Innlent

Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Pjetur
Tveir sakborningar í LÖKE-málinu svokallaða, fyrrverandi starfsmaður Nova, og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, sem sætti ákæru í málinu, hafa kært Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi varalögreglustjóra á Suðurnesjum og núverandi aðallögfræðing lögreglu höfuðborgarsvæðisins, til embættis héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir og meint brot í starfi.

Þetta kemur fram á RÚV.is en Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Kæran var lögð fram í dag og er þess krafist að meint brot hennar, í tengslum við rannsókn LÖKE-málsins verði rannsökuð, hún ákærð og dæmd til refsingar. Er þess einnig krafist að Alda Hrönn verði bæði svipt embætti sínu og lögmannsréttindum.

Gunnar Scheving var handtekinn skömmu fyrir páska árið 2014 ásamt tveimur félögum sínum, hnepptur í gæsluvarðhald og síðar leystur frá störfum. Þremenningarnir höfðu á tímabili réttarstöðu sakborninga en Ríkissaksóknari felldi síðar niður mál á hendur félögum lögreglumannsins.

Gunnar var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hæstiréttur Íslands snéri síðar dómnum við Gunnari var ekki gerð refsing.

Þá sakar maðurinn sem starfar hjá Nova, Öldu Hrönn um brot á friðhelgi einkalífsins og ærumeiðandi aðdróttanir sem kostuðu hann starfið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×