Lífið

Keppast við að vera með mjórra mitti en A4 blað - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gríðarlega margar myndir hafa komið inn á veraldarvefinn.
Gríðarlega margar myndir hafa komið inn á veraldarvefinn. vísir
Nýjasta æðið í Kína er heldur einkennilegt en það keppast konur við það að setja inn myndir af sér á samfélagsmiðla þar sem þær sýna að þær eru með mjórra mitti en A4 blað.

Talað er um „A4 waist challange“ en mörg samskonar æði hafa gengið um internetið í gegnum tíðina. Eins og svo oft áður er þetta gangrýnt harkalega og þykir ýta undir óheilbrigðan lífstíl hjá ungum konum.

Samfélagsmiðillinn Weibo er aðalmiðillinn þar í landi og þekkist Facebook þar ekki. Þar hafa verið settar inn ein milljón mynda með kassamerkinu #A4waist en viðbrögðin á Twitter hafa ekki verið mjög jákvæð.

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um slíkar myndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×