunnar var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hæstiréttur Íslands snéri síðar dómnum við Gunnari var ekki gerð refsing. Þá sakar maðurinn sem starfar hjá Nova, Öldu Hrönn um brot á friðhelgi einkalífsins og ærumeiðandi aðdróttanir sem kostuðu hann starfið. Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Tveir sakborningar í LÖKE-málinu svokallaða, fyrrverandi starfsmaður Nova, og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, sem sætti ákæru í málinu, hafa kært Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi varalögreglustjóra á Suðurnesjum og núverandi aðallögfræðing lögreglu höfuðborgarsvæðisins, til embættis héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir og meint brot í starfi.Þetta kemur fram á RÚV.is en Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna staðfestir þetta í samtali við Vísi. Kæran var lögð fram í dag og er þess krafist að meint brot hennar, í tengslum við rannsókn LÖKE-málsins verði rannsökuð, hún ákærð og dæmd til refsingar. Er þess einnig krafist að Alda Hrönn verði bæði svipt embætti sínu og lögmannsréttindum. Gunnar Scheving var handtekinn skömmu fyrir páska árið 2014 ásamt tveimur félögum sínum, hnepptur í gæsluvarðhald og síðar leystur frá störfum. Þremenningarnir höfðu á tímabili réttarstöðu sakborninga en Ríkissaksóknari felldi síðar niður mál á hendur félögum lögreglumannsins. Gunnar var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hæstiréttur Íslands snéri síðar dómnum við Gunnari var ekki gerð refsing. Þá sakar maðurinn sem starfar hjá Nova, Öldu Hrönn um brot á friðhelgi einkalífsins og ærumeiðandi aðdróttanir sem kostuðu hann starfið.
Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33
Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58
LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22