Lífið

Sigmundur skotspónn háðfugla á netinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigmundur Davíð er í eldlínunni.
Sigmundur Davíð er í eldlínunni. vísir
Mikið hefur verið fjallað um fjármál Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, undanfarna daga og hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar, Wintris Inc., á Bresku Jómfrúareyjunum.

Sigmundur Davíð, forsætisráðherra, birti í dag grein á vefsíðu sinni þar sem hann segir að sér finnist lítið til þeirra koma sem vilja kenna konu hans við hrægamma, en Anna Sigurlaug var meðal kröfuhafa á hendur bönkunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008.

Háðfuglar á netinu vilja ýfa sínar fjaðrir, telja þarna upplagt tækifæri til að fíflast í forsætisráðherra.

Sem dæmi má nefna að í dag birtir Baggalútur grein undir yfirskriftinni; Sigmundaveiðitímabilið hafið. Þar er talað um að  Sigmundaveiðitímabilið svonefnda hafi hafist í vikunni.

„En þá er gefið út skotleyfi á sitjandi forsætisráðherra — mörgum til mikillar ánægju.

Hafa veiðimenn í stórum stíl farið á stjá og margir hverjir dregið fram „stóru byssurnar“, enda eru engin takmörk fyrir því með hvaða hætti má ráðast gegn Sigmundinum, eða hvaða brögðum má beita.

Sigmundurinn hefur þó ekki gefið færi á sér, enda er hann afar styggur og fer ferða sinna að mestu í myrkri utan alfaraleiða.“

Hér að neðan má skoða aðrar skemmtilegar færslur þar sem netverjar gera sér mat úr málinu.

 

Sorrý, ég varð.

Posted by Jóhannes Kjartansson on 17. mars 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×