Viðskipti innlent

Vörður greiðir 350 milljónir í arð

ingvar haraldsson skrifar
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar er ánægður með afkomu ársins.
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar er ánægður með afkomu ársins.
Tryggingarfélagið Vörður mun greiða 350 milljónir króna vegna starfsemi síðasta árs. Þetta var ákveðið á aðalfundi félagsins sem lauk nú fyrir skömmui. Félagið skilaði methagnaði á árinu eða 658 milljónum króna. Arðgreiðslan samsvara 10,1 prósent ávöxtun eigin fjár. 

Mikil umræða var uppi í samfélaginu eftir að TM, VÍS og Sjóvá kynntu að þau hyggðust greiða 9,6 milljarða króna í arð vegna starfsemi síðasta árs, ríflega tvöfaldan hagnað ársins. VÍS og Sjóvá ákváðu bæði að lækka arðgreiðslur ársins vegna umræðunnar.

Eigið fé varðar nemur 3.475 milljónum króna króna. Iðgjöld jukust um 8,5%, fjárfestingatekjur um 161% og heildareignir um 10,4% en þær námu 11.330 milljónum króna í árslok.

Í stjórn Varðar trygginga voru kjörin þau Jens Erik Christensen, Ásta Guðjónsdóttir, Bjarney Anna Bjarnadóttir og Rune Nörregaard en öll sátu þau í síðustu stjórn félagsins.

Færeyski bankinn BankNordik er enn sem komið er eini hluthafi Varðar. Í október var tilkynnt um að Arion banki myndi kaupa 51 prósent hlut í Verði en kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þá er heimilar samkomulagið Arion banka að kaupa 49 prósent af útistandandi hlutum eigi síðar en á árinu 2017.

„Síðasta ár var viðburðaríkt í rekstri félagsins, afkoman góð og efnahagurinn traustur. Góð afkoma skýrist helst af góðri ávöxtun í fjárfestingarstarfsemi. Félagið náði einnig mjög góðum árangri á öðrum sviðum. Viðskiptavinum fjölgaði og markaðshlutdeild jókst. Við leggjum mikla áherslu á gæðamál í þeim tilgangi að tryggja stöðugar umbætur og bæta þjónustuna enn frekar við viðskiptavini. Það hefur skilað sér því að viðskiptavinir Varðar eru þeir ánægðustu á tryggingamarkaði samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni. Starfsfólk Varðar á mikið hrós skilið,“  segir Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar í tilkynningu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×