Tónlist

Endurgerir öll plötuumslög sín

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Phil Collins, fyrr og nú.
Phil Collins, fyrr og nú. Vísir
Popparinn Phil Collins sem reis hæst á níunda áratugnum hefur tekið upp á því að endurgera öll plötuumslög sín. Ástæðan er endurútgáfa platna allra platna hans sem ber yfirskriftina „Take a look at me now“ eftir einu af vinsælari lögum hans.

Plöturnar verða allar endurhljóðunnar og fannst Collins það því við hæfi að færa umslög platnanna að nútímanum. Popparinn er töluvert breyttur síðan að plöturnar fengu fyrst útgáfu enda ekki langt síðan að hann fagnaði 65 ára afmæli sínu.

Fyrir tveimur árum síðan tilkynnti Collins, sem hóf feril sinn sem trommari Genesis, að hann ætlaði að hætta. Honum hefur eitthvað leiðst starfslokin því í fyrra tilkynnti hann að hann væri hættur við að hætta og bókaði glás af tónleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.