Lífið

Mörg hundruð þúsund manns hlusta á Loga Pedro á einni stærstu vefútvarpstöð í heimi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi Pedro Stefánsson.
Logi Pedro Stefánsson. Vísir/Ernir
Í tilefni þess að þriðji þátturinn af vefútvarpsþættinum Up North, í umsjá Loga Pedro á vegum RBMA Radio (Red Bull Music Academy Radio) fór í loftið á mánudaginn, ætlar Red Bull á Íslandi að bjóða uppá heljarinnar veislu undir yfirskriftinni RBMA Club Night á Prikinu, næstkomandi laugardag, en Logi Pedro mun að stjórna veislunni.

RBMA Radio var stofnað árið 2005, og er í dag ein stærsta vefútvarpstöð í heimi með yfir 600.000 hlustendur og yfir 5000 útsendingar, þar sem fókusinn er á tónlist og hvað sé að gerast í heimi tónlistarinnar.

Þættirnir Up North er samstarfsverkefni á milli Svíþjóðar, Noregs og Íslands, en þar er farið yfir nær allt litróf raftónlistar, þar á meðan Techno, Hip Hop, Hús og allt þar á milli. Logi Pedro stýrir þættinum einu sinni í mánuði, en hann stýrði einnig þættinum á Sónar Reykjavík ásamt fleiri þáttastjórnendum á vegum RBMA Radio, og var þátturinn í beinni útsendingu frá Hörpu á meðan á hátíðinni stóð.

Í þættinum fær Logi til sín góða gesti, en Ólafur Arnalds, Gísli Pálmi, Sturla Atlas og fleiri tónlistarmenn eru á meðal þeirra sem hafa komið fram í þættinum. Up North þátturinn í umsjá Loga fór í loftið síðastliðinn mánudagskvöld og má hlusta á hann hér.

Þar sem Logi Pedro er fastaplötusnúður á Prikinu, ákvað Red Bull að sækjast eftir samstarfi við Prikið og verður þetta mánaðarlegur viðburður með Loga og fleiri góðum gestum.

Veislan byrjar um klukkan 22:00 og stendur fram eftir morgni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×